23.3.09

Topp 5 plötur

Á Facebook hefur verið að ganga listi þar sem fólk velur topp 5 plötur. Ég fór í smá rannsóknarvinnu og komast að þessari niðurstöðu. Vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma einhverju stórvirki, kannski ekki 100% rétt en þessar plötur eiga allar fyllilega skilið að vera inná topp 5 listanum mínum. Í röð eftir ártali:

Pixies - (1989) Doolittle


Snoop Dogg - (1993) Doggystyle



The Prodigy - (1995) Music for the Jilted Generation



Weezer - (1996) Pinkerton



Bright Eyes - (2005) I'm Wide Awake, It's Morning


28.2.09

Eitthvað leiðinlegt leynist í þokunni

Ég varð þeirri ólukku aðnjótandi að horfa á The Mist í gærkvöldi. Þvílík ömurleg heit hef ég ekki augum litið í langan tíma. Samband sonarins og pabbans var mjög ansalega skrifað og mjög mótsagnakennt sem og öll myndin eiginlega. Spólaði í gegnum endann á myndinni því samkvæmt venju verð ég nú að klára myndirnar sem ég byrja að horfa á.
The Mist fær 2 stjörnur hjá mér.

En vildi nú bara vara fólk við þessari leiðinlegu mynd, ég asnaðist að horfa á hana vegna þess að mér fannst sýnishornið úr henni nokkuð áhugavert.

Þá horfði ég einnig á The Happening sem er nýjasta mynd M. Night Shyamalan (Sixth Sense). Ekki er hún góð en mun betri en þessi leiðindi sem The Mist var. M Night hefur ekki beint verið að heilla mig undan farin ár, það eru um 9 ár frá því að hann gerði síðast góða mynd en það var Unbreakable.
The Happening fær 5 stjörnur hjá mér.

25.2.09

Bagnsímon

Kári var eitthvað skrýtinn í morgun. Þegar hann vaknaði byrjaði hann allur að gulna og breytast í bangsa. Ég vona að þetta lagist sem fyrst. Þá tók ég mynd af honum þegar hann var kominn á leikskólann.

23.2.09

Mínar myndir

Undanfarið hafa nokkrar aldeilis fínar myndir rennt í gegnum flakkarann. Ég hef núna í ca. eitt og hálft ár verið duglegur að skrá hvaða myndir ég hef horft á og gefið einkunn á imdb.com. Ég veit ekki afhverju en persónulega finnst mér mjög gaman að hafa svona lagað skráð einhverstaðar til að geta flett því upp eftirá, svona er innra nördið í mér eða bara nördið ég.
Núna er ég svo búinn að setja svona "forrit" inná Facebook síðuna mína sem sýnir hvaða myndir ég er búinn að horfa á, voða sniðugt allt saman.

Um helgina sá ég bæði The Curious Case of Benjamin Button og The Wrestler, báðar mjög góðar en mér fannst The Wrestler ívið betri og frábærlega leikin bæði af Mickey Rourke og Marisa Tomei. Algjör skandall að Rourke hafi ekki fengið Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki. En hérna eru þær myndir sem ég hef séð nýlega.

The Curious Case of Benjamin Button (2008) 8
The Wrestler (2008) 9
Seven Pounds (2008) 8
Slumdog Millionaire (2008) 9
Zack and Miri Make a Porno (2008) 8
Deception (2008/I) 7
Kung Fu Panda (2008) 7
The Air I Breathe (2007) 7
Babylon A.D. (2008) 5
Taken (2008/I) 8
Madagascar: Escape 2 Africa (2008) 7

30.1.09

Plötur ársins 2008

Svona fyrst maður er alveg hættur að blogga um daginn og veginn verður maður að hafa eitthvað til að blogga um, og hvað er betra en tónlist?

Hérna eru plötur ársins að mínu mati.

Erlendar plötur ársins 2008:
1. Kings of Leon - Only By the Night
2. Frightened Rabbit - The Midnight Organ Fight
3. MGMT - Oracular Spectacular
4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
5. The Last Shadow Puppets - The Age Of The Understatement

Aðrar plötur sem voru mjög góðar, í engri sérstakri röð:
Conor Oberst - Conor Oberst
Okkervil River - The Stand Ins
Coldplay - Viva la Vida or Death and All His Friends
Duffy - Rockferry
Vampire Weekend - Vampire Weekend
Lykke Li - Youth Novels
The Ting Tings - We Started Nothing

Íslenskar plötur ársins 2008:
1. FM Belfast - How To Make Friends
2. Emiliana Torrini - Me and Armini
3. Lay Low - Farewell Good Night's Sleep
4. Retro Stefson - Montana
5. Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust

Aðrar plötur sem voru mjög góðar, í engri sérstakri röð:
Dísa - Dísa
Mammút - Karkari
Motion Boys - Hang On
Múgsefjun - Skiptar skoðanir
Jeff Who? - Jeff Who?
Sprengjuhöllin - Bestu kveðjur

2.1.09

Tónlistinn 2008

Eitt sem mér finnst alltaf gaman við áramót er að þá koma út alls konar listar út um árið sem var að líða, tónlist, kvikmyndir, bækur, atburðir. Ég reyni að halda utan um sumt af þessu og sjá hvort maður hefur misst af einhverju góðu. Janúar fer svo oft í það að reyna að skoða þessa gullmola sem maður hefur misst af.

En hérna er tónlistin sem ég hef tekið saman fyrir árið 2008. Byrja á bestu lögum ársins 2008 og skipti þeim upp í íslensk og erlend, er bara með eittlag á hverri plötu til að hafa þetta aðeins fjölbreytilegra. Íslensk tónlist alveg hreint frábær á árinu og ef þessir listar væru sameinaðir stæðu örugglega fleiri íslensk lög á topp tíu heldur en erlend.

Nenni ekki að setja mp3 skrár eða myndbönd, ef fólk vill hlusta á lögin þá bendi ég þeim á að fletta þeim upp á youtube.

Bestu íslensku lög ársins 2008 eru að mínu mati:
1. Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér
2. FM Belfast - Underwear
3. Lay Low - By and By
4. Emiliana Torrini - Jungle Drum
5. Dr. Spock - Fálkinn
6. Retro Stefson - Senseni
7. Mammút - Svefnsýkt
8. Jeff Who? - Last Chance to Dance
9. Dísa - Temptation
10. Motion Boys - Waiting to Happern
11. KK - Kærleikur og tími
12. Dikta - Just Getting Started
13. Ragnheiður Gröndal - Bella
14. Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur
15. Sprengjuhöllin - Sumar í Múla
16. Poetrix - Vegurinn til glötunar (ft. Bubbi Morthens)
17. Múgsefjun - Dag eftir dag
18. Nýdönsk - Alla tíð
19. Bang Gang - I Know You Sleep
20. Ingi - You Little Fruitcake
21. Skakkamanage - Like You Did
22. Merzedes Club - Meira frelsi
23. Eberg - Niðurlönd
24. Sin Fang Bous - Catch the Light
25. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Lady Fish and Chips
26. Esja - Till The End
27. Sigríður Thorlacius - Gilligill
28. Steini - Girls Are All the Same
29. Ragnheiður Gröndal & Mugison - Stolin stef
30. Baggalútur - Stúlkurnar á Internetinu

Bestu erlendu lög ársins að mínu mati:
1. MGMT - Kids
2. Kings of Leon - Use Somebody
3. Coldplay - Viva La Vida
4. Lykke Li - I'm Good, I'm Gone (Black Kids Remix)
5. Conor Oberst - Milk Thistle
6. The Ting Tings - That's Not My Name
7. The Killers - Human
8. The Last Shadow Puppets - Standing Next To Me
9. Vampire Weekend - A-Punk
10. Tapes 'n Tapes - Hang Them All
11. Glasvegas - Daddy's Gone
12. Black Kids - I'm Not Gonna Teach Your Boyfriend How To Dance With You
13. Okkervil River - Lost Coastlines
14. Nada Surf - See These Bones
15. Lisa Mitchell - Neopolitan Dreams
16. Frightened Rabbit - The Twist
17. Duffy - Stepping Stone
18. Wolf Parade - Language City
19. Weezer - Pork and Beans
20. The Verve - Love Is Noise
21. The Moldy Peaches - Anyone Else But You
22. Mates of State - Get Better
23. Adele - Hometown Glory
24. The Kooks - See the Sun (Alternate Version)
25. Teitur - Catherine The Waitress
26. The Grand Archives - Torn Blue Foam Couch
27. Keane - The Lovers Are Losing
28. Madonna - 4 Minutes [Ft. Justin Timberlake and Timbaland]
29. Kanye West - Love Lockdown
30. Katy Perry - I Kissed A Girl

28.12.08

Liverpool efstir um áramótin

Svei mér þá, ég sem ætlaði að bíða til áramóta áður en ég myndi fara gera mér einhverjar væntingar til Liverpool liðsins. Nú eru að alveg koma áramót og Liverpool eru öruggir í efsta sætinu. Nú er bara spurningin hvort maður eigi þora að fara gera sér væntingar um titil í vor eða bíða fram að páskum og sjá svo til.

Án þess að ég haldi að Liverpool séu að fara landa Englandsmeistaratitlinum í vor þá er ég mjög ángæður með gengi liðsins í dag. En það vinnst ekki neitt um áramót (eins og Arsenal menn vita) þannig að ég vona bara eftir góðri og skemmtilegri keppni í þeirri ensku fram að vori og vona svo innilega að Liverpool verði með í baráttu sem lengst.

Djöfull er svo leiðinlegt að lenda í öðru sæti í póker...til hamingju Kiddi.

25.12.08

Jólakveðja 2008

Ég vill óska öllum duggum lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Búið að vera mikið að gera undanfarna daga og því algjör lúxus að slappa af í dag (jóladag). Kári reyndar með einhverja smá pest sem gerir það að verkum að hann sefur ekki nógu vel á nóttunni og þar af leiðindum ekki foreldrarnir heldur. En jólin verða notuð til að slappa af og hafa það gott.

Hérna er svo jólakortið í ár.

23.12.08

Jóla jóla jóla...

Eitt sem ég var að spá um daginn var afhverju enginn hefði búið til jólalag (þeas heilt lag) úr þessu frábæra stefi sem er notað í Vodafone auglýsingunni með Pétri Jóhanni.



Þá kom það auðvitað í ljós að þetta er erlent lag sem er búið að breyta í þetta jólastef. Alveg frábært lag og mig langar að setja það á topp 10 yfir erlent lög ársins, veist samt ekki hvort það sé sanngjarnt. Í fyrsta lagi kom það út 2007 og í öðru lagi heyrði ég það fyrst í gær 22 des. Kemur í ljós á milli jóla og nýárs þegar ég smíða listann fræga.

15.12.08

Gat á hausinn


Þá hefur enn eitt gatið bæst í hóp margra og fínna gata á hausnum mínum. Var að hjálpa í Gulaþingi um helgina. Var að setja saman IKEA skápa (enda mikill IKEA specialist) og þegar ég er svo að fara setja hurð á einn skápinn þá næ ég að reka hurðina í ljósakrónu sem brotnar og dettur beint á hausinn á mér með tilheyrandi afleiðingum. Allt í blóði og ég með gat á hausnum og nokkrar skrámur í andlitinu.
Svo var það skemmtileg bið á biðstofu Slysadeildar Landspítalans áður en sjálfur söngvari hljómsveitarinnar Dikta tók sig til og saumi eitt spor í hausinn og notaði tonnatak á rest. Svo voru deyfilyf afþökkuð til að gera þetta meira hardcore, enda er maður enginn aumingi, bara smá klaufi.

1.12.08

1. í aðventu

Helgin var alveg hin fínasta. Hrefna Rán kom í pössun á föstudaginn og var mikið stuð hjá frændsystkinunum. Hrefna bað sérstaklega um að fá að fara í pössun til Kára og því var þetta mikill heiður. Hjartað á frúnni var ekki stærra en það að hún var sótt að pabba sínum um kl. 1:30 um nóttina, honum til mikillar ánægju :)

Laugardagurinn hófst svo eins og venjulega með íþróttaskólanum. Í þetta skiptið kom Elmar Daði með og tók Kári það á sig að leiðbeina vini sínum í gegnum þrautirnar með miklum sóma. Alveg ótrúlegt hvað Kári hefur gaman af þessu. Öskraði alveg uppfyrir sig þegar han sé glitta í Smárann, "iotta-olinn" eins skýrmæltur og hann er.

Seinna um daginn var svo farið í fjölskylduferð og horft á þegar það var kveikt á jólatréinu í Hamraborginni og auðvitað horft á frú GJ syngja með Samkór Kópavogs, vona að ég hafi fengið nokkra plúsa í kladdann þar. Þá komu einnig jólasveinar og sungu nokkur vel æfð lög, Kári og börnin alveg dolfallinn yfir þessum skrítnu köllum. Eftir á var svo farið inn í Molann þar sem smá atriði úr Dýrin í Hálsaskógi var sýnt fyrir börnin og fullorðna fólkið sem fannst gott að komast úr -9°C unum.

Ég ásamt The misses fórum svo út að borða á Fiskimarkaðinn (Fish Market) í tilefni af afmæli Önnu fyrr í vikunni. Það var kominn tími til því um 3 ár eru síðan við fórum seinast tvo út að borða, já rómantíkin að drepa okkur.
En það var svo hann Gulli sem matreiddi ofaní okkur heila 9 rétti og vorum við á staðnum frá ca. 8-12. Hélt að við myndum þurfa hjólastól til að komast þarna út því matur var svo góður og svo mikið að borða og smakka. Krabba klær, Smokkfiskur, Rif, Andarsalat, Susi, Nætursaltaður Þorskur, Túnfisksteik, Hreindýr og Gæs ásamt vægast sagt frábærum eftirrétti var matseðill kvöldsins.
Held ég geti auðveldlega sagt að þetta sé það besta sem ég hef smakkað þegar maður fer út að borða og mæli ég því eindregið með Fiskmarkaðinum.

Gærdagurinn fór svo í jólaundirbúning. Jólaskrautið grafið upp úr kössum (sem erfitt var að finna) og hengt upp. Get samt nú ekki sagt að það sé komin einhver mikill jólastemmning í mannskapinn.

Set svo nokkrar myndir hérna inn frá helginni.

28.11.08

Myndir frá sumrinu

Þá er ég búinn að setja inn fjöldann allan af myndum á Picasa síðuna mína. Á reyndar eftir að setja myndir frá því í maí inn og á eftir að klára myndir frá júní. En júlí, ágúst og sept er komið inn.

Þetta tekur ógeðslega langan tíma að flokka allar myndirnar, endurskíra þær eftir dagsetningu, gefa þeim stjörnur, tag-a þær og skrifa við þær en ég held að þetta muni borga sig þegar fram líða stundir og maður vill leita af einhverri ákveðinni mynd í öllu safninu. Ég skrifa kannski smá leiðbeiningar einn daginn til að hjálpa fólki að koma smá skipulagi á ljósmyndasafnið sitt.

En hérna er hægt að sjá myndirnar:
http://picasaweb.google.com/orvars

25.11.08

Stifataflan

Smá áminning fyrir þá sem eru að missa sig yfir gengi Liverpool þessa dagana. Í fyrra var tímabilið (í deildinni) búið í lok desembers eftir nokkra slæma leiki. 2 desember það ár var Liverpool með 30 stig eftir 14 leiki. Sjá töflu.

Núna hins vegar eru allir að tala um að þetta ár getur verið árið sem Liverpool vinnur deildina en liðið er aðeins með 3 stigum meira en í fyrra (eða 33 stig) eftir sama fjölda leikja og miklu færri mörk skoruð.
Það má einnig benda á það að Arsenal liðið var með 36 stig eftir 14 leiki í fyrra en endaði samt í 3 sæti í deildinni. En það er í sjálfu sér ekkert leiðinlegt að sjá Arsneal með 13 stigum minna í ár en á sama tíma í fyrra.

Þannig að ég held mig við mína skoðun að bíða allavega fram yfir áramót áður en ég ætla að láta mig dreyma um meistaratitil á Anfield.

Afmælisbarn dagsins

Hún elsku Anna mín er 26 ára í dag og vildi ég að sjálfsögðu óska henni til hamingju með afmælið.


Það var haldinn afmælisveisla í tilefni dagsins í gær í H23 þar sem plássið ræður ríkjum. Frúin bauð uppá dýrindis tælenska fiski súpu með uppáhalds nanbrauðinu mínu. Algjört lostæti sem gott veður að fá aftur í kvöld.