22.9.13

Langur laugardagur og vikan

 Vaknaði kl. 6 og fékk mér morgunmat. Sá fram á að það yrði erfitt að koma 2+ klst hlaupa túr inn í daginn þannig að þetta var ákveðið kvöldið áður. Var svo kominn út um kl. 6:30 í fallegt haustveður, byrjað að birta og stefnan strax tekin á Heiðmörk. Fór þar Ríkishringinn 2x og var fyrri umferðin mun erfiðari en sú seinni þar sem ég var ennþá frekar stífur og þungur eftir fimmtudags boltann. Virkilega hægur en það var allt í lagi. Rúllaði þetta bara rólega og var að hlusta á Feigð eftir Stefán Mána.
Kláraði svo smá lykkju upp í 30km og var eitthvað voða þreyttur eftir þetta. Samt vel nærður og tók 2 gel og nóg að drekka. 30km á 2:29 klst.
Ágæt vika, 2 mjög góðar æfingar, 1 löng og svo uppfylling. 5 hlaupaæfingar, 1 fótbolti og frí tvo daga. Var eitthvað smá slappur á mánudaginn og svo hvíld á sunnudaginn og barnaafmæli. Vikan endaði í 86km og 6:34 klst.

Engin ummæli: