7.9.10

Vika 35

30.08.2010-05.09.2010.
Ætla að reyna að halda smá dagbók yfir hreyfingu í hverri viku hjá mér. Ég byrjaði að hlaupa aftur eftir smá hvíld eftir Reykjavíkur maraþonið. Tók þrjú hlaup og hjólaði tvisvar í vinnuna, ætla að reyna að vera duglegri við það.
Hlaup: 25,9 km og 2:03 klst
Hjól: 27 km og 1:17 klst.

Þetta á vonandi eftir að aukast eitthvað næstu vikurnar.

2.9.10

Fyrsti í hausti


Þá er september byrjaður og haustið gengið í garð, þó svo það sé nú ennþá hlýtt úti. Tók mína fyrstu æfingu eftir Reykjavíkurmaraþonið í gær. Ég hjólaði í vinnuna og tilbaka og svo fór ég eftir mat út að hlaupa. Hljóp 6,7 km á 30:32. Fór fyrst 2 km upphitun svo 3x1km með 400m rólegum kafla. Svo heim. Fínt hlaup og fann hvergi til í líkamanum. Gott að vera kominn aftur af stað og geta hlaupið algjörlega meiðslalaus, vonandi bæði orðinn góður í hásin og mjöðm.

Fínt að vera ekki að æfa fyrir neitt sérstakt en á reyndar eftir að ákveða hvað maður mun koma til með að leggja áherslu á í haust / vetur. Það mun líklegast spilast eitthvað af því hvað maður ætlar sér að gera næsta sumar í formi keppna. Mig langar reyndar að byrja aðeins að synda og kannski fara hjóla aðeins meira. Þá væri markmiðið að taka þátt í þríþraut. Væri kannski gaman að fara í Kópvogsþríþrautina næsta sumar. Hún er stutt og fínn vettvangur til að byrja á þríþraut. En fyrst þarf ég að læra skriðsund frá grunni, lélegri sundmaður finnst varla, eða ég vill allavega meina það.

Nú er bara að reyna að búa sér til einhverja æfingaáætlun og reyna að vera duglegur að æfa í vetur. Stefnan sett á 5-6 æfingar í viku og nú ætla ég að takmarka fótbolann verulega, virðist alltaf meiðast á einn eða annan hátt í þessu stórhættulega sporti.

26.8.10

Reykjavíkurmaraþon

Ég ansi þreyttur að koma í mark í mínu fyrsta maraþoni (hlaup.is 2010)
Vaknaði um kl. 6 og fékk mér eina beyglu og eitt stykki ristað brauð með sultu. Gerði mig svo til áður en að Óttar vaknaði. Var með hann þangað til ég lagði af stað niður í bæ kl. 7:30 og fékk mér einn banana á leiðinni. Nokkuð stress og tilhlökkun búinn að vera síðustu dagana fyrir hlaupið og því gott að koma ágætlega tímanlega á svæðið. Það var betra veður en ég hefði gert ráð fyrir þó svo að kalt hafi verið en sólin skein og því líklegt að það myndi hlýna fljótt.

Eftir smá upphitun og gott spjall við nokkra félaga þá var farið af stað kl. 8:40. Ég hafði staðsett mig frekar framarlega í þetta skiptið og flaut með fremst mönnum áleiðis. Sama hversu mikið ég ætlaði mér að taka því rólega í byrjun þá fauk það út í vindinn þegar hlaupið fór af stað. Ástandið var gott og maður áttaði sig kannski ekki nægilega vel á því að það var meiri hlutinn af fólkinu í kringum mann að fara hálft maraþon en ekki heilt. Fór fyrstu tvo km á 3:58 og 4:02 min/km sem er alltof hratt sérstaklega miðað við það að ég ætlaði að hlaupa á ca. 4:40 pace. Næstu ca. 13 km, að km 15, var ég ennþá alltof hraður og með of háan púls. Var að hlaupa á ca. 4:15-4:20 min/km og með meðalpúls í kringum 167-170. Eftir þetta reyndi ég að halda púlsinum fyrir neðan 165 og hægja aðeins á mér. Þetta var auðveldara eftir að leiðir skildu við hálf maraþon hlauparana.
Endaði með að hlaupa fyrstu 10 km á 42:40 mín. og hálft maraþon á 1:31:36 og var orðin smá þreyttur eftir hálft maraþon. Rúllaði næstu km ágætlega en þegar ég var að koma inn Fossvoginn eftir ca. 25 km þá fóru lærin að stífna. Næstu 15 km voru frekar óþægilegir og þá loksins fór ég að hlaupa á ca. 4:40 min/km eins og planið var upphaflega. Þessir km þurfti maður að nota þrjóskuna til að halda áfram og það var alveg frábært að hitta mömmu og pabba eftir ca. 31km, gaf manni kraft til að halda áfram.
Næsti þröskuldur var úti á Gróttu þegar maður hljóp þvert yfir nesið með norðan áttina beint í fangið. Þar var sömuleiðis gaman að hitta Hrefnu frænku sem var sjálfboðaliði á vatnsstöð.
Búinn með ca. 38 km og farinn að þreytast
Það var svo eftir 40 km þar sem mér fór að líða illa í hausnum og ákveð ég þá að reyna að vera skynsamur og labbi einhverja 50m til að reyna að jafna mig og ná áttum. Á þessum tímapunkti var ekki mikið eftir á tankinum og ég ekki með neitt eftir af orkugelum, sem betur fer var ein vatnsstöð eftir og fékk ég mér sá powerade til að ná kraftinum upp. Náði eftir þetta að halda áfram að hlaupa á ca. 5 í pace. Þegar maður kom svo inná Tryggvagötuna þá fór manni að líða betur andlega og náði að rúlla nokkuð þægilega inná Lækjargötuna. Frábært að koma í mark með allan fjöldann að hvetja mann áfram.


Ég endaði með að klára á 3:12:06 flögutíma og 3:12:10 í skottíma sem skilaði mér í 19 sæti. Það var ekkert eftir á tankinum þegar ég kom í mark en samt alveg frábært hlaup. Næst þarf maður bara að ná að taka góðan undirbúning þannig að hlaupið geti verið auðveldara. Alveg ótrúleg stemmning að hlaupa þetta hlaup og skemmtilegt að sjá allt mannlífið í kringum hlaupið.

 Var svo að skoða ársbestu maraþon tímana og þar er ég líka í 19 sæti.

19.8.10

2 dagar í RM

Í dag er fimmtudagur og Reykjavíkurmaraþon eftir tvo daga. Nú er smá stress farið að gera vart við sig.
Fór niður í Afreksvörur og keypti mér nýja sokka til að hlaupa í á laugardaginn og einnig nokkur orkugel til að taka á meðan hlaupinu stendur.

Nú er maður bara að taka því rólega og skoða hlaupaleiðina, spá í því hvað maður eigi að borða og hvernig maður á að haga hlaupinu. Einnig má maður ekki gleyma að búa til playlista. Kemur líklegast að því bráðlega (einhvertímann) að maður hætti því að hlaupa með ipod í keppnum. Sumir líta á að það sé einhverskonar hjálpartæki sem ekki eiga að nota. Aðrir vilja meina að fólk hlaupi hægar með þá því þá ná það ekki að halda rétta tempói. Gæti nú alveg hallast að seinni kenningunni.

Fyrst að æfingar hafa ekki verið miklar í sumar miðað við að maður sé að fara hlaupa sitt fyrsta maraþon þá ætla ég að reyna að halda hraðanum í lágmarki.
Hérna er tafla með tempóinu sem ég ætla að reyna að vera á:

Pace: 5 10 21,1 42,2
[min/km] km km km km
04:15 21:15 42:30 1:29:41 2:59:21
04:20 21:40 43:20 1:31:26 3:02:52
04:25 22:05 44:10 1:33:12 3:06:23
04:30 22:30 45:00 1:34:57 3:09:54
04:35 22:55 45:50 1:36:42 3:13:25
04:40 23:20 46:40 1:38:28 3:16:56
04:45 23:45 47:30 1:40:13 3:20:27
04:50 24:10 48:20 1:41:59 3:23:58
04:55 24:35 49:10 1:43:44 3:27:29
05:00 25:00 50:00 1:45:30 3:31:00

Fyrsti dálkurinn er hvað maður er margar mínútur með km og svo hvernig þú myndir klára 5km, 10km, 21,1km og svo heilt maraþon. Mig langar að klára undir 3 klst en held að það sé engan vegin raunhægt miðað við undirbúning.
Stefni því á að byrja að hlaupa á um 4:30-4:40 tempói og sjá hvert það skilar mér. Maður gæti þurft að detta niður í 5:00 tempó og svo gætir maður átt næga orku til að fara aðeins hraðar. En þegar undirbúningurinn hefur verið svona á markviss þá er betra að hafa varan á og klára heldur en að keyra of hratt og lenda í krampa og álíka leiðinlegu í lokin.
Niðurstaða:
Allt undir 3:30 klst er ég sáttur með og allt undir 3:15 væri ég mjög ánægður með.

18.8.10

Inception (2010)

Fór að sjá Inception í gær. En Christopher Nolan leikstýrir og er með Leonardo DiCaprio, Joseph Gordon-Levitt og Ellen Page í aðalhlutverkum. Búinn að bíða spenntur eftir því að sjá þessa mynd enda hafa fyrri myndir Nolan verið mjög góðar. Inception er alveg frábær mynd í allastaði, vel leikin og flott leikstjórn. Flóknu efni komið vel til skila. Myndin fer hægt af stað en mögnuð spenna í lokin.
Inception fær 9 af 10 í einkunn.

17.8.10

Helgin, vika í RM

Helgin var góð. Við fjölskyldan fórum á föstudaginn til Stykkishólms. Ég náði þar 5 km hlaupi um bæinn, nokkuð rólegu. Var svangur og því gott að detta beint í hamborgara þegar ég kom inn úr rigningunni.

Á laugardaginn var svo tekið rólegt 16 km hlaup. Hljóp fyrst í bænum og svo út úr bænum og tilbaka. Logn og rigning, frábært hlaupaveður. Alltaf gaman að hlaupa á nýjum stöðum. Leið vel í hlaupinu en fann í lokin aðeins fyrir löppinni. Gaman að sjá hvað margir voru að hlaupa í bænum. Mætti þremur hlaupurum á leiðinni inn í bæinn aftur. Greinilega fleiri að undirbúa sig fyrir RM.

Nú tekur við hvíld fyrir Reykjavíkurmaraþonið, mitt fyrsta maraþon. Hægt að styrkja mig hér:
http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=1049
Undirbúningur hefur nú ekki verið sá besti. Í vetur var ég að undirbúa mig fyrir Laugavegshlaupið sem endaði með því að ég fór til Grænlands ca. einum og hálfum mánuði fyrir hlaup og var þar í 4 vikur. Koma svo heim 3 vikum fyrir Laugaveginn og þá var of stutt til að fara gera einhverja hluti í æfingum. Náði samt aðeins að hlaupa þá.
Eftir Laugaveginn tók ég svo ca. tvær vikur í frí og byrjaði að hlaupa aftur og hef náð um þremur vikum í undirbúning. En vonandi er grunnþolið gott og það fleyti mér í gegnum þetta maraþon á skikkanlegum tíma.

12.8.10

Ný byrjun?

Eitthvað að spá hvort maður ætti að byrja aftur...skrifa um daginn og lífið, hlaup og kannski kvikmyndir og tónlist, þá aðalega hlaup, kvikmyndir og tónlist.

Er núna að undirbúa mig undir Reykjavíkur maraþonið. Var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í þetta yfir höfuð svona stuttu eftir Laugaveginn en ákvað að láta slag standa og drífa mig.

Hljóp í hádeginu úr vinnunni niður út á Sæbraut þaðan niður í bæ og Lækjargötuna yfir á Hringbrautina, þaðan upp að Perlunni og svo tilbaka niður í Bootcamp með smá flækju til að ná 10km.
Er nokkuð sáttur við að vera skána í mjöðminni.

12.1.10

Bestu plöturnar 2009

Hérna koma bestu plötur ársins að mínu mati. Frekar slappt ár að mínu mati, bæði erlendis og á Íslandi.

Auðvitað eru alltaf einhverjar plötur sem maður missir af og uppgötvar ári og seint og er ég meðal annars búinn að vera hlusta á nokkrar þeirra sem voru á öðrum árslistum.

Topp 10 plötur ársins 2009 erlendis
1. Arctic Monkeys - Humbug
2. Tegan and Sara - Sainthood
3. White Lies - To Lose My Life.
4. Muse - The Resistance
5. Florence + The Machine - Lungs
6. Pearl Jam - Backspacer
7. Phoenix - Wolfgang Amadeus Phoenix
8. Monsters of Folk - Monsters of Folk
9. Lily Allen - It's Not Me, It's You
10. The xx - xx

Topp 10 plötur ársins 2009 á Íslandi
1. Dikta - Get it Together
2. Hjaltalín - Terminal
3. Ourlives - We Lost The Race
4. Hjálmar - IV
5. Hafdís Huld - Synchronised Swimmers
6. Lights On The Highway - Amanita Muscaria
7. Bloodgroup - Dry Land
8. Eberg - Antidote
9. Ingó og Veðurguðirnir - Góðar stundir
10. Egó - 6. október

8.1.10

Tónlistinn 2009

Það hefur verið hefð hjá mér undanfarin ár að taka saman lista yfir bestu tónlistina og plöturnar sem hafa komið út á árinu. Árið í fyrra (2009) er engin undantekning.

Hérna eru íslenski og erlendi listinn minn yfir bestu lög ársins 2009. Eitt lag af hverri plötu til að hafa þetta fjölbreyttara.

Bestu íslensku lög ársins 2008 eru að mínu mati:

1. Dikta - Hotel Feelings
2. Hjaltalín - Stay by You
3. Bloodgroup - My Arms
4. Ourlives - We Lost The Race
5. Hjálmar - Heyrist hverjum
6. Cliff Clavin - Midnight Gataways
7. Hafdís Huld - Synchronised Swimmers
8. GusGus - Add This Song
9. Lára - Surprise
10. Feldberg - Dreamin'
11. Ingó og Veðurguðirnir - Gestalistinn
12. Cosmic Call - Lightbulbs
13. Bróðir Svartúlfs - Fyrirmyndar veruleika flóttamaður
14. Leaves - Aeronaut
15. Lights On the Highway - A Little Bit of Everything
16. Biggibix - Oh My, Oh My
17. Ljótu hálfvitarnir - Lukkutroll
18. Egó - Engill ræður för
19. Eberg - One Step At The Time
20. Egill S - Crazy Like a Bee
Niðurstaða: Ekki gott tónlistarár.

Bestu erlendu lög ársins að mínu mati:
1. Gossip - Heavy Cross
2. Bat for Lashes - Daniel
3. White Lies - Death
4. Arctic Monkeys - Crying Lightning
5. Florence + The Machine - Rabbit Heart (Raise It Up)
6. Edward Sharpe & The Magnetic Zeros - Home
7. Charlie Winston - Like A Hobo
8. Tegan and Sara - Hell
9. Pearl Jam - Just Breathe
10. Animal Collective - My Girls
11. Muse - Uprising
12. La Roux - Bulletproof
13. Bon Iver - Blood Bank
14. Phoenix - 1901
15. Yeah Yeah Yeahs - Heads Will Roll
16. The Dead Weather - Treat Me Like Your Mother
17. Lily Allen - The Fear
18. Green Day - 21 Guns
19. The Panics - Don't Fight It
20. Hockey - Too Fake
21. Monsters of Folk - Ahead of the Curve
22. Kasabian - Where Did All The Love Go?
23. Placebo - The Never-Ending Why
24. Editors - Papillon
25. Girls - Lust for Life
26. A.C. Newman - The Palace at 4 A.M.
27. Andrew Bird - Fitz and the Dizzyspells
28. Bruce Springsteen - Wrestler
29. Handsome Furs - I'm Confused
30. Flight of the Conchords - Hurt Feelings
31. Coldplay - Life In Technicolor II
32. Them Crooked Vultures - Mind Eraser, No Chaser
33. Wilco - You and I (feat. Feist)
34. Peter Bjorn and John - Lay it Down
35. Foo Fighters - Wheels
36. Patrick Wolf - Hard Times
37. Julian Casablancas - 11th Dimension
38. Conor Oberst & the Mystic Valley Band - To all the Lights in the Windows
39. KiD Cudi - Up, Up, And Away (The Wake And Bake Song)
40. The Cribs - Cheat On Me
41. Weezer - (If You're Wondering If I Want You To) I Want You To
42. The Black Eyed Peas - I Gotta Feeling
43. Metric - Help I'm Alive
44. Coconut Records - Microphone
45. Arcade Fire - Lenin
46. El Perro Del Mar - Gotta Get Smart
47. Kings of Convenience - Mrs. Cold
48. Franz Ferdinand - Ulysses
49. Robbie Williams - Bodies
50. Starsailor - Tell Me It's Not Over
Niðurstaða: Tvö efstu sætin "one hit wonders", sæmilegt tónlistarár.

23.3.09

Topp 5 plötur

Á Facebook hefur verið að ganga listi þar sem fólk velur topp 5 plötur. Ég fór í smá rannsóknarvinnu og komast að þessari niðurstöðu. Vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma einhverju stórvirki, kannski ekki 100% rétt en þessar plötur eiga allar fyllilega skilið að vera inná topp 5 listanum mínum. Í röð eftir ártali:

Pixies - (1989) Doolittle


Snoop Dogg - (1993) Doggystyle



The Prodigy - (1995) Music for the Jilted Generation



Weezer - (1996) Pinkerton



Bright Eyes - (2005) I'm Wide Awake, It's Morning


28.2.09

Eitthvað leiðinlegt leynist í þokunni

Ég varð þeirri ólukku aðnjótandi að horfa á The Mist í gærkvöldi. Þvílík ömurleg heit hef ég ekki augum litið í langan tíma. Samband sonarins og pabbans var mjög ansalega skrifað og mjög mótsagnakennt sem og öll myndin eiginlega. Spólaði í gegnum endann á myndinni því samkvæmt venju verð ég nú að klára myndirnar sem ég byrja að horfa á.
The Mist fær 2 stjörnur hjá mér.

En vildi nú bara vara fólk við þessari leiðinlegu mynd, ég asnaðist að horfa á hana vegna þess að mér fannst sýnishornið úr henni nokkuð áhugavert.

Þá horfði ég einnig á The Happening sem er nýjasta mynd M. Night Shyamalan (Sixth Sense). Ekki er hún góð en mun betri en þessi leiðindi sem The Mist var. M Night hefur ekki beint verið að heilla mig undan farin ár, það eru um 9 ár frá því að hann gerði síðast góða mynd en það var Unbreakable.
The Happening fær 5 stjörnur hjá mér.

25.2.09

Bagnsímon

Kári var eitthvað skrýtinn í morgun. Þegar hann vaknaði byrjaði hann allur að gulna og breytast í bangsa. Ég vona að þetta lagist sem fyrst. Þá tók ég mynd af honum þegar hann var kominn á leikskólann.

23.2.09

Mínar myndir

Undanfarið hafa nokkrar aldeilis fínar myndir rennt í gegnum flakkarann. Ég hef núna í ca. eitt og hálft ár verið duglegur að skrá hvaða myndir ég hef horft á og gefið einkunn á imdb.com. Ég veit ekki afhverju en persónulega finnst mér mjög gaman að hafa svona lagað skráð einhverstaðar til að geta flett því upp eftirá, svona er innra nördið í mér eða bara nördið ég.
Núna er ég svo búinn að setja svona "forrit" inná Facebook síðuna mína sem sýnir hvaða myndir ég er búinn að horfa á, voða sniðugt allt saman.

Um helgina sá ég bæði The Curious Case of Benjamin Button og The Wrestler, báðar mjög góðar en mér fannst The Wrestler ívið betri og frábærlega leikin bæði af Mickey Rourke og Marisa Tomei. Algjör skandall að Rourke hafi ekki fengið Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki. En hérna eru þær myndir sem ég hef séð nýlega.

The Curious Case of Benjamin Button (2008) 8
The Wrestler (2008) 9
Seven Pounds (2008) 8
Slumdog Millionaire (2008) 9
Zack and Miri Make a Porno (2008) 8
Deception (2008/I) 7
Kung Fu Panda (2008) 7
The Air I Breathe (2007) 7
Babylon A.D. (2008) 5
Taken (2008/I) 8
Madagascar: Escape 2 Africa (2008) 7

30.1.09

Plötur ársins 2008

Svona fyrst maður er alveg hættur að blogga um daginn og veginn verður maður að hafa eitthvað til að blogga um, og hvað er betra en tónlist?

Hérna eru plötur ársins að mínu mati.

Erlendar plötur ársins 2008:
1. Kings of Leon - Only By the Night
2. Frightened Rabbit - The Midnight Organ Fight
3. MGMT - Oracular Spectacular
4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
5. The Last Shadow Puppets - The Age Of The Understatement

Aðrar plötur sem voru mjög góðar, í engri sérstakri röð:
Conor Oberst - Conor Oberst
Okkervil River - The Stand Ins
Coldplay - Viva la Vida or Death and All His Friends
Duffy - Rockferry
Vampire Weekend - Vampire Weekend
Lykke Li - Youth Novels
The Ting Tings - We Started Nothing

Íslenskar plötur ársins 2008:
1. FM Belfast - How To Make Friends
2. Emiliana Torrini - Me and Armini
3. Lay Low - Farewell Good Night's Sleep
4. Retro Stefson - Montana
5. Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust

Aðrar plötur sem voru mjög góðar, í engri sérstakri röð:
Dísa - Dísa
Mammút - Karkari
Motion Boys - Hang On
Múgsefjun - Skiptar skoðanir
Jeff Who? - Jeff Who?
Sprengjuhöllin - Bestu kveðjur

2.1.09

Tónlistinn 2008

Eitt sem mér finnst alltaf gaman við áramót er að þá koma út alls konar listar út um árið sem var að líða, tónlist, kvikmyndir, bækur, atburðir. Ég reyni að halda utan um sumt af þessu og sjá hvort maður hefur misst af einhverju góðu. Janúar fer svo oft í það að reyna að skoða þessa gullmola sem maður hefur misst af.

En hérna er tónlistin sem ég hef tekið saman fyrir árið 2008. Byrja á bestu lögum ársins 2008 og skipti þeim upp í íslensk og erlend, er bara með eittlag á hverri plötu til að hafa þetta aðeins fjölbreytilegra. Íslensk tónlist alveg hreint frábær á árinu og ef þessir listar væru sameinaðir stæðu örugglega fleiri íslensk lög á topp tíu heldur en erlend.

Nenni ekki að setja mp3 skrár eða myndbönd, ef fólk vill hlusta á lögin þá bendi ég þeim á að fletta þeim upp á youtube.

Bestu íslensku lög ársins 2008 eru að mínu mati:
1. Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér
2. FM Belfast - Underwear
3. Lay Low - By and By
4. Emiliana Torrini - Jungle Drum
5. Dr. Spock - Fálkinn
6. Retro Stefson - Senseni
7. Mammút - Svefnsýkt
8. Jeff Who? - Last Chance to Dance
9. Dísa - Temptation
10. Motion Boys - Waiting to Happern
11. KK - Kærleikur og tími
12. Dikta - Just Getting Started
13. Ragnheiður Gröndal - Bella
14. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur
15. Sprengjuhöllin - Sumar í Múla
16. Poetrix - Vegurinn til glötunar (ft. Bubbi Morthens)
17. Múgsefjun - Dag eftir dag
18. Nýdönsk - Alla tíð
19. Bang Gang - I Know You Sleep
20. Ingi - You Little Fruitcake
21. Skakkamanage - Like You Did
22. Merzedes Club - Meira frelsi
23. Eberg - Niðurlönd
24. Sin Fang Bous - Catch the Light
25. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Lady Fish and Chips
26. Esja - Till The End
27. Sigríður Thorlacius - Gilligill
28. Steini - Girls Are All the Same
29. Ragnheiður Gröndal & Mugison - Stolin stef
30. Baggalútur - Stúlkurnar á Internetinu

Bestu erlendu lög ársins að mínu mati:
1. MGMT - Kids
2. Kings of Leon - Use Somebody
3. Coldplay - Viva La Vida
4. Lykke Li - I'm Good, I'm Gone (Black Kids Remix)
5. Conor Oberst - Milk Thistle
6. The Ting Tings - That's Not My Name
7. The Killers - Human
8. The Last Shadow Puppets - Standing Next To Me
9. Vampire Weekend - A-Punk
10. Tapes 'n Tapes - Hang Them All
11. Glasvegas - Daddy's Gone
12. Black Kids - I'm Not Gonna Teach Your Boyfriend How To Dance With You
13. Okkervil River - Lost Coastlines
14. Nada Surf - See These Bones
15. Lisa Mitchell - Neopolitan Dreams
16. Frightened Rabbit - The Twist
17. Duffy - Stepping Stone
18. Wolf Parade - Language City
19. Weezer - Pork and Beans
20. The Verve - Love Is Noise
21. The Moldy Peaches - Anyone Else But You
22. Mates of State - Get Better
23. Adele - Hometown Glory
24. The Kooks - See the Sun (Alternate Version)
25. Teitur - Catherine The Waitress
26. The Grand Archives - Torn Blue Foam Couch
27. Keane - The Lovers Are Losing
28. Madonna - 4 Minutes [Ft. Justin Timberlake and Timbaland]
29. Kanye West - Love Lockdown
30. Katy Perry - I Kissed A Girl