

Skemmtilegt svæði með fjölbreytilegum brekkum. Mikið af óruddum brautum og því skemmtilegt að skíða í þeim þegar snjóar eins og var þessa vikuna. Ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu sem var bara fínt, nægur snjór í brekkunum og snjóaði nokkuð oft þannig að færið var mjög gott, sem er höfuð atriðið.
Komum á laugardeginum um 5 leitið og þá var allt liðið frá Íslandi mætt í hyttuna (þessi vinstra megin á myndinni). Hyttan var alveg frábært og fór alveg ótrúlega vel um alla þá 15 sem gistu. Það helsta sem var hægt að kvarta yfir var að hún var í of brattri hlíð til að geta verið með börnin á snjóþotum eða skíðum. Restina af vikunni var svo skipst á að skíða, passa börn, snjóþotuferðir, eldamennsku og spila Trivial Pursuit.
Heimilislífið gekk mjög vel og var ansi fjölskrúðugt þegar öll börnin voru á fullu. Kári og Valdimar voru flottir saman þó svo að það hafi hellst uppá vináttuna einu sinni eða tvisvar. Svo var Guðrún flott með báðum frændum sínum, hvort sem hún var að leika við þá eða gera eitthvað annað.
Guðrún og Hera voru ótrúlega flottar á skíðunum sínum og duglegar að standa sjálfar á skíðum. Kári fékk svo að prufa skíðin hennar Heru og gekk mínum manni bara ótrúlega vel. Stóð í lappirnar og hafði gaman að renna niður barnabrekkuna. Kári fékk svo að fara nokkrar ferðir í alvöru brekkuna á bakinu á pabba sínum sem honum fannst mjög gaman.
Ekki var öll vikan tóm sæla því Anna ásamt tveimur öðrum lögðust í einhverja flensu pest. Þau misstu því út næstum þrjá daga, þó svo að þau öll hafi farið eitthvað út á skíði þessa daga. Kári var svo komin með gubbuna (eins og Guðrún frænka) þegar við vorum komin til baka og hefur átt mjög bágt síðan þá. Anna er ennþá veik og rétt í þessu bárust þær fréttir að ekki nóg með að hún sé búin að vera með hita, kvef og hósta þá bættist þessi umrædda gubbubest við allt saman, hressandi.
En samt gott að vera komin til baka úr skemmtilegri skíðaferð.