Hljóp að heiman út í Guðmundarlund, þaðan inná Hamraneslínu 1 línuveginn framhjá Arnarbæli og Grunnuvötnum og að Vífilstaðahlíð. Þaðan hlaupið í átt að Heiðmörk og svo hestaslóðin í átt að Kaldárseli.
Fór svo uppá Helgafelið og fékk loksins eitthvað útsýni á toppnum. Fór aftur niður og norðan við Valahnúk og í átt að Húsfelli, áttaði mig á því að ég væri löngu fallinn á tíma og væri farið að styttast í matarboð. Fór því þvert yfir í átt að Búrfelli og inn í Búrfellsgjána og þaðan Lönguhlíðina inn í Heiðmörk og heim.
Fínt veður smá vestan átt en þurrt og hlýtt. Var orðinn smá sárfættur í lokin en annars ferskur.
25km á 2:13 klst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli