Skokk í hádeginu. Fór af stað kl. 11:30. Rok og rigning úti, þó svo ég hafi sloppið við mestu gusurnar. Hiti ca. 8°C. Fór niður í Grafarvog, hringinn í voginum og svo inn í Elliðaárdal meðfram Sævarshöfða. Fínt skjól í botni vogsins og einnig í eyjunni í dalnum. Sunnanmegin upp að Árbæjarlaug og svo tilbaka þaðan niður í vinnu. Fínt og létt skokk, ekkert streð. 11,4km á 52:42 mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli