Hljóp 4km í ræktina í flottu veðri. Hlýtt og smá ringing en nánast logn. Þar var á dagskrá svokölluð Michigan æfing. Hún samanstendur af 600m@T - 1200m@10K - 1000m @5K - 800m@3K - 400m hratt, "hvíld" milli spretta 1600m@MP.
Hérna eru splitin:
Distance Time Split Split time Pace Texti
0.4 00:02:03 0.40 00:02:03 00:05:07 Upphitun
2.0 00:07:57 1.60 00:05:54 00:03:41 1600@T
3.6 00:14:19 1.60 00:06:22 00:03:59 1600@MP
4.8 00:18:37 1.20 00:04:18 00:03:35 1200@10K
6.4 00:25:00 1.60 00:06:23 00:03:59 1600@MP
7.4 00:28:27 1.00 00:03:27 00:03:27 1000@5K
9.0 00:34:50 1.60 00:06:23 00:03:59 1600@MP
9.8 00:37:28 0.80 00:02:38 00:03:18 800@3K
11.4 00:43:50 1.60 00:06:22 00:03:59 1600@MP
11.8 00:45:03 0.40 00:01:13 00:03:02 400 hratt
1600m og 1200m á 16,2km/klst og 1200m á 16,7km/klst gekk fínt svo svo fór þetta að vera virkilega erfitt. Bæði 1000m á 3:27 pace-i og 800m á 3:17 voru virkilega erfitt, náði sem betur fer alltaf að jafna mig á MP paceinu sem var 15km/klst eða 4min/km. En var á bretti og var orðið verulega heitt í lokin. Endaði svo á all out spretti.
Kældi hausinn eftir þetta og tók svo notalegt skokk heim. Endaði daginn í 19km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli