Þá er ein leiðinlegasta helgi í mjög langan tíma lokið. Eins og ég sagði frá á föstudaginn var Kári veikur á aðfaranótt föstudags og ég og Anna vorum eitthvað óviss hvort við fengjum pestina eða myndum sleppa.
Anna eyddi aðfaranótt laugardags með haustinn ofaní klósettinu og svo rúmliggjandi daginn eftir á meðan ég tók sama pakka degi seinni, eða aðfaranótt sunnudags og svo rúmliggjandi á sunnudeginum. Sem sagt mikið fjör á þessum bæ um helgina.
Erum bæði heima í dag ennþá frekar skrýtin í maganum en samt þúsund sinnum skárri en maður var um helgina.
Liverpool hefði samt náð að toppa helgina ef þeir hefðu ekki náð að vinna Fulham á laugardaginn. Var 0-0 þangað til á 81. mín þegar Torres setti hann eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Loksins kominn alvöru "klárari" í þetta lið. Nú er bara leiðin uppávið hjá Liverpool.
Mikið ósköp geta samt þessi landsleikja hlé alltaf komið á leiðinlegum tíma.
En jæja ætla að halda áfram að læra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli