Þá er ég búinn að setja inn fjöldann allan af myndum á Picasa síðuna mína. Á reyndar eftir að setja myndir frá því í maí inn og á eftir að klára myndir frá júní. En júlí, ágúst og sept er komið inn.
Þetta tekur ógeðslega langan tíma að flokka allar myndirnar, endurskíra þær eftir dagsetningu, gefa þeim stjörnur, tag-a þær og skrifa við þær en ég held að þetta muni borga sig þegar fram líða stundir og maður vill leita af einhverri ákveðinni mynd í öllu safninu. Ég skrifa kannski smá leiðbeiningar einn daginn til að hjálpa fólki að koma smá skipulagi á ljósmyndasafnið sitt.
En hérna er hægt að sjá myndirnar:
http://picasaweb.google.com/orvars
28.11.08
25.11.08
Stifataflan
Smá áminning fyrir þá sem eru að missa sig yfir gengi Liverpool þessa dagana. Í fyrra var tímabilið (í deildinni) búið í lok desembers eftir nokkra slæma leiki. 2 desember það ár var Liverpool með 30 stig eftir 14 leiki. Sjá töflu.

Núna hins vegar eru allir að tala um að þetta ár getur verið árið sem Liverpool vinnur deildina en liðið er aðeins með 3 stigum meira en í fyrra (eða 33 stig) eftir sama fjölda leikja og miklu færri mörk skoruð.
Það má einnig benda á það að Arsenal liðið var með 36 stig eftir 14 leiki í fyrra en endaði samt í 3 sæti í deildinni. En það er í sjálfu sér ekkert leiðinlegt að sjá Arsneal með 13 stigum minna í ár en á sama tíma í fyrra.
Þannig að ég held mig við mína skoðun að bíða allavega fram yfir áramót áður en ég ætla að láta mig dreyma um meistaratitil á Anfield.

Núna hins vegar eru allir að tala um að þetta ár getur verið árið sem Liverpool vinnur deildina en liðið er aðeins með 3 stigum meira en í fyrra (eða 33 stig) eftir sama fjölda leikja og miklu færri mörk skoruð.

Þannig að ég held mig við mína skoðun að bíða allavega fram yfir áramót áður en ég ætla að láta mig dreyma um meistaratitil á Anfield.
Merki:
Fótbolti
Afmælisbarn dagsins
Hún elsku Anna mín er 26 ára í dag og vildi ég að sjálfsögðu óska henni til hamingju með afmælið.
Það var haldinn afmælisveisla í tilefni dagsins í gær í H23 þar sem plássið ræður ríkjum. Frúin bauð uppá dýrindis tælenska fiski súpu með uppáhalds nanbrauðinu mínu. Algjört lostæti sem gott veður að fá aftur í kvöld.

24.11.08
Hár
Hárið var klippt í gær eða snoðað í burtu. Verð alveg hryllilegur þegar ég er komin með smá lubba því í fyrsta lagi er hárið mjög erfitt meðhöndlunar og svo í örðu lagi nenni ég engan veginn að hirða það nógu vel. Því er þetta besta lausnin fyrir alla. Svo heldur Anna að ég sé að verða sköllóttur þannig að það er um að gerast að venjast þessu ;)
Annars er einn galli við þetta sem ég fattaði ekki fyrr en ég var kominn út í morgun. Nú þarf maður að fara vera með húfu undir hjálminum á leið til vinnu, því einangrunin á hausnum er ekki eins góð með 6 mm hár.
Þá var Kári alveg æstur í að ég myndi klippa hárið hans líka, þegar hann vaknaði og svo klippinguna hjá pabba sínum. Spurning hvað langaafi hans myndi segja um það.
Sá merkilegi atburður átti sér stað um helgina að ég fór í Kringluna í fyrsta skipti í rúm tvö ár (fyrir utan eitt stutt bankastopp 2007). Svo var farið í fjölskylduferð í Smáralindina og kíkja á jólaföt á drenginn. Þessi mynd var tekin af bestu vinunum Kára og Mikka mús við það tækifæri.
Það má svona benda þeim sem kíkja hér við að ég er búinn að setja inn fleiri myndir inná myndaalbúmið. Koma svo fleiri albúm / mánuðir í vikunni.
Hérna eru myndasíðan:
http://picasaweb.google.com/orvars
Annars er einn galli við þetta sem ég fattaði ekki fyrr en ég var kominn út í morgun. Nú þarf maður að fara vera með húfu undir hjálminum á leið til vinnu, því einangrunin á hausnum er ekki eins góð með 6 mm hár.
Þá var Kári alveg æstur í að ég myndi klippa hárið hans líka, þegar hann vaknaði og svo klippinguna hjá pabba sínum. Spurning hvað langaafi hans myndi segja um það.

Það má svona benda þeim sem kíkja hér við að ég er búinn að setja inn fleiri myndir inná myndaalbúmið. Koma svo fleiri albúm / mánuðir í vikunni.
Hérna eru myndasíðan:
http://picasaweb.google.com/orvars
31.10.08
29.10.08
Myndbönd með Kára
Allur að koma til í að henda dóti á netið. Núna er það Kári.
Í gær fórum við feðgarnir á sleða eftir leikskólann. Litla manninum fannst það ekkert smá gaman og var farinn að kalla "meira, meira" áður en við vorum stopp. Hérna erum við að labba upp brekkuna. Stutt og gott myndband.
Kári fótbolta snillingur í íþróttaskólanum á laugardaginn. Var búinn að rekja boltann um allt hús og auðvitað klikkaði þetta þegar maður tekur myndband.
Þriðja og síðasta myndbandið er af Kára þegar hann var nýbúinn að fá "nýja" rúmið sitt.
Í gær fórum við feðgarnir á sleða eftir leikskólann. Litla manninum fannst það ekkert smá gaman og var farinn að kalla "meira, meira" áður en við vorum stopp. Hérna erum við að labba upp brekkuna. Stutt og gott myndband.
Kári fótbolta snillingur í íþróttaskólanum á laugardaginn. Var búinn að rekja boltann um allt hús og auðvitað klikkaði þetta þegar maður tekur myndband.
Þriðja og síðasta myndbandið er af Kára þegar hann var nýbúinn að fá "nýja" rúmið sitt.
26.10.08
Kára fréttir
Þá ansi fínni og rólegri helgi að ljúka. Anna var/er að vinna um helgina þannig að við feðgarnir erum búnir að dunda okkur saman sem var kærkomið eftir köben ferðina.
Nú verður vikunni/helginni lýst í myndum.
Kári í nýja rúmminu sínu sem hann fékk í vikunni. Það var alveg hoppað og skoppað af ánægu með að fá nýtt stórt rúm. Tók alla bangsana sína og raðaði þeim ekkert smá flott upp í rúmminu og var alveg að missa sig honum hlakkaði svo til að fara sofa. Það endaði svo þannig að minn maður svaf í svona ca. 20% af rúmminu þvert á það, eins og myndin sýnir. Annars hefur þetta gengið mjög vel að skipta úr rimla rúmmi yfir í venjulegt. Kári hefur ekkert kvartað og aldrei tekið röltið fram eftir að hann fer að sofa. Vona að ég sé ekki að jinx að þetta núna...
Það var farið í íþróttaskóla BREIÐABLIKS á laugardaginn þar sem Kári skemmti sér mjög vel. Heimilsfaðirinn ekkert smá ángæður að drengurinn er byrjaður í Breiðabliki aðeins rétt rúmlega tveggja ára :).
Í gærdag var svo tekin sú merka ákvörðun að senda drenginn í klippingu og var það bara gamla góða heimilisvélin notuð. Kári sat sallarólegur og horfði á sjónvarið á meðan fögru lokkarnir voru klipptir af. Þannig að nú þarf maður ekki að berjast við drenginn að greiða honum á morgnanna í smá tíma. Ég vorkenni honum bara þegar skipt í miðju tískan kemur aftur...
Ég og Kári fórum í heimsókn til Guðrúnar frænku í morgun upp í snjóríkið við Elliðarvatn. Það var mikið fjör hjá þeim frændsystkinum á Stiga sleðanum hennar Guðrúnar og skiptust við bræðurnir að vera toglyftan.
Fjörið tók svo snöggan endi þegar Kári rallýökumaður tók góða vinkilbeygju úr leið og andaði með því að frændsystkinin skutust af sleðanum beint ofan í snjóskafl eftir að hafa klesst á stóran stein. Sem betur fer fór allt vel þó svo að börnum og feðrum hafi verið smá brugðið. En ætli þessu svaðilför dæmist ekki á mig og svo vil ég nú kenna 2 ára barninu mínu smá um :)
Er svo búinn að klóra mig í gegnum það að merkja og skrifa við allar myndirnar frá Köben. Þær eru hérna:
http://picasaweb.google.com/orvars/2008KBen02#
Nú verður vikunni/helginni lýst í myndum.


Fjörið tók svo snöggan endi þegar Kári rallýökumaður tók góða vinkilbeygju úr leið og andaði með því að frændsystkinin skutust af sleðanum beint ofan í snjóskafl eftir að hafa klesst á stóran stein. Sem betur fer fór allt vel þó svo að börnum og feðrum hafi verið smá brugðið. En ætli þessu svaðilför dæmist ekki á mig og svo vil ég nú kenna 2 ára barninu mínu smá um :)
Er svo búinn að klóra mig í gegnum það að merkja og skrifa við allar myndirnar frá Köben. Þær eru hérna:
http://picasaweb.google.com/orvars/2008KBen02#
Merki:
Daglegt,
Kári,
Ljósmyndir
23.10.08
Note to Myself
Ekki reyna að beygja þegar þú ert að hjóla niður bratta brekku í snjó og slabbi, það er vont að detta á hjólinu.
Eins gott og gaman það yfirleitt er að hjóla í og úr vinnunni þá flokkast þessi morgun ásamt mánudeginum með þeim leiðinlegri. Slydda og snjór er ekki vinur hjólreiðamannsins.
Eins gott og gaman það yfirleitt er að hjóla í og úr vinnunni þá flokkast þessi morgun ásamt mánudeginum með þeim leiðinlegri. Slydda og snjór er ekki vinur hjólreiðamannsins.
20.10.08
Kominn hjem fra Köben
Þá er maður kominn heim frá Köben. Frábær ferð og mitt fyrsta skipti í þessari merku borg. Það var farið í gönguferð með leiðsögn um miðborgina, Hr. Carlsberg var heimsóttur, labbað um á Strikinu, göngutúr um konungshöllina og nærsvæði, árshátíð, sigling um Kaupmannahöfn og loks Tívolíð.
Það eina sem var keypt var bjór og matur og það kostaði líka sitt (þó svo að það var verslað aðeins á Kára). Maður reyndi að hugsa sem minnst um hversu dýrt allt var og einbeita sér að því að skemmta sér. Það tókst og allir komu heim þreyttir, fátækir og ánægðir.
Nú þarf ég að taka mig á og reyna að koma myndum á netið bráðlega.
Annars vildi ég nota tækifærið og auglýsa nýtt gsm númer á þessum bænum: Kominn með 665 6217.
Það eina sem var keypt var bjór og matur og það kostaði líka sitt (þó svo að það var verslað aðeins á Kára). Maður reyndi að hugsa sem minnst um hversu dýrt allt var og einbeita sér að því að skemmta sér. Það tókst og allir komu heim þreyttir, fátækir og ánægðir.
Nú þarf ég að taka mig á og reyna að koma myndum á netið bráðlega.
Annars vildi ég nota tækifærið og auglýsa nýtt gsm númer á þessum bænum: Kominn með 665 6217.
Merki:
Ferðalög
12.9.08
Conor Oberst
Svona fyrst það er kominn föstudagur og maður er kominn í blogg gírinn aftur þá er um að gera að henda inn einu eðalstuffi. Conor Oberst er algjört snilldar tónlistarsení og er maðurinn / strákurinn á bakvið Bright Eyes, sem ég er mjög hrifinn af og hef sett nokkur myndbönd með honum hingað. Hann er búinn að gefa út einhverjar 20 plötur þrátt fyrir vera algjört ungbarn eða 28 ára.
Í haust gaf hann út sóló plötu undir sínu eigin nafni eða einfaldlega Conor Oberst. Snilldar plata sem ég hvet alla til að athuga.
Hérna er eitt lag af plötunni sem heitir Souled Out!!!:
Hérna er svo eitt af bestu lögum á plötunni á mp3:
Conor Oberst - Milk Thistle
Verði ykkur af góðu og góða helgi
Í haust gaf hann út sóló plötu undir sínu eigin nafni eða einfaldlega Conor Oberst. Snilldar plata sem ég hvet alla til að athuga.
Hérna er eitt lag af plötunni sem heitir Souled Out!!!:
Hérna er svo eitt af bestu lögum á plötunni á mp3:
Conor Oberst - Milk Thistle
Verði ykkur af góðu og góða helgi
Merki:
Tónlist
11.9.08
Ísland - Skotland

Þrennt sem ég einfaldlega þoli ekki að sjá hjá atvinnumönnum í knattspyrnu sem ég tók eftir í leiknum.
1: Taka horn. Er svona erfitt að koma með boltann ca. fyrir fram markteiginn? Þoli ekki að sjá boltann svífa yfir allt og alla bara til að fara útaf hinum megin á vellinum.
2: Fyrirgjafir. Svipað og með hornspyrnurnar nema að boltinn er kannski á hreyfinu. Þegar lítið var eftir og Ísland einum fleiri kemur Indriði með ömurlega fyrirgjöf sem endaði fyrir aftan mark. Tök sérstaklega eftir því hvað Indriði var lélegur eftir að hann kom inná.
3: Skallaboltar. Þegar það kemur hár bolti á varnarmann og enginn sóknarmaður nálægt þá reynir varnarmaðurinn að skalla eins langt og hann getur og endar yfirleitt á sóknarmanni hins liðsins. Í staðinn fyrir að skalla boltann niður á næsta mann. Þetta gerðist líka þegar Ísland var einum fleiri.
Eins og ég sagði í byrjan. Annars var þetta nokkuð gott bara, fyrir utan að fá á sig tvö mörk. Hefði verið ansi sætt að landa sigri í þessum leik.
Mynd tekin af fotbolti.net
Merki:
Fótbolti
Ríkið
Ég horfði á fyrsta þáttinn af Ríkinu í gærkvöldi. Þetta eru grínþættir sem byrjuðu í ágúst á stöð 2 og eru t.d. með Sveppa, Audda Blö og Víkingi Krisjáns í aðalhlutverkum. Held að handritið sé eftir Silju Hauks og Sigurjón Kjartansson þó svo að leikarar koma líka inní þann pakka.
Var búinn að sjá stiklu (e. Trailer) úr þessum þáttum, þeir virkuðu vel á mann og var maður því orðinn nokkuð spenntur að sjá þessa þætti. Ég hélt að það væri meiri söguþráður í þessu en þetta er meira svona sketsar sem gerast fyrir sama fólkið.
Það er einstaka atriði sem var fyndið annað var eiginlega bara vandræðalegt. Sést alltof vel hverjir eru leikarar og hverjir ekki. Það vita það allir að Auðunn Blöndall kann ekki að leika þó svo að hann geti komið einstaka hlutverki frá sér.
Þannig að þessi þáttur flokkast undir vonbrigði þó svo maður eigi eftir að kíkja á hina þættina í von um að þetta batni eitthvað.
Hér er ein stikla sem er nú nokkuð góð:
og ein sem er nokkuð léleg:
Var búinn að sjá stiklu (e. Trailer) úr þessum þáttum, þeir virkuðu vel á mann og var maður því orðinn nokkuð spenntur að sjá þessa þætti. Ég hélt að það væri meiri söguþráður í þessu en þetta er meira svona sketsar sem gerast fyrir sama fólkið.
Það er einstaka atriði sem var fyndið annað var eiginlega bara vandræðalegt. Sést alltof vel hverjir eru leikarar og hverjir ekki. Það vita það allir að Auðunn Blöndall kann ekki að leika þó svo að hann geti komið einstaka hlutverki frá sér.
Þannig að þessi þáttur flokkast undir vonbrigði þó svo maður eigi eftir að kíkja á hina þættina í von um að þetta batni eitthvað.
Hér er ein stikla sem er nú nokkuð góð:
og ein sem er nokkuð léleg:
Merki:
TV
10.9.08
Maður er bara svo busy...
Nú verður maður að fara að gíra sig upp í þessum blogg bransa áður en maður verður laminn af blogg þyrstum lýðnum. Anna er líka búinn að fá nokkrar lífshótanir fyrir myndaleysi á barnalandinu.
Það er nú bara þannig að maður hefur verið eitthvað mikið upptekin frá því að maður kom heim. Hvort sem það er í heimsóknum, vinnu, ferðalögum, hlaupum eða að koma sér fyrir, þá hefur ekki verið neitt alltof mikinn tími eftir. Svo er Anna byrjuð aftur í handbolta og er það nú efni í póst út af fyrir sig (fötum út í það seinna).
Það spilar einnig inní málið að nú erum við ekki lengur með borðtölvu sem alltaf er kveikt er á og alltaf nettengd. Nú erum við bara með fartölvuna og er netið nokkuð mikið að detta út í henni. Þetta skýrir myndaleysið á barnalandi þar sem það kerfi sem barnaland bíður uppá er vægast sagt glatað þá hefur Anna reynt eitthvað að setja myndir inn og svo dettur allt út þegar netið dettur út í 5 sek, eins hressandi og það er þá nennir fólk ekki að standa í þannig mausi.
En nú þegar fer að hausta þá hefur maður alltaf einhvernveginn meiri tíma á kvöldin og þá vonandi hefur maður einhvern tíma til að blogg og henda myndum inná veraldarvefinn.
Á maður ekki að segja þetta gott í bili
Það er nú bara þannig að maður hefur verið eitthvað mikið upptekin frá því að maður kom heim. Hvort sem það er í heimsóknum, vinnu, ferðalögum, hlaupum eða að koma sér fyrir, þá hefur ekki verið neitt alltof mikinn tími eftir. Svo er Anna byrjuð aftur í handbolta og er það nú efni í póst út af fyrir sig (fötum út í það seinna).
Það spilar einnig inní málið að nú erum við ekki lengur með borðtölvu sem alltaf er kveikt er á og alltaf nettengd. Nú erum við bara með fartölvuna og er netið nokkuð mikið að detta út í henni. Þetta skýrir myndaleysið á barnalandi þar sem það kerfi sem barnaland bíður uppá er vægast sagt glatað þá hefur Anna reynt eitthvað að setja myndir inn og svo dettur allt út þegar netið dettur út í 5 sek, eins hressandi og það er þá nennir fólk ekki að standa í þannig mausi.
En nú þegar fer að hausta þá hefur maður alltaf einhvernveginn meiri tíma á kvöldin og þá vonandi hefur maður einhvern tíma til að blogg og henda myndum inná veraldarvefinn.
Á maður ekki að segja þetta gott í bili
Merki:
Daglegt
3.9.08
Man Al-City
Enski boltinn byrjaður og það var enginn smá dagur á mánudaginn á seinasta degi leikmannakaupa gluggans. Nýjir eigendur hjá Man City og allt stefnir í það að annar og stærri Roman sé kominn til sögunnar. Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja við svona fréttum. Með þessu áframhaldi sé ég fram á dvínani áhuga á mínum bænum á enska boltanum. Útaf öfund eða öfgum veit ég ekki alveg en maður þarf að fara að drífa sig á Anfield áður en þetta fer út í tómt rugl.
Annars nokkuð sammála umræðunni á liverpool blogginu.
Annars nokkuð sammála umræðunni á liverpool blogginu.
Merki:
Fótbolti
23.8.08
Hálf maraþoni lokið (1:37:09)

Maður var mættur niður á Lækjargötu kl. 8:40 í morgun þegar skotið var af og öll hrúgan hljóp af stað. Enginn smá fjöldi og frekar asnalegt að hlaupa þegar svona margir voru á götunum. Var í smá vandræðum að taka framúr liði fyrstu 2-3 km og svo komst maður í góða ryðma. Svona eftir á passaði ég mig kannski of mikið að hlaupa ekki of hratt fyrstu 10 km því ég var á 49:21 (ætlaði að vera á 50 mín). Eftir þá fann ég að ég átti nóg af orku inn og fór þá að gefa aðeins í og taka fram úr fólki. Held að ég geti alveg ábyrgst það að það fór enginn fram úr mér eftir þessa 10 km. Svo var hlaupið út Sæbrautina út að Klepp í gegnum gáma svæðið við höfnina þar, án efa lang leiðinlegasti parturinn af leiðinni. Eftir að hafa hlaupið fyrstu 10 km á 5 mín/km þá fór ég næstu 5 km á ca. 4:30 mín/km og eftir ca. 15 - 16 km þá fór ég að gefa ennþá meira í og var farinn að hlaupa um 4 mín/km. Á seinstu 5 km rauk ég fram úr fólki eins og vindurinn og endaði svo með rosa spretti niður (upp) Lækjargötuna.
Frábært í allastaði, ekkert smá gaman að sjá hve mikið af fólki var komið að styðja hlauparana áfram (þó svo það hefði verið gaman að hafa sína eigin stuðningsmenn ;), smá kvart). En það er alveg á hreinu að ég mun reyna að komast í Reykjavíkur maraþonið árlega.
Þannig að nú verða hlaupa skórnir saumaðir á í vetur og maður hleypur eins og vindurinn í slabbinu.
Í lokin vil ég óska Reyni Bjarna Egilssyni til hamingju með að hafa náð alveg stórkostlegum árangri í maraþoninu. Hann hljóp á 2:57:03 og endaði í 3 sæti af Íslendingum. Flott að fá einn úr Kaldbak á pall :). En þetta er alveg frábært þegar maður hugsar til þess að hann byrjaði bara í ár að fara út að hlaupa (af einhverju viti). Ég mun kalla hann Reyni Pétur það sem eftir er...enn og aftur til hamingju.
Merki:
Íþróttir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)