20.9.13

Skokk á bretti

Fór á brettið á meðan Kári var í fimleikum. Erfiður gærdagur, fór 10 km tempó í hádeginu og svo var ég plataður í innanhús fótbolta um kvöldið. Það reyndi á einhverja vöðva í fótunum sem ég ef ekki notað mjög lengi og var því frekar stirður þegar maður mætti á brettið. Sá strax eftir því að fara ekki út að hlaupa því mér leiðist svona lull á brettinu, betra að vera úti í því. En tók því annars nokkuð rólega, byrjaði í 12 fór svo í fljótlega upp í 13 var eitthvað voða þreyttur á því og tók 1 km í viðbót rólega. Tók svo km 6-7-8-9 á 14-15-14-13 og kláraði svo rólega upp í 12.

Engin ummæli: