Það var ákveðið að flýja inn í ræktina á brettið til að forðast ógeðis eðrið sem var úti. Mikið rok og grenjandi rigning heitir það nú víst, sumar er að taka vel á móti manni. Fór 4km upphitun úti.
Fór svo á brettið og tók þar 5x1,6m @ 10K hraða með 2 mín í labb pásur. Var á 3:40 eða á 16.4 á hlaupa brettinu og með 1 í halla.
Gekk fínt en var vel þreyttur eftir þetta og maður svitnaði mjög mikið enda vel heitt inni í Actic. Langt síðan maður hljóp á bretti og tekur smá tíma að venjast þessu. Var á nýju Nike Free 3.0 skónum og voru þeir svakalega fínir á brettinu. Léttir og lágir og fékk ekkert í kálfana á að hlaupa í þeim.
Samtals 9,2km inni og svo hlaupið heim í miklum mótvindi og grenjandi rigningu. Þurfti varla að fara í sturtu eftir þessa dembu.
Tími: 1:14 og 16,3 km
Engin ummæli:
Skrifa ummæli