Þetta er búið að vera ganga um internetið skemmtilegir sketsar. Þetta byrjaði á þessum hér:
Maður kannast við nokkrar setningar þarna.
Eftir það hafa komið fram nokkrar góðar eftirhermur tengdar hlaupi, þríþraut og hjóli. Kannast við ansi mikið af þessu af lestri mínum á netinu og einnig af eigin upplifun.
Þríþraut:
Hjól:
Ultrarunners:
Hlaup:
1.2.12
29.12.11
Tónlistinn 2011
Þá er komið að hinum árlega tónlista. Ég tek saman bestu íslensku og erlendu lög ársins og set þau upp í lista eftir besta laginu. Það er þó aðeins eitt lag af hverjum diski / með hverri hljómsveit sem fer á listann. Frábært ár hjá íslenskum tónlistarmönnum en ekki eins gott ár í útlandinu. En hérna kemur tónlistinn 2011.
Bestu íslensku lög ársins 2011:
1. Mugison - Stingum af
2. Sóley - Smashed Birds
3. Of Monsters and Men - Little Talks
4. Hjálmar - Í gegnum móðuna
5. HAM - Sviksemi
6. Sin Fang - Fall Down Slow
7. Lay Low - Brostinn strengur
8. FM Belfast - Stripes
9. Reykjavík! - Hellbound Heart
10. Dikta - In Spite of Me
11. Ourlives - Blissful Ignorance
12. Megas og Senuþjófarnir - Lengi skal manninn reyna
13. Snorri Helgason - River
14. Valdimar & Steini - Ameríka
15. GusGus - Within You
16. Sykur - Shed Those Tears
17. Ólafur Arnalds - Near Light
18. Memfismafían - Það styttir alltaf upp
19. Mammút - Bakkus
20. Pétur Ben og Eberg - Numbers Game
21. Elín Ey & Pétur Ben - Þjóðvegurinn
22. Jón Jónsson - Wanna Get In
23. Toggi - Let Them Bleed
24. Þórunn Antonía - Out Of Touch
25. Steindi Jr. - Djamm í kvöld (ft. Ásgeir Orri)
*Yfirgefinn með Valdimari hefði komist í topp 5 ef það hefði komið út á árinu.
Bestu erlendu lög ársins 2011:
1. Adele - Rolling in the Deep
2. Gotye - Somebody That I Used To Know (feat. Kimbra)
3. Bon Iver - Calgary
4. Bright Eyes - Shell Games
5. The Decemberists - This Is Why We Fight
6. Noah and the Whale - Tonight's the Kind of Night
7. Foster the People - Pumped Up Kicks
8. R.E.M. - Every Day Is Yours To Win
9. Cold War Kids - Mine Is Yours (Passion Pit Remix)
10. The Strokes - Under Cover Of Darkness
11. Handsome Furs - Repatriated
12. Danger Mouse, Daniele Luppi - Two Against One
13. The Vaccines - Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)
14. LMFAO - Sexy and I Know It
15. Lana del Rey - Video Games
16. Little Dragon - Ritual Union
17. Lykke Li - Sadness Is a Blessing
18. Fleet Foxes - Battery Kinzie
19. Iron & Wine - Walking Far from Home
20. James Blake - Limit to Your Love
21. Florence + The Machine - No Light, No Light
22. White Lies - The Power & The Glory
23. Radiohead - Lotus Flower
24. Cage The Elephant - Shake Me Down
25. Okkervil River - We Need a Myth
26. Arctic Monkeys - Suck It and See
27. Feist - How Come You Never Go There?
28. The National - Think You Can Wait
29. We Are Augustines - Chapel Song
30. Coldplay - Every Teardrop Is A Waterfall
Bestu íslensku lög ársins 2011:
1. Mugison - Stingum af
2. Sóley - Smashed Birds
3. Of Monsters and Men - Little Talks
4. Hjálmar - Í gegnum móðuna
5. HAM - Sviksemi
6. Sin Fang - Fall Down Slow
7. Lay Low - Brostinn strengur
8. FM Belfast - Stripes
9. Reykjavík! - Hellbound Heart
10. Dikta - In Spite of Me
11. Ourlives - Blissful Ignorance
12. Megas og Senuþjófarnir - Lengi skal manninn reyna
13. Snorri Helgason - River
14. Valdimar & Steini - Ameríka
15. GusGus - Within You
16. Sykur - Shed Those Tears
17. Ólafur Arnalds - Near Light
18. Memfismafían - Það styttir alltaf upp
19. Mammút - Bakkus
20. Pétur Ben og Eberg - Numbers Game
21. Elín Ey & Pétur Ben - Þjóðvegurinn
22. Jón Jónsson - Wanna Get In
23. Toggi - Let Them Bleed
24. Þórunn Antonía - Out Of Touch
25. Steindi Jr. - Djamm í kvöld (ft. Ásgeir Orri)
*Yfirgefinn með Valdimari hefði komist í topp 5 ef það hefði komið út á árinu.
Bestu erlendu lög ársins 2011:
1. Adele - Rolling in the Deep
2. Gotye - Somebody That I Used To Know (feat. Kimbra)
3. Bon Iver - Calgary
4. Bright Eyes - Shell Games
5. The Decemberists - This Is Why We Fight
6. Noah and the Whale - Tonight's the Kind of Night
7. Foster the People - Pumped Up Kicks
8. R.E.M. - Every Day Is Yours To Win
9. Cold War Kids - Mine Is Yours (Passion Pit Remix)
10. The Strokes - Under Cover Of Darkness
11. Handsome Furs - Repatriated
12. Danger Mouse, Daniele Luppi - Two Against One
13. The Vaccines - Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)
14. LMFAO - Sexy and I Know It
15. Lana del Rey - Video Games
16. Little Dragon - Ritual Union
17. Lykke Li - Sadness Is a Blessing
18. Fleet Foxes - Battery Kinzie
19. Iron & Wine - Walking Far from Home
20. James Blake - Limit to Your Love
21. Florence + The Machine - No Light, No Light
22. White Lies - The Power & The Glory
23. Radiohead - Lotus Flower
24. Cage The Elephant - Shake Me Down
25. Okkervil River - We Need a Myth
26. Arctic Monkeys - Suck It and See
27. Feist - How Come You Never Go There?
28. The National - Think You Can Wait
29. We Are Augustines - Chapel Song
30. Coldplay - Every Teardrop Is A Waterfall
4.11.11
I'm here to win
Var að klára að hlusta á hljóðbókina I'm Here to Win sem er bók eftir þríþrautarmanninn Chris McCormack. Hann vann Ironman Kona bæði 2007 og 2010, þá 37 ára ásamt því að hafa unnið flest allt annað í heimi þríþrautar.
Mér fannst þetta bæði skemmtileg og einnig hvetjandi bók. Hann fer vel yfir ferilinn sinn og snertir á því hvað það er sem gerir hann að afreksmanni í þessari íþrótt. Fer mikið út í pælingar hvernig eigi að bæta sig í sínum veikleikum og hikar ekki við að nota lausnir úr öðrum íþróttum eins og boxi og vaxtarrækt. Einnig fer hann vel í það hvernig andlegur styrkur, kænska og útsjónarsemi hefur fleytt honum langt áfram.
Bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum og þríþraut.
Mér fannst þetta bæði skemmtileg og einnig hvetjandi bók. Hann fer vel yfir ferilinn sinn og snertir á því hvað það er sem gerir hann að afreksmanni í þessari íþrótt. Fer mikið út í pælingar hvernig eigi að bæta sig í sínum veikleikum og hikar ekki við að nota lausnir úr öðrum íþróttum eins og boxi og vaxtarrækt. Einnig fer hann vel í það hvernig andlegur styrkur, kænska og útsjónarsemi hefur fleytt honum langt áfram.
Bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum og þríþraut.
1.11.11
Hreyfing í október
Á einni af mörgum heiðum sem voru tæklaðar í Noregi, okt. 2011 |
Ekki búinn að hreyfa mig eins mikið og ég vildi hafa gert. Missti 8 daga út útaf vinnu í Noregi, var þá reyndar að hreyfa mig mikið alla dagana nema ferðadagana. Mikið gengið um óbyggðir Noregs í erfiðu landslagi. Þá fóru 3 dagar í að undirbúa bæði afmælið hans Óttars og einnig í undirbúningi fyrir Noregs ferðina.
En byrjum á hreyfingu í október:
Hlaup: 197 km - 15:30 klst - 15 dagar
Hjól: 42 km - 1:50 klst - 3 dagar
Sund 2,35 km - 1:10 - 3 dagar
Ganga um Noreg: 7 dagar
Engin hreyfing: 7 dagar
Ekkert mjög slæmt en mætti laga eitthvað í þessu. Ekki búinn að hjóla nógu oft og sömuleiðis lítið um sund. Sund er frábær virk hvíld og því um að gera að nota það með hlaupunum. Hef einnig verið að hlusta á bókina "I'm here to win" sem fjallar um þríþrautar kappann Chris McCormak og þá byrjar maður sjálfkrafa að horfa aðeins á þríþrautina sem góðan kost. Annars alveg fyrirmyndar bók fyrir þá sem hafa áhuga á afreksíþróttum og hlutum sem tengjast hugarfari og andlega þættinum í íþróttum.
En næst eru það hvað maður ætlar að reyna að gera í þessum mánuði. Markið nóvermber mánaðar eru því:
Hlaup: 300 km
Hjól: Hjóla allavega 1 sinnu í viku í vinnuna
Sund: Synda allavega 1 sinni í viku
Halda áfram að gera styrktaræfingar og auka þrek.
Tvö bestu lög mánaðaris fá að fljóta með, eitt íslenskt og eitt erlent.
Fyrst Of Monsters and Men með frábært lag.
Svo meistararnir í R.E.M. Svona í tilefni þess að þeir eru hættir. En eitt besta lag þeirra í langan tíma, titill lagsins er líka mjög í samræmi við markmið mánaðarins.
20.10.11
Skipið (2006) - Stefán Máni
Búinn að vera að hlusta á bókina Skipið eftir Stefán Mána á hljóðbók undanfarið. Kláraði hana þegar ég fór út að skokka í gær. Svipað og í bókinni Svartur á leik þá er mikið um lýsingar á bæði umhverfi og aðstæðum, Stefán Máni leggur greinilega mikið upp úr þessum þætti. Bókin byrjar ágætlega en svo fer hún að vera langdregin og smá saman fjarar söguþráðurinn út. Mætti vera meiri dýpt í plottinu (ef kalla má þetta plott).
Mæli ekkert sérstaklega með þessari bók.
Er svo að lesa Auðnin eftir Yrsu Sigurðardóttir. Næsta hljóðbók er svo I'm Here To Win: A World Champion's Advice for Peak Performance, sem er bók frá heimsmeistaranum í þríþraut. Verður vonandi áhugavert að hlusta á hana.
Mæli ekkert sérstaklega með þessari bók.
Er svo að lesa Auðnin eftir Yrsu Sigurðardóttir. Næsta hljóðbók er svo I'm Here To Win: A World Champion's Advice for Peak Performance, sem er bók frá heimsmeistaranum í þríþraut. Verður vonandi áhugavert að hlusta á hana.
23.7.11
Laugavegurinn 2011
Þá var loksins komið að því, Laugavegurinn 2011, 55km af brekkum, snjó, ám, giljum, sandi og skóg. Búinn að undirbúa mig vel í einhverjum mesta ógeðis vetri sem ég man eftir bæði til að ná sæmilegum maraþon tíma og aðalega til að reyna að gera góða hluti í Laugaveginum.
Planið var að reyna að fara undir 5 klst en gekk með þann draum í maganum að komast á pall, þó ég hafi ekki sagt mörgum frá því. Var búinn að ákveða að fara hægt að stað upp í Hraftinnusker, bæði að taka því rólega upp og einnig niður mestu brekkurnar. Reyndi að fara eftir áætluðum meðalhraða og hlaupa vel sléttu kaflana. Fara mjög rólega niður Jökultungurnar og auga hraðann eftir það og gefa svo vel í eftir Hvanngilið. Hlaupa sandana á góðum hraða og svo reyna að klára seinasta leggin eins vel og maður gæti. Hérna er áætlunin sem ég ætlaði að fara eftir og var með skrifaða á handlegginn.
Tími Pace
1:05:00 - 6:34 - Hrafntinnusker
1:05:00 - 5:55 - Álftavatn
1:20:00 - 5:02 - Emstrur
1:30:00 - 5:53 - Húsadalur
5:00:00
Fór eftir þeim vegalengdum sem Garmin gaf mér frá hlaupinu í fyrra, þær vegalengdir stóðust vel nema ég áætlaði að seinasti leggurinn væri 15 km, ekki 16,3 eins og hann reyndist vera.
Þá var ég búinn að vera veikur vikuna á undan og vissi ekki alveg hvaða áhrif það myndi hafa á þessi áform mín. Lá í einhverri kvefpest og var nokkurnveginn búinn að ná mér á föstudeginum þó svo einhver drulla væri ennþá í lungum/hálsi og nefi. Ætlaði að reyna að halda áætlun þrátt fyrir slappleikann og taka bara á því eins og ég gæti og sjá hvað það myndi skila.
Lagði af stað um 18:30 úr bænum með Geira, Sigga Sveins og Hrafnkeli félaga þeirra. Fékk mér smá pasta með kjúklingi áður en ég lagði af stað. Vorum komnir upp í mörk um kl. 22, fór þá að tjalda og fékk mér að borða afganginn að pastanu. Fór stuttu eftir það að sofa og reyna að hvíla mig fyrir morgundaginn. Fann ennþá aðeins fyrir kvefinu í tjaldinu, enda köld gola sem blés aðeins inn í tjaldið.
Vaknaði klukkan um 5:30 um hálftíma áður en ég hafði ætlað. Fór út að pissa og tók því svo rólega í dúnpokanum. Um 6 fékk ég mér svo tvær samlokur, eina með kjúklingaskinku, osti og sultu og hina með hnetusmjöri, drakk um 500ml af Powerade með. Tók því svo rólega þangað til klukkan var orðinn rétt yfir sjö, það var kalt um morguninn og því gott að liggja aðeins lengur. Þá fór ég að taka mig til fyrir hlaupið og sinna nauðsynlegum þörfum. Pakkaði tjaldinu saman og fór svo að koma mér í hlaupagallann. Smyrja nauðsynlega líkamsparta, teipaði báðar stórutærnar (fékk blöðru á aðra þeirra í fyrra) og gerði hlaupabeltið tilbúið.
Fékk mér svo einn banana kl. 8 og drakk eitthvað af vatni áður en ég fór af stað. Prófaði aðeins að skokka um og breytti aðeins til í beltinu þannig að pokinn sem var með gelin myndi ekki sveiflast eins mikið. Tók með mér 9 gel, 4 orkubita (sem Anna hafði gert fyrir mig), nokkrar döðlur og svo íbófen og salttöflur til öryggis.
Var að vesenast með hvernig ég ætti að vera klæddur. Var klæddur í stuttbuxur (hlaupa / þröngar) með CEP kálfahlífar sem ég hafði keypt tveimur dögum fyrr. Var að vesenast hvort ég ætti að vera í stuttermabol eða langerma eða bæði. Það var það kalt um morguninn að ég var á því að fara í langermabol og stuttermabol undir en svo þegar 5 mín voru í startið þá kom sólin og byrjaði að hitna. Ég náði að losa mig við langermabolinn og hljóp því bara á stuttermabol, sá ekki eftir því.
Var búinn að ákveða fyrir löngu að hlaupa í Asics Sky Speed skónum sem ég hljóp vormaraþonið í. Þegar við komum á föstudeginum upp í Landmannalaugar og maður sá allan snjóinn þá fór ég að efast um að þetta hafi verið rétt skó val hjá mér. Fór engu að síður í skónum enda Anna búin að sauma sokka á þá til að vera einskonar legghlífar og hindra að steinar, snjór og sandur færi ofan í skóna.
Hrafntinnusker-Álftavatn 1:01:38 (1:05)
Ég og Sigurjón fórum nánast saman af stað úr Skerinu ásamt þriðja hlaupara sem ætlaði á ca. 5:30. Hlupum nokkra km saman og spjölluðum saman en ég sleit mig fljótlega frá þeim og fór aðeins hraðar yfir aflíðandi kaflana. Þessi hluti leiðarinnar er mjög fallegur og skemmtilegur. Snjórinn var þungur og blautur á þessum kafla og miklu meiri í ár en í fyrra en aftur á móti slapp maður við nokkur lítil gil sem voru full af snjó. Í stærsta gilinu fyrir Jökultungurnar kom svo Paul Sadjak (sá sem varð í 3. sæti) framúr mér á fleygi ferð og þegar ég sá að hann var með grænt númer spyr ég hann hvort að hann hafi startað 10 mínútum á eftir mér, fékk til baka “já 10 mínútur” og hélt að þetta væri Íslendingur. Var nú ekki viss um að hann myndi halda þetta út (svona fyrst ég vissi ekki hver þetta var) en svo kom í ljós að hann kann íslensku eftir að hafa verið skiptinemi hérna ‘96. Þannig að aftur varð ég orðinn fimmti. Fékk mér aftur gel eftir ca. 30 mín hlaup. Fór mjög rólega niður Jökultungurnar og sá að það var einhver að nálgast mig en eftir það fór ég að gefa nokkuð í og keyrði vel sléttu kaflana alla leið út í Álftavatn. Á þessum tímapunkti sá ég lítið í næsta mann en sá stundum glitta í Margeir. Rúllaði inn í Álftavatn og fékk mér eitt gel áður en ég kom að vatnsstöðinni, fyllti á brúsana sem voru ennþá hálf fullir, fékk mér smá að drekka og tók banana með mér áður en ég lagði aftur af stað.
Álftavatn-Emstur 1:19:42 (1:20)
Fór aftur rólega úr Áltavatni og tók bæði brekkur upp og brekkur niður rólega. Þegar fór að styttast í Hvanngil þá fór landslegið að vera betra til hlaups og ég gaf þá aðeins í. Góð móttöku nefnd tók svo á móti mér í Hvanngili gaf mér mikið. Styrmir og Ragnheiður ásamt Önnu Guðný frænku og öðru Hjálparsveitaliði. Kom mér á óvart að sjá þau þarna og mjög gaman að hitta þau (þó stutt hafi verið).
Þarna var ég kominn á mjög góða siglingu og orkustigið frábært og fann ekki neitt fyrir neinu. Tók svo framúr Margeiri ca. 100m fyrir Bláfjallakvíslina, stoppaði ekki þar og hélt áfram að keyra hratt yfir sandana. Sá fljótlega í Óskar og Paul og vann á þá hægt og rólega. Tók fyrst framúr Paul og hann kallaði á eftir mér “Did you get new legs” slík var ferðin á mér. Þá hugsaði ég að taktíkin væri að ganga upp. Þegar kom svo að vatnsstöðinni þar sem slóðin fer af veginum þá náði ég Óskari og vorum við þar þrír ég, Óskar og Paul. Gaman að hitta Óskar og óska honum góðs gengis. Ég fór svo fyrstu af vatnsstöðinni og hélt áfram að hlaupa af krafti. Gaman að koma að fyrstu brekkunni eftir sandana með næga orku og ennþá ferskar lappir því í fyrra var það mjög erfiður kafli hjá mér, í krampa veseni og í andlegri lægð. Eftir að ég fór frá Óskari og Paul þá sá ég aldrei Vuistiner, Óskar sagði mér að þetta væri Svisslendingur og væri eitthvað á undan mér. Þegar maður nálgaðist svo Emstrur fékk að vita að hann væri svona ca. 7 mínútum á undan mér. Ég ákvað samt að hlaupa bara mitt hlaup og eftir mínu plani og sjá hvað það myndi skila mér. Var mjög gott að sjá Emstru skálann og þennan legg hljóp ég á 1:19:42 og var kominn upp í 2. sæti. Vissi samt að Paul átti 10 mínútur á mig og ég mætti því ekki slóra mikið. Fékk mér aftur banana og fyllti á brúsana. Fékk mér líklegast tvö gel á þessum kafla.
Emstrur-Húsadalur 1:39:28 (1:30)
Hljóp úr Emstrum ennþá nokkuð ferskur en alveg farinn að þreytast smá, maginn var einnig farinn að verða eitthvað leiðinlegur og þurfti maður stundum að pína sig í að fá sér að drekka og taka gel. Á þessum kafla var maður mikið einn, sá engann hvorki fyrir framan né aftan mig. Hitinn var svo orðinn hálf óbærilegur á kafla og maður alveg að sálast úr hita, ekki beint þyrstur heldur frekar heitt. Það kom mér á óvart hversu margar brekkur og gil voru á þessum kafla, var því ekki alveg að halda áætlun en lappirnar ennþá nokkuð góðar en maginn eitthvað leiðinlegur. Fékk mikinn stuðning í og við Bjór- og Slippugil frá gönguhópum sem þar voru, sérstaklega þegar fólk áttuðu sig á að ég var Íslendingur. Sögðu mér að það væru svona 1km - 5mínútur í “útlendinginn” og ég yrði að ná honum. Þegar ég fór að nálgast Ljósána var ég alveg að sálast úr hita og það var farið að hafa áhrif á mann. Var líka eitthvað búinn að misreikna mig hvað væri langt í stöðina. Sá einhvern ofan á Kápunni þegar ég nálgast en var ekki viss hvort að þetta væri göngumaður eða hlaupari, hefur líklegast verið Vuistiner enda var ég að minnka bilið smá saman. Hann sagði allavega eftir hlaupið hafa vitað af mér fyrir aftan sig og séð mig. Þegar ég kom að vatnsstöðinni beygði ég mig strax niður og náði í vatnsglas til að sturta yfir mig, fékk þá strax smá seiðing aftan í læri. Fyllti á brúsana (sem voru allir tómir), skvetti tveimur glösum í viðbót yfir mig og rúllaði af stað. Þá tók við Kápan góða og þá fékk ég góða krampa í innanver lærin, labbaði því upp alla Kápuna og reyndi að losna við krampana. Fyndið hvaða sama flugan flaug í gegnum hausinn á mér í ár eins og í fyrra þegar ég sá Kápuna “Hvað djöfulsins hvað þessi brekka er löng”. Var ágætt að taka smá labb og hvíla sig smá, tókst bærilega að losna við krampana og svo var bara ekkert annað að gera en að hlaupa áfram. Niðurhlaupið af Kápunni tók vel í lærin en ég gat rúllaði niður ágætlega og lærin mun betri en í fyrra.
Fór yfir Þröngána og þá vissi ég að það var farið að styttast. Kom mér svo aftur mikið á óvart hvað þessi kafli er í raun langur og þar áttaði ég endanlega á því að undir 5 klst markmiðið væri líklegast farið en alls ekki ósáttur þar sem ég var í ennþá í öðru sæti og fyrstur Íslendinga. Þorði ekki að keyra mjög hratt útaf það var stutt í krampana og mikið um þröngastíga og upp og niður á þessum loka kafla leiðarinnar. Erfitt að lýsa því þegar maður tekur seinustu beygjuna og sér markið. Hugsaði bara um að þarna væri fjölskyldan saman komin að taka á móti mér og ég væri að ná öðru sætinu. Hljóp því sæll og glaður í markið eftir 55km á 5:02:22 og annað sætið í hús (eða kannski ekki). Faðmaði fjölskylduna og tók á móti hamingju óskum, brosaði allan hringinn og var ekkert smá ánægður með árangurinn. Ekkert smá gaman að klára og hafa fjölskylduna til að taka á móti sér.
Húsadalur 5:02:22 (<5:00)
Fór fljótlega inn að fá mér að borða og drekka. Fór svo í fótakælingu en hefði vilja koma lærunum í kælingu en ekki komast ég ofan í karið eða þorði ekki að troða mér í það á eiga hættu að fá krampa og ekki komast upp úr því aftur. Svo beið maður bara til að sjá hvort að Paul myndi koma á næstu 10 mínútum og hvort ég væri í 2. eða 3. sæti. Fagnaði því þegar 5:12:22 voru á klukkunni og ég því búinn að landa 2. sætinu.
Var svo alveg frábært að rölta um svæðið og spjalla við fólkið, gott veður og allir glaðir. Bæði þá sem voru að klára og einnig þá sem komu til að horfa á. Gaman að sjá að allir fá mikinn stuðning þegar þeir koma í mark. Verið mikil og góð stemning við markið í bæði skiptin sem ég hef hlaupið. Fór svo fljótlega í sturtu og fékk mér að borða og beið svo kannski full lengi eftir verðlaunaafhendingunni. Gaman að vera á palli bæði í einstaklings keppninni og einnig í fyrsta sæti í liðakeppninni með Óskari Jakobs og Kristni Jóhanns. Pabbi kom svo að sækja mig og við fórum yfir í Bása í fjölskylduútilegu og smá veislu til að fagna áfanganum.
Frábært hlaup í allastaði og ég ekkert smá ánægður hvað hlaupið gekk vel upp. Náði að halda orkustiginu nokkuð góðu allan tímann þó svo að hitinn hafi sett smá strik í reikninginn seinustu 10 km. Enginn lægð (runner low) sem hægt er að tala um, engir verkir í liðamótum, engar blöðrur, bara smá þreyttur í löppunum og þá aðalega í lærunum. Endaði með að borða einn orkubita, taka 7 gel og drekka mikið af bæði Powerade og vatni. Maginn var eitthvað til vandræða og veit ég ekki hvað átti sök á því. Var nausynlegt að drekka powerade til að fá söltin sem líkamanum vantaði og einnig vatn á kafla hreinlega til að kæla sig.
Núna viku eftir hlaupið finn ég sama sem ekkert fyrir hlaupinu og því vill ég meina að æfingar og allur undirbúningur hafi gengið nánast fullkomlega upp. Geng því mjög sáttur frá þessu hlaupi og stoltur af því að hafa verið fyrstur Íslendinga í hlaupinu. Tími minn var 20. besti tími frá upphafi og 12. besti tími Íslendings, get verið stoltur af því (sjá mbl.is).
Ekki kominn með neinn hlaupa leiða og hlakka til að takast á við næstu hlaup, hver sem þau verða.
Planið var að reyna að fara undir 5 klst en gekk með þann draum í maganum að komast á pall, þó ég hafi ekki sagt mörgum frá því. Var búinn að ákveða að fara hægt að stað upp í Hraftinnusker, bæði að taka því rólega upp og einnig niður mestu brekkurnar. Reyndi að fara eftir áætluðum meðalhraða og hlaupa vel sléttu kaflana. Fara mjög rólega niður Jökultungurnar og auga hraðann eftir það og gefa svo vel í eftir Hvanngilið. Hlaupa sandana á góðum hraða og svo reyna að klára seinasta leggin eins vel og maður gæti. Hérna er áætlunin sem ég ætlaði að fara eftir og var með skrifaða á handlegginn.
Tími Pace
1:05:00 - 6:34 - Hrafntinnusker
1:05:00 - 5:55 - Álftavatn
1:20:00 - 5:02 - Emstrur
1:30:00 - 5:53 - Húsadalur
5:00:00
Fór eftir þeim vegalengdum sem Garmin gaf mér frá hlaupinu í fyrra, þær vegalengdir stóðust vel nema ég áætlaði að seinasti leggurinn væri 15 km, ekki 16,3 eins og hann reyndist vera.
Þá var ég búinn að vera veikur vikuna á undan og vissi ekki alveg hvaða áhrif það myndi hafa á þessi áform mín. Lá í einhverri kvefpest og var nokkurnveginn búinn að ná mér á föstudeginum þó svo einhver drulla væri ennþá í lungum/hálsi og nefi. Ætlaði að reyna að halda áætlun þrátt fyrir slappleikann og taka bara á því eins og ég gæti og sjá hvað það myndi skila.
Lagði af stað um 18:30 úr bænum með Geira, Sigga Sveins og Hrafnkeli félaga þeirra. Fékk mér smá pasta með kjúklingi áður en ég lagði af stað. Vorum komnir upp í mörk um kl. 22, fór þá að tjalda og fékk mér að borða afganginn að pastanu. Fór stuttu eftir það að sofa og reyna að hvíla mig fyrir morgundaginn. Fann ennþá aðeins fyrir kvefinu í tjaldinu, enda köld gola sem blés aðeins inn í tjaldið.
Vaknaði klukkan um 5:30 um hálftíma áður en ég hafði ætlað. Fór út að pissa og tók því svo rólega í dúnpokanum. Um 6 fékk ég mér svo tvær samlokur, eina með kjúklingaskinku, osti og sultu og hina með hnetusmjöri, drakk um 500ml af Powerade með. Tók því svo rólega þangað til klukkan var orðinn rétt yfir sjö, það var kalt um morguninn og því gott að liggja aðeins lengur. Þá fór ég að taka mig til fyrir hlaupið og sinna nauðsynlegum þörfum. Pakkaði tjaldinu saman og fór svo að koma mér í hlaupagallann. Smyrja nauðsynlega líkamsparta, teipaði báðar stórutærnar (fékk blöðru á aðra þeirra í fyrra) og gerði hlaupabeltið tilbúið.
Fékk mér svo einn banana kl. 8 og drakk eitthvað af vatni áður en ég fór af stað. Prófaði aðeins að skokka um og breytti aðeins til í beltinu þannig að pokinn sem var með gelin myndi ekki sveiflast eins mikið. Tók með mér 9 gel, 4 orkubita (sem Anna hafði gert fyrir mig), nokkrar döðlur og svo íbófen og salttöflur til öryggis.
Var að vesenast með hvernig ég ætti að vera klæddur. Var klæddur í stuttbuxur (hlaupa / þröngar) með CEP kálfahlífar sem ég hafði keypt tveimur dögum fyrr. Var að vesenast hvort ég ætti að vera í stuttermabol eða langerma eða bæði. Það var það kalt um morguninn að ég var á því að fara í langermabol og stuttermabol undir en svo þegar 5 mín voru í startið þá kom sólin og byrjaði að hitna. Ég náði að losa mig við langermabolinn og hljóp því bara á stuttermabol, sá ekki eftir því.
Var búinn að ákveða fyrir löngu að hlaupa í Asics Sky Speed skónum sem ég hljóp vormaraþonið í. Þegar við komum á föstudeginum upp í Landmannalaugar og maður sá allan snjóinn þá fór ég að efast um að þetta hafi verið rétt skó val hjá mér. Fór engu að síður í skónum enda Anna búin að sauma sokka á þá til að vera einskonar legghlífar og hindra að steinar, snjór og sandur færi ofan í skóna.
Landmannalaugar-Hrafntinnusker 1:03:37 (1:05)
Kom mér í röðina og plantaði mér í næst fremstu röð enda alltaf áætlunin að taka því nokkuð rólega fram að Álfavatni. Flautan gall og menn skokkuðu yfirvegað af stað. Öndunin var smá stirð í byrjun enda ennþá með smá leifar af kvefinu, en var fljót að komast í rétt ástand. Rúllaði í og við Sigurjón í ca. 5-8 sæti eftir því hvað menn hlupu hratt. Reyndi að hlaupa vel sléttu kaflana og taka því rólega bæði upp og einnig niður bröttustu brekkurnar. Maður sá fljótlega að það var miklu meiri snjór á þessum kafla en hann var nokkuð þéttur til að byrja með og hafði því ekki teljandi áhrif. Þegar ofar dró fór snjórinn að þyngjast og einnig voru krapa pyttir fyrir framan og aftan stærstu skaflana þar sem maður sökk upp af kálfum og blotnuðu því skórnir snemma þetta árið. Leið samt vel á þessum kafla og frábært að hlaupa í svona góðu veðri á svona fallegum stað. Ég var nr 5. í Hrafntinnusker á 1:03:37, ca. 1:30 mín á undan áætlun. Á undan mér voru Vuistiner, Óskar, Margeir og Sigurjón. Fékk mér banana og fyllti á brúsana og rúllaði af stað. Var búinn að fá mér eitt gel eftir 30 mín hlaup.
Kom mér í röðina og plantaði mér í næst fremstu röð enda alltaf áætlunin að taka því nokkuð rólega fram að Álfavatni. Flautan gall og menn skokkuðu yfirvegað af stað. Öndunin var smá stirð í byrjun enda ennþá með smá leifar af kvefinu, en var fljót að komast í rétt ástand. Rúllaði í og við Sigurjón í ca. 5-8 sæti eftir því hvað menn hlupu hratt. Reyndi að hlaupa vel sléttu kaflana og taka því rólega bæði upp og einnig niður bröttustu brekkurnar. Maður sá fljótlega að það var miklu meiri snjór á þessum kafla en hann var nokkuð þéttur til að byrja með og hafði því ekki teljandi áhrif. Þegar ofar dró fór snjórinn að þyngjast og einnig voru krapa pyttir fyrir framan og aftan stærstu skaflana þar sem maður sökk upp af kálfum og blotnuðu því skórnir snemma þetta árið. Leið samt vel á þessum kafla og frábært að hlaupa í svona góðu veðri á svona fallegum stað. Ég var nr 5. í Hrafntinnusker á 1:03:37, ca. 1:30 mín á undan áætlun. Á undan mér voru Vuistiner, Óskar, Margeir og Sigurjón. Fékk mér banana og fyllti á brúsana og rúllaði af stað. Var búinn að fá mér eitt gel eftir 30 mín hlaup.
Hrafntinnusker-Álftavatn 1:01:38 (1:05)
Ég og Sigurjón fórum nánast saman af stað úr Skerinu ásamt þriðja hlaupara sem ætlaði á ca. 5:30. Hlupum nokkra km saman og spjölluðum saman en ég sleit mig fljótlega frá þeim og fór aðeins hraðar yfir aflíðandi kaflana. Þessi hluti leiðarinnar er mjög fallegur og skemmtilegur. Snjórinn var þungur og blautur á þessum kafla og miklu meiri í ár en í fyrra en aftur á móti slapp maður við nokkur lítil gil sem voru full af snjó. Í stærsta gilinu fyrir Jökultungurnar kom svo Paul Sadjak (sá sem varð í 3. sæti) framúr mér á fleygi ferð og þegar ég sá að hann var með grænt númer spyr ég hann hvort að hann hafi startað 10 mínútum á eftir mér, fékk til baka “já 10 mínútur” og hélt að þetta væri Íslendingur. Var nú ekki viss um að hann myndi halda þetta út (svona fyrst ég vissi ekki hver þetta var) en svo kom í ljós að hann kann íslensku eftir að hafa verið skiptinemi hérna ‘96. Þannig að aftur varð ég orðinn fimmti. Fékk mér aftur gel eftir ca. 30 mín hlaup. Fór mjög rólega niður Jökultungurnar og sá að það var einhver að nálgast mig en eftir það fór ég að gefa nokkuð í og keyrði vel sléttu kaflana alla leið út í Álftavatn. Á þessum tímapunkti sá ég lítið í næsta mann en sá stundum glitta í Margeir. Rúllaði inn í Álftavatn og fékk mér eitt gel áður en ég kom að vatnsstöðinni, fyllti á brúsana sem voru ennþá hálf fullir, fékk mér smá að drekka og tók banana með mér áður en ég lagði aftur af stað.
Álftavatn-Emstur 1:19:42 (1:20)
Fór aftur rólega úr Áltavatni og tók bæði brekkur upp og brekkur niður rólega. Þegar fór að styttast í Hvanngil þá fór landslegið að vera betra til hlaups og ég gaf þá aðeins í. Góð móttöku nefnd tók svo á móti mér í Hvanngili gaf mér mikið. Styrmir og Ragnheiður ásamt Önnu Guðný frænku og öðru Hjálparsveitaliði. Kom mér á óvart að sjá þau þarna og mjög gaman að hitta þau (þó stutt hafi verið).
Þarna var ég kominn á mjög góða siglingu og orkustigið frábært og fann ekki neitt fyrir neinu. Tók svo framúr Margeiri ca. 100m fyrir Bláfjallakvíslina, stoppaði ekki þar og hélt áfram að keyra hratt yfir sandana. Sá fljótlega í Óskar og Paul og vann á þá hægt og rólega. Tók fyrst framúr Paul og hann kallaði á eftir mér “Did you get new legs” slík var ferðin á mér. Þá hugsaði ég að taktíkin væri að ganga upp. Þegar kom svo að vatnsstöðinni þar sem slóðin fer af veginum þá náði ég Óskari og vorum við þar þrír ég, Óskar og Paul. Gaman að hitta Óskar og óska honum góðs gengis. Ég fór svo fyrstu af vatnsstöðinni og hélt áfram að hlaupa af krafti. Gaman að koma að fyrstu brekkunni eftir sandana með næga orku og ennþá ferskar lappir því í fyrra var það mjög erfiður kafli hjá mér, í krampa veseni og í andlegri lægð. Eftir að ég fór frá Óskari og Paul þá sá ég aldrei Vuistiner, Óskar sagði mér að þetta væri Svisslendingur og væri eitthvað á undan mér. Þegar maður nálgaðist svo Emstrur fékk að vita að hann væri svona ca. 7 mínútum á undan mér. Ég ákvað samt að hlaupa bara mitt hlaup og eftir mínu plani og sjá hvað það myndi skila mér. Var mjög gott að sjá Emstru skálann og þennan legg hljóp ég á 1:19:42 og var kominn upp í 2. sæti. Vissi samt að Paul átti 10 mínútur á mig og ég mætti því ekki slóra mikið. Fékk mér aftur banana og fyllti á brúsana. Fékk mér líklegast tvö gel á þessum kafla.
Emstrur-Húsadalur 1:39:28 (1:30)
Hljóp úr Emstrum ennþá nokkuð ferskur en alveg farinn að þreytast smá, maginn var einnig farinn að verða eitthvað leiðinlegur og þurfti maður stundum að pína sig í að fá sér að drekka og taka gel. Á þessum kafla var maður mikið einn, sá engann hvorki fyrir framan né aftan mig. Hitinn var svo orðinn hálf óbærilegur á kafla og maður alveg að sálast úr hita, ekki beint þyrstur heldur frekar heitt. Það kom mér á óvart hversu margar brekkur og gil voru á þessum kafla, var því ekki alveg að halda áætlun en lappirnar ennþá nokkuð góðar en maginn eitthvað leiðinlegur. Fékk mikinn stuðning í og við Bjór- og Slippugil frá gönguhópum sem þar voru, sérstaklega þegar fólk áttuðu sig á að ég var Íslendingur. Sögðu mér að það væru svona 1km - 5mínútur í “útlendinginn” og ég yrði að ná honum. Þegar ég fór að nálgast Ljósána var ég alveg að sálast úr hita og það var farið að hafa áhrif á mann. Var líka eitthvað búinn að misreikna mig hvað væri langt í stöðina. Sá einhvern ofan á Kápunni þegar ég nálgast en var ekki viss hvort að þetta væri göngumaður eða hlaupari, hefur líklegast verið Vuistiner enda var ég að minnka bilið smá saman. Hann sagði allavega eftir hlaupið hafa vitað af mér fyrir aftan sig og séð mig. Þegar ég kom að vatnsstöðinni beygði ég mig strax niður og náði í vatnsglas til að sturta yfir mig, fékk þá strax smá seiðing aftan í læri. Fyllti á brúsana (sem voru allir tómir), skvetti tveimur glösum í viðbót yfir mig og rúllaði af stað. Þá tók við Kápan góða og þá fékk ég góða krampa í innanver lærin, labbaði því upp alla Kápuna og reyndi að losna við krampana. Fyndið hvaða sama flugan flaug í gegnum hausinn á mér í ár eins og í fyrra þegar ég sá Kápuna “Hvað djöfulsins hvað þessi brekka er löng”. Var ágætt að taka smá labb og hvíla sig smá, tókst bærilega að losna við krampana og svo var bara ekkert annað að gera en að hlaupa áfram. Niðurhlaupið af Kápunni tók vel í lærin en ég gat rúllaði niður ágætlega og lærin mun betri en í fyrra.
Fór yfir Þröngána og þá vissi ég að það var farið að styttast. Kom mér svo aftur mikið á óvart hvað þessi kafli er í raun langur og þar áttaði ég endanlega á því að undir 5 klst markmiðið væri líklegast farið en alls ekki ósáttur þar sem ég var í ennþá í öðru sæti og fyrstur Íslendinga. Þorði ekki að keyra mjög hratt útaf það var stutt í krampana og mikið um þröngastíga og upp og niður á þessum loka kafla leiðarinnar. Erfitt að lýsa því þegar maður tekur seinustu beygjuna og sér markið. Hugsaði bara um að þarna væri fjölskyldan saman komin að taka á móti mér og ég væri að ná öðru sætinu. Hljóp því sæll og glaður í markið eftir 55km á 5:02:22 og annað sætið í hús (eða kannski ekki). Faðmaði fjölskylduna og tók á móti hamingju óskum, brosaði allan hringinn og var ekkert smá ánægður með árangurinn. Ekkert smá gaman að klára og hafa fjölskylduna til að taka á móti sér.
Húsadalur 5:02:22 (<5:00)
Fór fljótlega inn að fá mér að borða og drekka. Fór svo í fótakælingu en hefði vilja koma lærunum í kælingu en ekki komast ég ofan í karið eða þorði ekki að troða mér í það á eiga hættu að fá krampa og ekki komast upp úr því aftur. Svo beið maður bara til að sjá hvort að Paul myndi koma á næstu 10 mínútum og hvort ég væri í 2. eða 3. sæti. Fagnaði því þegar 5:12:22 voru á klukkunni og ég því búinn að landa 2. sætinu.
Var svo alveg frábært að rölta um svæðið og spjalla við fólkið, gott veður og allir glaðir. Bæði þá sem voru að klára og einnig þá sem komu til að horfa á. Gaman að sjá að allir fá mikinn stuðning þegar þeir koma í mark. Verið mikil og góð stemning við markið í bæði skiptin sem ég hef hlaupið. Fór svo fljótlega í sturtu og fékk mér að borða og beið svo kannski full lengi eftir verðlaunaafhendingunni. Gaman að vera á palli bæði í einstaklings keppninni og einnig í fyrsta sæti í liðakeppninni með Óskari Jakobs og Kristni Jóhanns. Pabbi kom svo að sækja mig og við fórum yfir í Bása í fjölskylduútilegu og smá veislu til að fagna áfanganum.
Frábært hlaup í allastaði og ég ekkert smá ánægður hvað hlaupið gekk vel upp. Náði að halda orkustiginu nokkuð góðu allan tímann þó svo að hitinn hafi sett smá strik í reikninginn seinustu 10 km. Enginn lægð (runner low) sem hægt er að tala um, engir verkir í liðamótum, engar blöðrur, bara smá þreyttur í löppunum og þá aðalega í lærunum. Endaði með að borða einn orkubita, taka 7 gel og drekka mikið af bæði Powerade og vatni. Maginn var eitthvað til vandræða og veit ég ekki hvað átti sök á því. Var nausynlegt að drekka powerade til að fá söltin sem líkamanum vantaði og einnig vatn á kafla hreinlega til að kæla sig.
Núna viku eftir hlaupið finn ég sama sem ekkert fyrir hlaupinu og því vill ég meina að æfingar og allur undirbúningur hafi gengið nánast fullkomlega upp. Geng því mjög sáttur frá þessu hlaupi og stoltur af því að hafa verið fyrstur Íslendinga í hlaupinu. Tími minn var 20. besti tími frá upphafi og 12. besti tími Íslendings, get verið stoltur af því (sjá mbl.is).
Ekki kominn með neinn hlaupa leiða og hlakka til að takast á við næstu hlaup, hver sem þau verða.
Merki:
Hlaup
2.5.11
Vormaraþon Félags maraþonhlaupara 2011
Vormaraþon 2011: 2. Örvar Steingrímsson, 1. Sigurjón Sigurbjörnsson og 3. Jóhann Gylfason (hlaup.com 2011) |
Ég hafði sofið frekar illa í tvær nætur vegna veikinda hjá strákunum mínum í vikunni. Kvöldið fyrir hlaup var því eyrnatöppum troðið í eyrun og farið snemma í háttinn, enda var vekjaraklukkan stillt snemma. Vaknaði kl. 5 eða 3 klst fyrir hlaup eins og tíðkast í undirbúningi fyrir maraþon. Fékk mér eina beyglu með osti og sultu og eina brauðsneið. Var svo rólegur heima og kláraði að gera mig til. Var búinn að reyna að drekka vel dagana á undan en hafði verið eitthvað tæpur í hálsinum í vikunni. Báðir strákarnir með mikinn hósta og sá eldri búinn að vera með hita heima. Maður var því nokkuð smeykur alla vikuna hvort að nú væri komið að manni að vera veikur á svona heppilegum tíma. Sem betur fer var ég mun betri í hálsinum heldur en daginn áður og var því vongóður um góðan dag og þessi "veikindi" myndi ekki hafa mikil áhrif á mig í hlaupinu.
Var mikið búinn að liggja yfir veðurspánni seinustu daga, sérstaklega eftir vindasama fyrri mánuði, og eina sem ég óskaði mér var að það yrði <5m/s. Var búinn að sjá það á maraþon pace æfingum að það yrði mjög erfitt að fara undir 3 klst ef það væru >10m/s. Spáin var fín fyrir hlaupið, 2m/s og 1-2°C. Þegar ég leit svo út um gluggann um morguninn og sá að það var byrjað að snjó, fannst mér það eiginlega vera hálf fyndið miðað við hvernig veturinn er búinn að vera. En ósk mín var uppfyllt og ég fékk mína <5m/s og meira segja gott betur.
Fékk mér einn banana og í bílnum á leiðinni niðureftir og drakk ca. 250 ml af Powerade. Var mættur ca. 45 fyrir hlaup niður í Elliðaárdal. Nánast logn en hitinn um 0-1°C og slydda. Stígarnir voru auðir og snjórinn virtist ekki haldast á stígunum. Ég þekkti nú ekki marga þannig að ég reyndi að taka því rólega og tók létta upphitun, um 2 km, og var sáttur við ástandið á mér. Fann fyrir einhverjum smá stífleika í hægri kálfa en hélt að það væri bara eitthvað smávægilegt og hafði ekki miklar áhyggjur af því. Var búinn að sjá fyrir hlaup að ég og Sigurjón Sigurbjörnsson ættum, ef allt gengi að óskum, að vera í efstu sætunum af þeim hlaupurum sem voru skráðir. Margir sterkir hlauparar sem höfðu farið heilt maraþon fyrr í mánuðinum og notuðu þetta hlaup sem æfingu fyrir 100 km hlaup í júní.
Hlaupafataúrvalið á mínum bæ er ekkert gríðarlegt þannig að ég var ekki með mikinn valkvíða yfir því í hverju ég ætti að hlaupa. Fór í hlaupa buxurnar mínar, þunnan síðerma bol og bol undir, svo með buff og hanska. Keypti mér fyrir ca. mánuð Asics Sky Speed skó og var búinn að hlaupa þá til án þess að þeir höfðu farið í kálfana á mér, hafði því ekki miklar áhyggjur að þeir myndu plaga mig í hlaupinu. Þorði ekki að hlaupa í race-erum og því voru þessir trainer-ar valdir. Fata- og skóvalið gekk vel upp þrátt fyrir slyddu en hefði átt að sleppa hönskunum. Eini staðurinn þar sem slyddan hafði áhrif var göngubrúin yfir Kringlumýrarbraut sem var nokkuð hál.
Mín áætlun fyrir hlaupið (ef veður leyfði) var að fara út á 4:08 mín/km pace og sjá svo til eftir hálf maraþon hvort ég gæti haldið því áfram. Þetta myndi gefa mér séns á 2:55 lokatíma sem var góða markmiðið mitt. Aðalmarkmiðið var að fara undir 3 klst og svo 3:05 var eitthvað sem maður geymdi ef allt myndi ganga á afturfótunum. Hafði verið að æfa mikið á 4:05 pace og var á tímabili að spá í því en eftir að margir maraþonhlauparar höfðu ekki náð markmiðum sínum í hlaupum erlendis nokkrum vikum á undan þá ákvað ég að þetta væri skynsamleg lausn.
Ég og Sigurjón fórum því fyrir hópnum og hlupum saman fyrstu tvo km saman, hann minnkaði þá aðeins ferðina eftir það og hélt svo sig ca. 20m -200m fyrir aftan mig. Fyrstu km gengu mjög vel og fann ég ekkert fyrir því að halda hraða. Hafði stillt úrið á 5km lap og eina sem ég spáði í var að halda réttum hraða og ekki fara of hratt. "Hlaupið byrjar ekki fyrr en á seinni hringum í fyrsta lagi" sagði maður við sig oft í huganum og reyndi að vera rólegur. Það gekk vel eftir og fór ég fyrstu 5km á 20:36 mín eða 4 sek á undan áætlun. Engin þreyta og allt gott, Óskar Jakobsson var svo á vatnsstöðinni við HR og var líka sem brautarvörður við Nauthólsvík og var gaman að hitta á hann fá góðan stuðning, sérstaklega á seinni hlutanum.
Hélt áfram að rúlla út á nes og ennþá gekk allt eins í sögu, hafði ekkert fyrir því að halda hraða en fannst púlsinn aðeins sveiflast til í úrinu án þess að finna mikið fyrir því. Úrið sýndi 170 bpm meðal púls fyrstu 5km en ég held að það sé ekki marktækt enda hefur púls mælirinn iðulega sýnt rugl fyrstu km, ekki nema að stressið fyrir hlaup hafi keyrt púlsinn svona upp. Næstu 25km var ég samt að hlaupa á 158-164bpm meðal púls skv úrinu. Veit ekki alveg hvort ég treysti púlsinum í úrinu, það var búið að vera batterís laust lengi og hafði ég ekki notað það í nokkuð langan tíma. Þarf samt að fara í frekari púls stúdíu og komast að því hvar minn mjólkursýru þröskuldur liggur.
10km á 41:13 mín og 5km lap á 20:37 mín, 7 sek á undan áætlun. Hitti Geir rétt fyrir snúningspunkt og tók létt spjall við hann. Hann var að fara í hálft og vildi vita hvernig fatavalið var að virka og hvernig ástandið væri. Gaman að hitta einhverja á annars einmannalegri braut. Var líka gaman eftir að maður snéri við að mæta hinum sem voru í maraþoninu.
Fór svo næstu 5km á 20:45 eða 15 km á 1:01:58 og var þá 2sek á undan áætlun. Fann ekki fyrir neinu og hélt áfram eftir áætlun. 20km á 1:22:30 og 5km lap á 20:32 mín, kominn 10 sek á undan, fór þennan legg líklegast aðeins og hratt en þetta er líklegast auðveldasti kaflinn á leiðinni. Mætti svo mömmu og pabba í Fossvoginum og var það mjög gaman, vissi svo þau að þau myndi ganga hlaupa leiðina og mæta mér aftur.
Þegar ég kom að snúnings punktinum þá ætlaði ég að kíkja á úrið og sjá heildar tímann og splittið en náði á einhvern hátt að læsa úrinu á "menu" skjánum. Var því eitthvað að spá í allt annað þegar ég kom á snúningspunktinn í hálfu og veit því alveg ekki hvert nákvæmt splittið er. En minnir að það hafi verið 1:27 eitthvað, líklegast 1:27:05 og því ennþá nokkrum sem á undan áætlun. Náði sem betur fer að laga úrið og sjá á hvaða tíma ég var að hlaupa.
Í Fossvoginum á leiðinni seinni hlutann fann ég svo að lærin voru aðeins byrjuð að stífna. Var því smá smeykur vitandi af fyrri reynslu hvað það er vont að hlaupa seinni hlutann á grjót stífum lærum. Var samt lítið mál að halda hraða og fannst ég rúlla vel, en vonbrigði að lærin voru strax farin að gefa eftir. Gaman að hitta svo mömmu og pabba aftur rétt eftir göngubrúnna. Kláraði 25km á 1:43:08 og 5km lap á 20:38 mín. Á þessum tíma voru svo lærin farinn í steik og ég farinn að finna fyrir hverju skrefi. Hljóp samt 25km til 30km hraðast lapið eða 5km á 20:30 mín og fannst ég halda hraðanum ágætlega. Veit ekki hvort það hafi verið einhver örvænting eða hvað sem fékk mig til að hlaupa þennan kafla hraðast, þegar ég hefði kannski átt að slá aðeins af. Þarna var sálfræðin byrjuð og maður í stöðugri baráttu við hausinn um að smá kvöl og pína seinustu 12-17km myndu nú alveg vera þessu virði. En djöfulli var þetta samt erfitt. Eftir snúningspunktinn rétt eftir 31km var svo aðeins skárra andlega þar sem maður fór aftur að mæta öðrum hlaupurum, ekki vera alveg einn í heiminum. Náði að rúlla ágætlega niður í Nauthólsvík og kláraði 35 km á 2:24:30, 5km á 20:52 mín eða 4:10 pace.
Þá var komið af vegginum fræga. Leiðin frá Nauthólsvík upp að Loftleiðum og svo niður meðfram Öskjuhlíðinni og að gróðrarstöðin í Fossvoginum var erfiðasti kaflinn. Þó svo að ég hafi verið að mæta nærri því öllu liðinu í hálfu maraþoni á þessum tíma þá var þetta andlega lægsti punkturinn í hlaupinu, byrjaði þá loksins að missa hraðann. Hjálpaði samt mikið að hitta marga á þessum legg en einhvern veginn dugði það ekki til, sársaukinn í lærunum var gríðarlegur og maður gerði sitt besta að rúlla áfram. Sigurjón tók svo framúr mér rétt fyrir göngubrúnna við 38 km. Átti ekkert inni til að fara á eftir honum og óskaði honum góðs gengis. Hjálpaði mér mikið að hafa einhvern sem var nálægt mér allan tímann. Bæði til að ýta mér áfram og svo til að elta í lokin. Hlaupið fór svo að verða auðveldara andlega þegar maður kom inn í Fossvoginn og viss að það var farið að styttast í annan endann á hlaupinu. Rétt við Fossvogsskóla tikkaði 40km inn á tímanum 2:46:23 eða 5km á 21:53 mín eða 4:22 pace. Stuttu seinna kíkti ég í fyrsta skipti á heildar tímann á klukkunni en fannst ég ekki eiga séns í undir 2:55 klst. Kláraði svo seinustu 2,2 km á 8:52 sem gerir 4:01 pace sem ég trúi varla því á þessum tíma fann ég varla fyrir því að hreyfast úr stað. Rúllaði svo gegnum undirgöngin inn í Elliðaárdal og svo yfir á stokkinn. Þá fór maður að heyra í móttöku nefndinni og gat gefið aðeins aukalega í, sá því miður of seint að með smá meiri píningu hefði maður komist undir 2:55. Kláraði á maraþonið á 2:55:13 og lenti í öðru sæti á eftir Sigurjóni.
Ekkert smá ánægður að komast loksins í mark næstum því á draum tímanum mínum og að þessu væri formlega lokið. Ekkert smá góð móttökunefnd og fékk maður fullt af hamingjuóskum strax við markið. Gaf mér mikið að vita af öllum fólkinu mínu á marklínu og það hélt mér gangi lengi vel að vita af því að eldri strákurinn minn gerði kröfu um 1. sætið og ekkert minna eins og heyrist í honum á myndbandi þegar hann sér að ég kom ekki fyrstur í mark. Fannst það eiginlega leiðinlegast fyrir hann að vinna ekki þó svo að það skipti mig minna máli. Var bara fullkomlega sáttur við minn tíma og það dugir alveg.
Fékk mér vel að drekka og beið alveg rennandi blautur þangað til að verðlauna afhendingin var, sem var fljótlega eftir að 3. maður kom í mark sem var Jói Gylfa á 3:04, 2 mín lakari en í Rotterdam fyrir 3 vikum. Skemmti mér mikið að spjalla við aðra hlaupara, bæði í heilu og hálfu en þurfi svo fljótlega að drífa mig heim þar sem ég skalf úr kulda. Gat því farið sáttur heim og ánægður með afrek dagsins. Bæting upp ca. 17 mínútur frá því í Reykjarvíkur maraþoninu 2010.
Drakk fyrst aðalega Powerade en svo bæði vatn og powerade. Tók tvö glös og ætli ca. helmingur af þeim hafi endað ofan í mér og afgangurinn sullaðist eitthvað. Á seinustu tveimur vatnsstöðvunum drakk ég svo vatn og powerade en fann aldrei fyrir neinum sérstökum þorsta, aðalega gert til að fyrirbyggja vökvaskort. Fékk mér gel á 5k, 15k, 20k, 25k og 30k og maginn réð léttilega við það, gæti trúað að þetta væri óþarflega mikið en vildi ekki taka áhættuna að verða eitthvað orkulaus. Fannst ég hafa næga orku allan tímann en það voru bara lærin sem stoppuðu mann og hægðu á manni.
Byrjaði fljótlega að stirna upp í lærum og kálfum og geng þessa stundina um eins og múmía sem má ekki hreyfa hnén, verst er samt að fara niður stiga. Held að öðru leyti sé ég heill í skrokknum og vonandi fara verstu harðsperrurnar að hverfa smá saman.
Ánægður með að vera orðinn múrari (undir 3 klst múrinn) eins og Sigurjón orðaði það fyrir hlaup.
29.3.11
Vika 12 2011
Vikan gekk vel fyrir sig hlaupalega þrátt fyrir að vera grasekkill nánast alla vikuna. Með hjálp góðs fólks komst maður út alla dagana nema ég tók frí á föstudaginn. Hljóp samtals 122,2km á 9:22 klst.
Mánudagur 21-03-2011
15,3km á 1:09 klst
Létt vaxandi hlaup um Elliðaárdalinn.
Þriðjudagur 22-03-2011
22,4km á 1:43
Rólegt í ræktinni, upphitun og niðurskokk úti.
Miðvikudagur 23-03-2011
17,0km á 1:21
Rólegt kringum Breiðholtið og Elliðaárdalinn.
Fimmtudagur 24-03-2011
20,3km á 1:28
12km tempó í ræktinni en upphitun og niðurskokk tekið út.
Föstudagur 25-03-2011
Frí
Laugardagur 26-03-2011
33,1km á 2:29 klst
Langa æfing vikunar. 10K rólega, svo 10K á MP, 5K rólega og 5K á MP, svo niðurskokk.
Tekið upp í bústað í úða og smá golu.
Sunnudagur 27-03-2011
14,2km á 1:08 klst
Rólegt í kringum Breiðholt og Elliðaárdal í vor stemmningu.
Samtals 122,2km á 9:22 klst.
Mánudagur 21-03-2011
15,3km á 1:09 klst
Létt vaxandi hlaup um Elliðaárdalinn.
Þriðjudagur 22-03-2011
22,4km á 1:43
Rólegt í ræktinni, upphitun og niðurskokk úti.
Miðvikudagur 23-03-2011
17,0km á 1:21
Rólegt kringum Breiðholtið og Elliðaárdalinn.
Fimmtudagur 24-03-2011
20,3km á 1:28
12km tempó í ræktinni en upphitun og niðurskokk tekið út.
Föstudagur 25-03-2011
Frí
Laugardagur 26-03-2011
33,1km á 2:29 klst
Langa æfing vikunar. 10K rólega, svo 10K á MP, 5K rólega og 5K á MP, svo niðurskokk.
Tekið upp í bústað í úða og smá golu.
Sunnudagur 27-03-2011
14,2km á 1:08 klst
Rólegt í kringum Breiðholt og Elliðaárdal í vor stemmningu.
Samtals 122,2km á 9:22 klst.
Merki:
Hlaup
25.3.11
Hlaupaskór
Í undirbúningi fyrir maraþon eru góðir hlaupaskór mjög mikilvægir. Hlaupnir eru margir km í hverri viku og því mikið álag á fæturnar. Síðan ég byrjaði að hlaupa markvisst, í október 2009, þá hef ég keypt mér þrjú pör af skóm. Ég hef átt tvö pör af Asics Nimbus 11 og eitt par af New Balance RC769. Fyrstu mánuðina, þar á meðan 10km undir 40mín í áramótahlaupi ÍR, hljóp ég á eld gömlum Asics Kayano sem voru löngu útúr slitnir.
Í byrjun árs 2010 keypti ég mér mína fyrstu Nimbus 11 skó og líkaði vel við þá, svo aftur í ágúst keypti ég aðra, báðir voru þeir á 25% afslætti í Intersport á ca. 24.000 kr. Keypti svo NB RC769 skó af vini mínum á slikk, en það eru racer-skór, aðalega notaðir í stuttum keppnum. En eins og kom að í byrjun þá er margir km hlaupnir í undirbúningi fyrir maraþon og því fer maður í gegnum mörg pör af skóm í þannig undirbúningi. Ég er nýbúinn að leggja fyrri Nimbus 11 skónum mínum (1500km) og allt í einu, áður en ég vissi af, þá eru hinir Nimbus 11 allt í einu komnir í 1250km. Það er talað um að ending á hlaupaskóm sé frá ca. 800km-1500km, góðir skór fara í 1200km-1500km. Nú eru ca. 5 vikur í vormaraþonið og skórnir mínir á tæpasta vaði og ég í miklu hlaupa magni þessa stundina, ca 400km á mánuði. Í svona álagi eru góðir skór mjög mikilvægir og er ég byrjaður að finna fyrir því að skórnir eru að renna sitt skeið á enda. Þannig að það var fátt annað í stöðunni en að drífa sig að fjárfesta í nýjum skóm.
Búinn að vera skoða mína möguleika innanlands og finnst mér Hlaupaskor.is einn besti kosturinn. Þetta eru bara svo mikil útgjöld fyrir einhverja vöru sem dugar kannski í 3-4 mánuði. Almennt verð á Nimbus 12 er 28.000kr. Ég fór því að skoða aðeins á netinu og sá að ég gat keypt tvenn pör af skóm á sama verði og eitt par hérna heima. Hvernig stendur á þessu að ekki sé hægt að bjóða ódýrari skó hérna heima? Eru tollarnir svona ótrúlega háir, er sendingagjaldið eða álagning hjá söluaðila sem drífur verðið svona hátt upp. Þetta verðlag gerir ekkert annað en að fólk leitar allra annara leiða en að kaupa af innlendum aðilum. Fái vini og ættingja til að kippa með einu bari næst þegar það fer til útlanda.
Endaði með að kaupa tvö ný pör af skóm af verslun á netinu sem heitir sportsdirect.com. Annars vegar Asics Nimbus 12 og hins vegar Nike Pegasus+27. Vona að þessir skór eigi eftir að reynast mér jafnvel og Nimbus 11 hafa gert.
![]() |
Asics Nimbus 11 |
Búinn að vera skoða mína möguleika innanlands og finnst mér Hlaupaskor.is einn besti kosturinn. Þetta eru bara svo mikil útgjöld fyrir einhverja vöru sem dugar kannski í 3-4 mánuði. Almennt verð á Nimbus 12 er 28.000kr. Ég fór því að skoða aðeins á netinu og sá að ég gat keypt tvenn pör af skóm á sama verði og eitt par hérna heima. Hvernig stendur á þessu að ekki sé hægt að bjóða ódýrari skó hérna heima? Eru tollarnir svona ótrúlega háir, er sendingagjaldið eða álagning hjá söluaðila sem drífur verðið svona hátt upp. Þetta verðlag gerir ekkert annað en að fólk leitar allra annara leiða en að kaupa af innlendum aðilum. Fái vini og ættingja til að kippa með einu bari næst þegar það fer til útlanda.
![]() |
Asics Nimbus 12 |
![]() |
Nike Pegasus+27 |
Merki:
Hlaup
24.3.11
Poppplaylistinn
Fór út í gærkvöldi að hlaupa. Ætlaði að hlaupa í ræktina og taka æfingu dagsins þar en þar sem það var svo fínt veður úti þá ákvað ég að halda áfram framhjá Salalauginni og taka æfinguna alla úti. Fékk einhvern sting í hægri kálfa/hásin á mánudaginn og fór því varlega upp brekkur þar sem gæti reynt á slíka vöðva. Færið er loks að skána og margir stígar auðir, verst var að hlaupa Elliðaárdalinn. Skrýtið að halda ekki svona fjölförnum stígum góðum en það er annað mál.
Fór út með ipodinn hennar Önnu og hlustaði á dúndrandi popplög sem voru alveg að gera sig. Hef í allan vetur mikið til verið að hlusta á sama play-listann (sem ég tók með mér í Laugavegshlaupið í fyrra sumar) ásamt því að hlusta á hljóðbækur. En ákvað að deila hér nokkrum vel völdum lögum sem eru á play-listanum góða.
Poppplaylistinn
Eminem - Not Afraid
Kanye West - All of the Lights
Robyn - Dancing On My Own
Shakira - Waka Waka
Crystal Castles - Not In Love (feat. Robert Smith)
Cheryl Cole - Fight For This Love
Fór út með ipodinn hennar Önnu og hlustaði á dúndrandi popplög sem voru alveg að gera sig. Hef í allan vetur mikið til verið að hlusta á sama play-listann (sem ég tók með mér í Laugavegshlaupið í fyrra sumar) ásamt því að hlusta á hljóðbækur. En ákvað að deila hér nokkrum vel völdum lögum sem eru á play-listanum góða.
Poppplaylistinn
Eminem - Not Afraid
Kanye West - All of the Lights
Robyn - Dancing On My Own
Shakira - Waka Waka
Crystal Castles - Not In Love (feat. Robert Smith)
Cheryl Cole - Fight For This Love
3.1.11
Bestu plötur ársins 2010
Eins og með lögin hefur verið hefð að koma með bestu plötur ársins. Hérna eru þær plötur sem mér fannst bestar 2010.
10 bestu íslensku plötur ársins 2010:
1. Agent Fresco - A Long Time Listening
2. Prófessorinn og Memfismafían - Diskóeyjan
3. Jónsi - Go
4. Seabear - We Built a Fire
5. Retro Stefson - Kimbabwe
6. BlazRoca - KópaCabana
7. Hjálmar - Keflavík Kingston
8. Ensími - Gæludýr
9. Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
10. Ólöf Arnalds - Innundir skinni
Nokkrar plötur sem eru sæmilegar en komstu ekki á topp 10.
Cliff Clavin - The Thief's Manual, Who Knew - Bits and Pieces of a Major Spectacle og Prinspóló - Jukk
Agent Fresco með lang bestu plötuna en auðvitað er Diskóeyjan alveg mögnuð líka. Kári geri lítið annað þessa dagana en að syngja einhvern snilldar textann uppúr Diskóeyjunni.
10 bestu erlendu plötur ársins 2010:
1. The National - High Violet
2. Arcade Fire - The Suburbs
3. Wolf Parade - Expo 86
4. The Dead Weather - Sea of Cowards
5. Vampire Weekend - Contra
6. Kings of Leon - Come Around Sundown
7. Frightened Rabbit - The Winter of Mixed Drinks
8. Spoon - Transference
9. Beach House - Teen Dream
10. Gorillaz - Plastic Beach
Nokkrar góðar sem ekki komust á topp 10.
Hot Chip - One Life Stand, Brandon Flowers - Flamingo, The New Pornographers - Together
Mín uppáhalds hljómsveit The National með bestu plötu ársins. Hlustaði á hana mikið í Grænlandi og svo jafnt yfir allt árið. Mögnuð plata frá frábæru bandi. Annars voru þrjár efstu lang bestu plötur ársins.
10 bestu íslensku plötur ársins 2010:
1. Agent Fresco - A Long Time Listening
2. Prófessorinn og Memfismafían - Diskóeyjan
3. Jónsi - Go
4. Seabear - We Built a Fire
5. Retro Stefson - Kimbabwe
6. BlazRoca - KópaCabana
7. Hjálmar - Keflavík Kingston
8. Ensími - Gæludýr
9. Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
10. Ólöf Arnalds - Innundir skinni
Nokkrar plötur sem eru sæmilegar en komstu ekki á topp 10.
Cliff Clavin - The Thief's Manual, Who Knew - Bits and Pieces of a Major Spectacle og Prinspóló - Jukk
Agent Fresco með lang bestu plötuna en auðvitað er Diskóeyjan alveg mögnuð líka. Kári geri lítið annað þessa dagana en að syngja einhvern snilldar textann uppúr Diskóeyjunni.
10 bestu erlendu plötur ársins 2010:
1. The National - High Violet
2. Arcade Fire - The Suburbs
3. Wolf Parade - Expo 86
4. The Dead Weather - Sea of Cowards
5. Vampire Weekend - Contra
6. Kings of Leon - Come Around Sundown
7. Frightened Rabbit - The Winter of Mixed Drinks
8. Spoon - Transference
9. Beach House - Teen Dream
10. Gorillaz - Plastic Beach
Nokkrar góðar sem ekki komust á topp 10.
Hot Chip - One Life Stand, Brandon Flowers - Flamingo, The New Pornographers - Together
Mín uppáhalds hljómsveit The National með bestu plötu ársins. Hlustaði á hana mikið í Grænlandi og svo jafnt yfir allt árið. Mögnuð plata frá frábæru bandi. Annars voru þrjár efstu lang bestu plötur ársins.
Merki:
Tónlist
Tónlistinn 2010
Það hefur verið hefð hjá mér að koma með lista með bestu lögum ársins og í ár (2010) verður ekki gerð undantekning á þeirri reglu.
Aðeins eitt lag af hverri plötu kemst á listann svo þetta verði aðeins fjölbreytilegra. Hérna eru bestu lög ársins að mínu mati.
Bestu íslensku lög ársins 2010:
1. Agent Fresco - Pianissimo
2. Bróðir Svartúlfs - Rólan sveiflast enn
3. Jónsi - Go Do
4. Páll Óskar og Memfismafían - Það geta ekki allir verið gordjöss
5. BlazRoca - Allir eru að fá sér (ft. xxxRottweiler og Raggi Bjarna)
6. Reykjavik! - Cats
7. Retro Stefson - Karamba
8. FM Belfast - Vertigo
9. Seabear - Fire Dies Down
10. Nóra - Bólaheiðfall
11. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Þitt auga
12. Prinspóló - Skærlitað gúmmilaði
13. Ólöf Arnalds - Crazy Car
14. Ummi - Svefnleysi
15. Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
16. Ensími - Aldanna ró
17. Who Knew - Made Belief
18. Moses Hightower - Bílalest út úr bænum
19. Hjálmar - Blómin í brekkunni
20. Eberg og Pétur Ben - Come On Come Over
21. Benny Crespo's Gang - Night Time
22. Ólafur Arnalds & Haukur Heiðar - A Hundred Reasons
23. Rökkurró - Augun opnast
24. Hudson Wayne - Cave In
25. Cliff Clavin - As It Seems
Bestu erlendu lög ársins 2010:
1. The National - Anyone's Ghost
2. Wolf Parade - What Did My Lover Say (It Always Had to Go This Way)
3. Gorillaz - On Melancholy Hill
4. Hot Chip - I Feel Better
5. Arcade Fire - We Used to Wait
6. Kings of Leon - Pyro
7. Belle & Sebastian - I Want the World to Stop
8. Vampire Weekend - White Sky
9. Beach House - Take Care
10. Brandon Flowers - Playing with Fire
11. Interpol - Lights
12. Muse - Neutron Star Collision (Love is Forever).MP3
13. The Dead Weather - Old Mary
14. Frightened Rabbit - Living in Colour
15. Bright Eyes - Coyote Song
16. Spoon - Goodnight Laura
17. Two Door Cinema Club - Something Good Can Work
18. The New Pornographers - Crash Years
19. Eminem - Cold Wind Blows
20. MGMT - Congratulation
21. Alicia Keys - Empire State Of Mind (Part II) Broken Down
22. Yeasayer - Ambling Alp
23. Ou Est Le Swimming Pool - Dance The Way I Feel
24. Band of Horses - Dilly
25. Bombay Bicycle Club - Dust On the Ground
Aðeins eitt lag af hverri plötu kemst á listann svo þetta verði aðeins fjölbreytilegra. Hérna eru bestu lög ársins að mínu mati.
Bestu íslensku lög ársins 2010:
1. Agent Fresco - Pianissimo
2. Bróðir Svartúlfs - Rólan sveiflast enn
3. Jónsi - Go Do
4. Páll Óskar og Memfismafían - Það geta ekki allir verið gordjöss
5. BlazRoca - Allir eru að fá sér (ft. xxxRottweiler og Raggi Bjarna)
6. Reykjavik! - Cats
7. Retro Stefson - Karamba
8. FM Belfast - Vertigo
9. Seabear - Fire Dies Down
10. Nóra - Bólaheiðfall
11. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Þitt auga
12. Prinspóló - Skærlitað gúmmilaði
13. Ólöf Arnalds - Crazy Car
14. Ummi - Svefnleysi
15. Jónas Sigurðsson - Allt er eitthvað
16. Ensími - Aldanna ró
17. Who Knew - Made Belief
18. Moses Hightower - Bílalest út úr bænum
19. Hjálmar - Blómin í brekkunni
20. Eberg og Pétur Ben - Come On Come Over
21. Benny Crespo's Gang - Night Time
22. Ólafur Arnalds & Haukur Heiðar - A Hundred Reasons
23. Rökkurró - Augun opnast
24. Hudson Wayne - Cave In
25. Cliff Clavin - As It Seems
Bestu erlendu lög ársins 2010:
1. The National - Anyone's Ghost
2. Wolf Parade - What Did My Lover Say (It Always Had to Go This Way)
3. Gorillaz - On Melancholy Hill
4. Hot Chip - I Feel Better
5. Arcade Fire - We Used to Wait
6. Kings of Leon - Pyro
7. Belle & Sebastian - I Want the World to Stop
8. Vampire Weekend - White Sky
9. Beach House - Take Care
10. Brandon Flowers - Playing with Fire
11. Interpol - Lights
12. Muse - Neutron Star Collision (Love is Forever).MP3
13. The Dead Weather - Old Mary
14. Frightened Rabbit - Living in Colour
15. Bright Eyes - Coyote Song
16. Spoon - Goodnight Laura
17. Two Door Cinema Club - Something Good Can Work
18. The New Pornographers - Crash Years
19. Eminem - Cold Wind Blows
20. MGMT - Congratulation
21. Alicia Keys - Empire State Of Mind (Part II) Broken Down
22. Yeasayer - Ambling Alp
23. Ou Est Le Swimming Pool - Dance The Way I Feel
24. Band of Horses - Dilly
25. Bombay Bicycle Club - Dust On the Ground
Merki:
Tónlist
2.12.10
Nóvember
Þá er kominn desember og tímabært að kíkja hvernig maður stóð sig í nóvember.
Ég hljóp samtals 265 km í nóvember sem er það hæsta á árinu og minn besti mánuður síðan ég byrjaði að hlaupa af alvöru fyrir ári síðan. Mín fyrsta færsla inná Hlaupadagbókina kom 5. nóvember 2009.
Það tók ca. 22 klst að hlaupa þessa 265 km og var að æfa 22 daga í mánuðinum, voru einhver veikindi á heimilinu í byrjun mánaðarins og svo kom einhver leti sumarbústaðarhelgi eftir það, annars hefur þetta verið mjög gott með 6 æfingadaga vikum.
Þá tók ég þátt í einni keppni og var það Vetrarhlaup Powerade nr. 2 og náði ég mínum besta tíma í 10 km hlaupi á 38:59 mín.
Að nóvember sé með hæsta æfingamagnið er nú nokkuð skrítið þegar maður hugsar úti það að ég fór bæði Laugavegshlaupið og Reykjavíkur maraþonið.
Árið er komið upp í 1.730 km og það tók 138 klst og 6 mín að hlaupa þetta. Get ekki verið annað en ángæður með þetta.
Ég hljóp samtals 265 km í nóvember sem er það hæsta á árinu og minn besti mánuður síðan ég byrjaði að hlaupa af alvöru fyrir ári síðan. Mín fyrsta færsla inná Hlaupadagbókina kom 5. nóvember 2009.
Það tók ca. 22 klst að hlaupa þessa 265 km og var að æfa 22 daga í mánuðinum, voru einhver veikindi á heimilinu í byrjun mánaðarins og svo kom einhver leti sumarbústaðarhelgi eftir það, annars hefur þetta verið mjög gott með 6 æfingadaga vikum.
Þá tók ég þátt í einni keppni og var það Vetrarhlaup Powerade nr. 2 og náði ég mínum besta tíma í 10 km hlaupi á 38:59 mín.
Að nóvember sé með hæsta æfingamagnið er nú nokkuð skrítið þegar maður hugsar úti það að ég fór bæði Laugavegshlaupið og Reykjavíkur maraþonið.
Árið er komið upp í 1.730 km og það tók 138 klst og 6 mín að hlaupa þetta. Get ekki verið annað en ángæður með þetta.
Merki:
Hlaup
7.9.10
Vika 35
30.08.2010-05.09.2010.
Ætla að reyna að halda smá dagbók yfir hreyfingu í hverri viku hjá mér. Ég byrjaði að hlaupa aftur eftir smá hvíld eftir Reykjavíkur maraþonið. Tók þrjú hlaup og hjólaði tvisvar í vinnuna, ætla að reyna að vera duglegri við það.
Hlaup: 25,9 km og 2:03 klst
Hjól: 27 km og 1:17 klst.
Þetta á vonandi eftir að aukast eitthvað næstu vikurnar.
Ætla að reyna að halda smá dagbók yfir hreyfingu í hverri viku hjá mér. Ég byrjaði að hlaupa aftur eftir smá hvíld eftir Reykjavíkur maraþonið. Tók þrjú hlaup og hjólaði tvisvar í vinnuna, ætla að reyna að vera duglegri við það.
Hlaup: 25,9 km og 2:03 klst
Hjól: 27 km og 1:17 klst.
Þetta á vonandi eftir að aukast eitthvað næstu vikurnar.
2.9.10
Fyrsti í hausti
Þá er september byrjaður og haustið gengið í garð, þó svo það sé nú ennþá hlýtt úti. Tók mína fyrstu æfingu eftir Reykjavíkurmaraþonið í gær. Ég hjólaði í vinnuna og tilbaka og svo fór ég eftir mat út að hlaupa. Hljóp 6,7 km á 30:32. Fór fyrst 2 km upphitun svo 3x1km með 400m rólegum kafla. Svo heim. Fínt hlaup og fann hvergi til í líkamanum. Gott að vera kominn aftur af stað og geta hlaupið algjörlega meiðslalaus, vonandi bæði orðinn góður í hásin og mjöðm.
Fínt að vera ekki að æfa fyrir neitt sérstakt en á reyndar eftir að ákveða hvað maður mun koma til með að leggja áherslu á í haust / vetur. Það mun líklegast spilast eitthvað af því hvað maður ætlar sér að gera næsta sumar í formi keppna. Mig langar reyndar að byrja aðeins að synda og kannski fara hjóla aðeins meira. Þá væri markmiðið að taka þátt í þríþraut. Væri kannski gaman að fara í Kópvogsþríþrautina næsta sumar. Hún er stutt og fínn vettvangur til að byrja á þríþraut. En fyrst þarf ég að læra skriðsund frá grunni, lélegri sundmaður finnst varla, eða ég vill allavega meina það.
Nú er bara að reyna að búa sér til einhverja æfingaáætlun og reyna að vera duglegur að æfa í vetur. Stefnan sett á 5-6 æfingar í viku og nú ætla ég að takmarka fótbolann verulega, virðist alltaf meiðast á einn eða annan hátt í þessu stórhættulega sporti.
Merki:
Hlaup
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)