
Ekki mikið að frétta héðan úr Þrándheimi þessa dagana. Ég er á fullu að vinna í meistaraverkefninu mínu. Sit heima alla daga og skrifa og vinn í "forritinu" sem ég er að búa til. Maður er ekkert sá allra fljótasti að skrifa norskuna en þetta gengur alveg. Leiðbeinandinn minn var allavega ánægður með forritið þegar ég talaði við hann seinast en auðvitað þarf maður alltaf að gera einhverjar breytingar og bæta við, held að maður geti verið að dúlla sér í þessu endalaust.
Anna er búinn að vera mikið í vinnunni undanfarið, búin að vinna seinustu tvær helgar og einnig á frídaginn 1. maí. Hún var að vinna um þar seinustu helgi og svo einnig um helgina til að vinna sér inn tvo auka frídaga þegar Kiddi, Laufey og Hrefna Rán koma í heimsókn.
Sem sagt ég og Kári að dúlla okkur saman um helgar og svo er Anna dugleg að vera með hann þegar hann er búinn á leikskólanum svo maður geti lært aðeins lengur.
En að máli málanna. Kiddi, Laufey og Hrefna Rán eru að koma í heimsókn til okkar og ætla að vera frá þriðjudegi til sunnudags. Anna er í þessum töluðu orðum að ná í þau út á flugvöll og ég var að enda við að gera allt fínt í HK-30. Það er stundum gott að vera í lítilli íbúð, þá er maður ansi fljótur að þrífa hana.
Þannig að það eru skemmtilegir dagar framundan hjá okkur og býst ég ekki við að láta mikið í mér heyra á þessum vettvangi þangað til þau fljúga heim.

Eitt í viðbót. Eins og sést á myndunum sem fylgja þessari færslu þá voru foreldrarnir komnir með leið á stjórnlausa hárinu á drengnum. Í gærkvöldi var því rakvélin tekin fram og rennt yfir hárið og erum við bara mjög ánægð með útkomuna.
Vonum Kára vegna að skipt í miðju tískan komu ekki aftur svo hann þurfi nú ekki að ganga í gegnum það vandræða tímabil eins og pabbi hans.