27.9.13

Létt 6km MP tempó

Var búinn að ákveða að taka þátt í Hjartadagshlaupinu en hélt það væri á laugardegi ekki sunnudegi. Var búinn að taka því rólega á fimmtudegi og ætli að sleppa æfingu í dag en þar sem ég var eitthvað óákveðinn með hvort ég ætti að taka þátt í 10km hlaupinu ákvað ég að fara á æfingu. Fór af stað frá Salalauginni á meðan strákurinn var í fimleikum. Vildi ekki hlaupa inni þar sem það var svo gott veður. Reyndar nokkuð kalt en nánast logn og sól. Var nokkuð ferskur og rúllaði auðveldlega af stað. Datt svo óvænt inní 6km MP tempó hlaup sem var nokkuð létt, hélt svo ca. 4:15-4:20 pace-i eitthvað áfram. Rúllaði í kringum 200 kóp og endaði svo aftur upp í Versölum. 16km á 1:08 klst.

Engin ummæli: