Uppí bústað. Fór niður Svínadalinn og út í Hvalfjörð, hljóp þaðan niður í átt að Þjóðvegi 1. Talsverður mótvindur í byrjun og í átt að Hvalfirðinum en svo datt þetta meira í hliðarvind og lægði einnig eitthvað. Byrjaði svo tempó kaflann að hlaupa inn Hvalfjörðinn. Þessi leið er með lúmskar hæðir og því erfitt að halda jöfnum hraða, hægði því aðeins á mér upp brekkur og gaf í niður þær. Fór 6km á MP-hraða og svo 1,6km á T-hraða og svo aftur 6km á MP-hraða. Vindurinn var ekki að hafa mikil áhrif því hann kom á hlið.
Fór fyrsta tempó kaflann á 3:58 pace-i sem gekk fínt en næsti kafli var mjög erfiður. Var að hugsa um að vera á 3:42 pace-i en kaflinn byrjaði á brekku sem var erfið og svo reyndi maður að gefa aðeins í eftir ca. 800m þegar fór að halla undan fæti. Náði samt að jafna mig á seinasta MP kaflanum en samt vel þreyttur. Tók tvö gel og var með 1. lítra af vatni í bakpokanum. Næg orka og góð æfing.
Distance Time Split dis. Split time Pace Text
13.01 01:01:29 13.01 01:01:29 00:04:44 Upphitun
19.02 01:25:19 6.01 00:23:50 00:03:58 6km MP
20.62 01:31:22 1.61 00:06:03 00:03:45 1.6km T
26.63 01:55:09 6.01 00:23:47 00:03:57 6km MP
26.7 01:55:51 0.07 00:00:42 00:10:00 Hvíld
30.39 02:17:12 3.70 00:21:21 00:05:46 Rólegt
Tók því svo rólega á sunnudaginn til að vera ferskur í næstu viku. Endaði því vikuna í 91 km og ca. 6:48 klst á hlaupum. Fínt magn og 3 lykil æfingar og því ein besta vika í nokkra mánuði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli