7.11.07

Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar

Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar? Getur maður sagt eitthvað annað eftir gærkvöldið, en ég vil samt ræða þetta eitthvað frekar!

Ekki nóg með það að Liverpool vann Baskitas 8-0 í Meistaradeildinni sem ku vera nýtt með, heldur tók Rosenborg sig til og vann Valencia 0-2 á útivelli. Alveg magnað og get maður varla hugsað sér betra fótboltakvöld. Horfði mest á Liverpool leikinn en var aðeins að flakka á milli stöðva til að sjá hvort að Rosenborg myndi halda þetta út. Það fyndna við þetta er að bæði lið hefðu getað unnið mun stærri sigra.

Við sjáum myndband...

Aðeins af Liverpool. Það vita allir að Liverpool hefur ekki verið að spila eins vel og þeir geta undanfarið og hafa ákveðnir aðilar (hóst***andfótbolti.net***) farið þar mikið og verið með mikla sleggjudóma varðandi Liverpool og einnig einblínt á Crouch sem andfótboltalið og mann. Ekki var Man utd mikið gagnrýnt í byrjun tímabils þegar þeir virtust ekki kunna að skora mörk en þegar Liverpool er í lægð þá er sko gaman að gagnrýna.

En í gær sýndu Liverpool sitt rétta andlit og með Crouch fremstan í flokki spilaði frábæra sóknar knattspyrnu og uppskáru 8 mörk að launum. Ekki slæmt það.

Nú er bara að vona að Benitez sjái aðeins að sér og leyfi Crouch að fá smá tækifæri í byrjunarliðinu og setji Kuyt á bekkinn eða út úr hóp. Þá vil ég einnig sjá Aurelio og Arbeloa fá tækifæri í bakvörðunum á kostnað Finnan og Riise sem hafa vægast sagt verið slakir þetta tímabilið. Benayoun klárlega maður þessa leiks og vonandi fær hann einnig fleiri tækifæri.
Svo koma Torres og Agger bráðum til baka og þá verður Liverpool vonandi óstöðvandi. Ég vona það allavega, það er svo gott fyrir sálina þegar liðið manns gengur vel.

Jæja nóg af fótbolta í bili.

Engin ummæli: