17.9.13

3x3000m

Fór í Actic eftir kvöldmat. Hljóp þangað 4 km upphitun, ennþá talsvert rok og hiti um 3°C. Tók svo 400m start á brettinu og fór síðan í 3x300m með 3' í hvíld. Var nokkuð ferskur en ákvað að sleppa þessari æfingu í gær þar sem ég var með þá grillu í haustnum að ég væri að verða veikur.
Var á 16,2 km/klst á brettinu í fyrsta sprett og gekk það fínt, jók svo hraðann í 16,3 í næsta og fann strax fyrir því. Seinasti sprettur tók svo smá á en þá jók ég hraðann aftur upp um 0,1 í 16,4 og svo hraðar seinustu 800m. Tók smá styrktar æfingar en hafði lítinn tíma þar sem ræktin var að loka. Hljóp svo 3km heim í meðvindi.

Time    Split    Split time    Pace    Texti
00:02:05    0.40    00:02:05    00:05:13    Upphitun
00:13:09    3.00    00:11:04    00:03:41    Sprettur #1
00:16:23    0.60    00:03:14    00:05:23    Hvíld
00:27:24    3.00    00:11:01    00:03:40    Sprettur #2
00:30:14    0.50    00:02:50    00:05:40    Hvíld
00:41:00    3.00    00:10:46    00:03:35    Sprettur #3
00:41:35    0.10    00:00:35    00:05:50    Hvíld

Góð æfing og endaði daginn samtals. 17,7 km með upphitun og niðurskokki.

Engin ummæli: