31.3.08

Vor í lofti?

Eftir nokkuð kuldakast um páskana þá er farið að hlýna hér í Þrándheimi. Veðrið í dag er heiðskírt og ca. 8-10°C og ekki laust við að það sé kominn smá vor fílingur í mann, þó það eigi nú alveg örugglega eftir að koma eitthvað kuldakast í viðbót. Vorið í fyrra var ekki gott og er maður að vona eftir betra vori þetta árið. Hérna eru myndir sem teknar voru 14.04.2007 og svo viku seinna var allt á kafi aftur í snjó eins og má sjá hér.

Nú eru allir göngustígar gjörsamlega þaktir möl/sandi en vonandi fara bæjarstafsmenn Þrándheims að sópa það upp þannig að maður geti farið að bruna á öðru hundraðinu í skólann.

Um helgina komast familían á rosa útsölu í einni sportvöru verslun. Stórinnkaup voru gerð á skíðahjálmum, 3 stykki, og aðeins þurfti að leggja út 300 nkr. fyrir herlegheitin. Upphaflegt verð hefði verið nær 2600 nkr þannig að við vorum að "græða" þvílíkt. Nú þarf maður að komast allavega einu sinni í viðbót á skíði til að prufa græjurnar.

Laugardagurinn var notaður í að aðstoða Jóa, Kittý og co að flytja í Steinan. Alltaf gaman að halda á þvottavél uppá fjórðu hæð en þetta gekk fljótt af. Svo var okkur boðið í kaffi til Stebba, Hildar og co í tilefni af nýjum nágrönnum.

Svo fór maður í ekta Moholt partý/afmæli hjá Heiðu um kvöldið. Maður var spurður hægri vinstri hvernig gekk að flytja og eftir þessa síendurteknu spurningar var maður farinn að halda að fólk hefði enga trú á að ég gæti lyft nokkrum sköpuðum hlut. Sjálfálitið hlaut svo frekari hnekk þegar fólk byrjaði að gagnrýna playlistann sem ég gerði fyrir kvöldið, en hann var settur saman á ca. 1 mín og því hlaut að detta inn eitthvað væmið lag.

En þrátt fyrir endalausar árásir á mig og mína karlmennsku þá var gaman að komast út og spjalla við fólkið. Þar sem þetta var "multi cultural" partý þá þurftu maður stundum að tala á ensku en það var mjög furðulegt til að byrja með því alltaf voru að poppa upp norsk orð í huganum og var því þankagangurinn ca. svona: Íslenska - Norksa - Enska.

Upphaflega var planið að fara í bæinn en þar sem allir staðir lokuðu klukkutíma fyrr en venjulega, sökum breytinga vegna sumartíma, þá var ákveðið að sleppa því. Þannig að nú erum við hér í Noregi tveimur klukkutímum á undan Íslandi, bara svo þið vitið það.

28.3.08

Hlaupagikkur

Þá er komin tími á að reyna að fara hreyfa sig eftir ansi langa pásu. Búinn að fara tvisvar út að hlaupa í vikunni og planlagt er að fara aftur í dag, fínt að reyna að ná þrisvar sinnum í viku.

Stefnan er svo tekin á hálfmaraþon í Reykjarvíkur maraþoni Glitnis.

Hérna er leiðin sem ég er búin að vera að hlaupa, fín heimasíða sem heldur utan um hlaup og almennar æfingar.
Þetta eru 4,67 km skv google og ég hleyp þetta á ca. 25 mín, það gera ca. 11,2 km/klst sem er þokkalegt held ég. En nú er bara að vera duglegur að fara út að hlaupa og komar sér í form fyrir sumarið.



Kemur einhver með?

26.3.08

Útsýnið frá Lundaþigni

Útsýnið frá Lundaþingi, Akrafjallið og Esjan sjást mjög vel.

Esjan flott frá lóðinni okkar (þó svo að við verðum ekki með beint útsýni úr húsinu yfir alla Esjuna.

Frábært að vera loksins kominn með myndir af lóðinni okkar í Lundaþingi, Jón Haukur á heiðurinn af þessum myndum og fær hann miklar þakkir frá okkur fjölskyldunni.

Ég er alveg búinn að iða í skinninu að fá að sjá bæði landið og einnig útsýnið frá lóðinni. Eins og sést á þessum myndum er útsýnið ekki amalegt. Ættum að ná að sjá Snæfellsjökul, Akrafjallið og Esjuna. Við verðum reyndar ekki með beint útsýni yfir Esjuna þar sem við erum innra húsið, við fáum garð í suður í staðinn. Svo veit maður reyndar aldrei hvernig næstu hús koma til með að skyggja á útsýnið, en það kemur allt í ljós.
En ég hef nú alltaf haft "sof spott" fyrir sólarlagi, ég er því vongóður um að ná sumar sólarlaginu úr stofuglugganum.

Nú verður kvöldinu eytt í að æfa mig í Revit teikniforritinu þannig að maður geti sett þetta allt húsið upp í 3D.
Ég er komin svona langt í Tutorial-inu í Revit

24.3.08

Páskar

Páskarnir eru búnir að vera alveg frábærir. Ég og Kári fórum í páskafrí á miðvikudaginn en Anna var að vinna þangað til um helgina. Það var frí á leikskólanum hans Kára á miðvikudaginn þannig að maður var neyddur í páskafrí einum degi fyrr en vanalega. Ég og Kári vorum duglegir á miðvikudag og fimmtudag að fara út á snjóþotu, út á róló eða í göngutúr um hverfið. Ekkert mál að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera þegar veðrið er svona fínt.

Allir að grilla pylsur í "ut på tur" í Estenstadmarka (21.03.2008)

Á föstudaginn langa var farið í alvöru norskan "ut på tur" upp í Estenstadmarka. Anna var reyndar að vinna en ég og Kári skelltum okkur með 3 öðrum fjölskyldum upp í Estenstadmarka sem er eitt af mörgum útivistarsvæðum Þrándheims. Kveikt var í báli, grillaðar innbakaðar pylsur sem heppnuðust mis vel og drukkið kakó. Allir skemmtu sér mjög vel í glampandi sól og frábæru veðri. Eftir matinn var svo farið í píslargöngu í leiðsögn Stebbi sem ætlaði með okkur í smá göngutúr, "aðeins lengra en við komum". Ég hafði mjög gaman af þessu en flestir af yngri kynslóðinni voru orðin örlítið þreytt í lokin.
Um kvöldið hittust svo allir hjá Steinan fjölskyldunni og var haldið sameiginlegt páska matarboð. Borðaður var góður matur, drukkið og spjallað frameftir kvöldi. Mjög skemmtilegt allt saman.

Anna og Kári að skoða dýrin í Voll Gård (22.03.2008)

Upphaflega átti laugardagurinn að vera svona slappa af dagur en það endaði svo með fullri dagskrá. Um morguninn var farið í göngutúr upp til Voll gård sem er opin bóndabær, þar voru öll dýrin úti og Kári hafði mjög gaman að skoða þau. Kindur, beljur, naut, geitur, hænur, hanar, kanína og sleðahundur voru á meðal dýranna í Voll. En svo var líka villi svín og ég er ekki í vafa um að þarna var á ferð eitt allra ljótasta dýr sem ég hef á ævinni minnis séð (sjá á ljósmyndasíðunni).
Ég og Kári á fullri ferð á Stiga sleða, ég áhyggjufullur á svip (22.03.2008)

Seinni part dags var svo notaður í miklar snjóþotu og sleða æfingar þar sem foreldrarnir skemmtu sér ekki síður en Kári.

Ég á stökkpallinum í Storlien, aðeins búið að eiga við staðreyndir í þessari mynd (23.03.2008)

Á páskadag var farið í skíðaferð til Storlien í Svíþjóð. Þetta er ekta landamæra bær þar sem er ca. ein búð þar sem norðmenn koma til að versla. Í seinustu búðarferð tóku við eftir því að þetta gæti verið áhugavert skíðasvæði og því var ákveðið að prufa eitthvað nýtt og skella sér á vit ævintýrana (segi svona). Enn og aftur var alveg glampandi sól en í þetta skiptið var nokkuð kalt eða -15°C þegar við renndum í hlað. Við létum það ekki aftra okkur og skíðað var allan daginn, Kári var meira að segja á bakinu á mér fyrri part dags eða þangað til við fórum í mat. Ekkert smá gaman hjá honum þó svo að kuldinn hafi alveg bitið mann í kinnarnar, "meira meira" var eina sem maður heyrði þegar við komum niður.
Eftir góðan skíðadag var ferðin auðvitað notuð til að versla í Storlien (alveg eðlilegt). Í páskamatinn var svo öllu tjaldað til ala Anna. Frábær kalkúna bringa (sem keypt var í seinustu Storlien ferð) í aðalrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Semsagt frábær páskadagur hjá okkur hérna í Norge.

Í dag var svo mannskapurinn eitthvað þreyttur og hætt var við planlagða sundferð. Förum svo í mat til Kristin, Haakon og Ola og við vorum mætt til þeirra á slaginu fjögur því þá borða norðmenn middag. Í matinn var ekta norskur matur eða kjötbollur með kartöflum, mjög gott allt saman. Ola og Kári voru svo í miklu stuði hlaupandi og hoppandi um alla íbúðina svona milli þess að vera að rífast um flotta traktorinn hans Ola.

Frábærir páskar að baki og nú þarf maður að fara svitna aftur yfir þessu blessaða meistaraverkefni.
En fullt af myndum komnar á netið þar sem fólk getur rennt í gegnum þetta allt saman:
2008 - Páskar

18.3.08

Whatta Man

House er fyndinn, hann var með þetta lag sem símhringingu í þættinum í gær, spóla ca. 1:11 í viðlagið.
Það eru svona smáatriði sem gera þennan þátt svona góðan.

17.3.08

Örvar á hjólinu

Ekki náði maður alveg að fylgja seinustu helgi eftir hvað varðar aktivitet en það var þó reynt. Anna var að vinna alla helgina þannig að við feðgarnir áttum góðar stundir saman.

Maður á ekki að hrósa veðrinu og það sannaðist hér. Þennan sama dag hjólaði ég heim í ringningu / slyddu og þannig var svo veðrið út alla helgina, ringing-slydda-snjór og reyndar sól til skiptis.

Ég og Kári nýttum samt snjólausu göngustígana með því að taka fram hjólið og fara að hjóla saman. Á laugardaginn fóru við í hjóla túr og fannst Kára þetta ekkert smá gaman og var hoppandi og spjallandi við mig allan tímann. Ekkert smá langt síðan að við höfum getað farið út að hjóla með Kára og hefur hann stækkað nokkuð síðan síðast.

Myndir frá helginni eru komnar inn í mars albúið á Picasa.

14.3.08

Meistaradeildin, 8 liða úrslit

Verð nú að segja að fótbolta áhuginn er að koma til baka smásaman, það var verið að draga í 8 liða úrslit í meistaradeildinni og þetta var niðurstaðan.

8 - liða úrslit

Arsenal vs. Liverpool = Liverpool
R
oma vs. United = United
Schalke vs. Barca = Barca
Fenerbache vs. Chelsea = Chelsea

Undanúrslit
Arsenal/Liverpool vs. Fenerbache/Chelsea = Liverpool
Roma/United vs. Schalke/Barca = United

Úrslit
Liverpool - United = Liverpool

Þetta er kannski meiri óskhyggja heldur en spá. En ég er bara nokkuð ánægður með þetta, Arenal leikurinn gæti orðið góð viðureign en guð minn almáttugur hvað ég nenni ekki að horfa á Liverpool spila eina mínútu við Chelsea.

Þannig að í byrjun apríl spilar Liverpool þrisvar við Arsenal og ekki er prógramið hjá því liði neitt sérlega létt framundan.

Úrvalsdeild: Chelsea-Arsenal 23. mars
Úrvalsdeild: Bolton-Arsenal 29. mars
Meistaradeild: Arsenal-Liverpool 2. apríl
Úrvalsdeild: Arsenal-Liverpool 5. apríl
Meistarardeild: Liverpool-Arsenal 9. apríl
Úrvalsdeild: Man Utd-Arsenal 13. apríl

Kannski ekkert mikið auðveldari hjá Liverpool.
Úrvalsdeild: Man Utd vs. Liverpool, 23. mars
Úrvalsdeild: Liverpool vs. Everton, 30 mars
Meistaradeild: Arsenal-Liverpool 2. apríl
Úrvalsdeild: Arsenal-Liverpool 5. apríl
Meistarardeild: Liverpool-Arsenal 9. apríl

Nú er bara að vona að Liverpool haldi þetta út, nái 4 sætinu og vinni meistaradeildina, maður biður ekki um mikið.

Hvað segja menn eins og Árni, Ívar, Hinni, Gummi Sverris, Gummi Árna, Kiddi Tví, Stebbi, Kiddi kók, Arnar, Stebbi Geir og Finnur um þetta?

Vekjarinn

Núna undanfarna viku/vikur hefur Kári tekið uppá því að vakna klukkan 6 á morgnanna alveg eitur hress á því. Á þessum tíma eru aðrir fjölskyldumeðlimir ekkert sérlega æstir í að fara framúr þó svo að Kári setji upp sitt allra fínasta bros og segi amm, amm og bendir fram.

En þrátt fyrir slæma tímasetning þá er svo gaman af því þegar barnið manns vaknar og er svona glatt eins og Kári hefur verið undanfarið. Svo þegar hann reynir sitt allra besta þá smellir hann einum renn blautum kossi á menn til að lokka mann fram til horfa aðeins á sjónvarp fyrir leikskólann, hvernig á maður að standast svona lagað!

Vildi bara deila þessu með ykkur.

Annars er búið að vera frábært veður hér í Þrándheimi undanfarna daga, hitinn búinn að vera vel yfir frostmarki og sólin á lofti. Þetta hefur orðið til þess að flestir göngustígar eru að verða klakalausir sem kætir hjólarann mikla. Nú er maður loksins hættur að leggja líf og limi í hættu við að hjóla í skólann.

Vildi bara einnig deila þessu með ykkur.

Í tilefni dagsins var þessi glæsilega sjálfsmynd tekin á vefmyndavélinni. Góða helgi.

13.3.08

Sjónvarpsgláp

Rendition (2007)
Eins og imdb segir "A CIA analyst questions his assignment after witnessing an unorthodox interrogation at a secret detention facility outside the US". Mynd sem fjallar um njósnir og pyntingar Bandaríkjanna á erlendri grundu. Jake Gyllenhaal og Reese Witherspoon fara með tvö af þremur aðalhlutverkum og eru þau bæði mjög góð í þessari mynd. Yfirleitt er ég ekki mikið fyrir svona pólitík myndir en þessi var bara nokkuð góð. Flott hvernig tvær sögur eru sagðar og koma svo saman í lokin.
Einkunn: Rendition (2007) fær 7.

3:10 to Yuma (2007)
Vestri sem fjallar um bónda (Christian Bale) sem fellst á það að hjálpa yfirvaldinu að flytja alræmdann glæpamann (Russell Crowe) til Yuma þar sem fangalest á að sækja hann. Þetta er endurgerð á vestra frá því 1957. Ég er alltaf veikur fyrir góðum vestrum og var ég nokkuð ánægður með þessa. Flottir leikarar og fínn söguþráður og fín spenna.
Einkunn: 3:10 to Yuma (2007) fær 8.


The Guardian (2006)
Mynd fjallar um björgunarsundmenn í bandarísku strandgæslunni þar sem Kevin Costner og Ashton Kutcher fara með hlutverk eldri björgunarmanns og svo yngri nemanda. Svona hetju formúlu mynd, svona drama/spennumynd með ágætisleik.
Einkunn: The Guardian (2006) fær 6.


King of California (2007)
Þetta er grínmynd sem fjallar um feðgin með æði sérstakt samband, sem leita af fjársjóði í Claifornia. Pabbinn sem leikinn er af Michael Douglas er ný sloppin af geðsjúkrahúsi og svo er það dótturinn sem hefur þurft að sjá fyrir sér sjálf síðan hún var 15 ára, leikin af Evan Rachel Wood.

Góð grínmynd í léttari kantinum, er í anda Little Miss Sunshine en ekki nærri því jafn góð. Vel leikin og skemmtilegir karakterar. Mæli með henni sem vilja horfa á eitthvað sniðugt en kannski ekki sprenghlægilegt.
Einkunn: King of California (2007) fær 7.

12.3.08

Liverpool í Evrópu

Það er eitt sem maður verður að viðurkenna er að Liverpool veldur manni sjaldan vonbrigðum í Evrópu.

Þetta var kannski ekki heimsins besti fótboltaleikur en spennandi var hann (þeas fyrri hálfleikur). Rauða spjaldið sem Burdisso var fullkomlega verðskuldað, held að fáir geta þrætt fyrir það að þetta voru tvö gul spjöld og bæði nokkuð klaufaleg. Með að Babel hafi átt að fá rautt er nú bara vitleysa að mínu mati, fólk fær ekki oft gult spjald fyrir öxl í öxl, en vinir okkar hjá andfótbolta vilja meina það.

En eigum við eitthvað að ræða hvað Torres er góður, maður vill bara ekki hugsa út í það ef hann hefði ekki komið til Liverpool. Ekkert smá flott afgreiðsla og það er enginn framherji í heiminum sem ég vildi heldur hafa í Liverpool.

Fyrir næsta tímabil verður bara að kaupa einhver í staðinn fyrir Kuyt í þessu nýja kerfi og einnig góðan vinstri bakvörð, þá er ég nokkuð sáttur.

En þótt að tímabilið í deildinni sé ónýtt þá getur maður alltaf treyst á Liverpool í Evrópu.

11.3.08

Dexter og félagar

Kláraði að horfa á aðra seríu af Dexter í gærkvöldi. Frábærir þættir sem ég fæ bara ekki nóg af, án efa uppáhalds þátturinn minn í dag. Alltaf flott þegar að það koma nýjir frumlegir þættir fram og maður vonar bara að næsta sería verði eins góð og fyrstu tvær. En næsta sería ætti að byrja í sept/okt.

Þá er ég einnig byrjaður að horfa á þætti sem heita Californication. Þessir þættir fjalla um rithöfund sem leikin er af David Duchovny og samband hans við áfengisflöskuna, fyrverandi konu sína og dóttir. Lofa mjög góðu og kemur einnig önnur sería með þessum þáttum.

Svo ber einnig að nefna Chuck sem eru svona skemmtilega öðruvísi grín/spennu þættir. Önnur sería einnig á leiðinni.

Ef einhver getur mælt með einhverjum góðum þáttum þá er það vel þegið því rithöfundaverkfallið er farið að hafa áhrif á áhorf fjölskyldunnar.

10.3.08

Ljósmyndir frá helginni

Ljósmyndir frá helginni eru komnar í mars albúmið.

Hægt að nálgast þær hér:
2008 - Mars

Sól, skíði og ut på tur

Kári, Kristin, Ola, Haakon og Anna í mat (07.03.2008)

Á föstudaginn buðum við vini Kára frá leikskólanum og fjölskyldunni hans í mat. Kári var búinn að vera heima sökum þess að hann tók upp á því að æla í rúmið sitt um nóttina og fór hann því ekki á leikskólann á föstudeginum, þó svo að heilsan hafi svo verið fín. Því var ákveðið að hætta ekki við matarboðið. Kári var búinn að vera tala um Ola vin sinn allan daginn var mjög glaður að sjá hver dinglaði á bjöllinni um kl. 17:30. Þeir léku sér mikið saman, hoppuðu í rúminu og borðuðu snakk og súkkúlaði köku, mikið fjör hjá þeim félögum og gaman að sjá hvað þeir eru góðir vinir. Þegar svona mikið stuð er á mannskapinu þá voru það ansi þreyttir vinir sem kváðu hvorn annan um 8.

Mikið stuð hjá Kára í lyftunni (08.03.2008)

Á laugardaginn var svo farið á skíði í ekkert smá flottu veðri, sól og um 5°C hiti. Kári fékk að prufa nýju skíðin sín og gekk það alveg ágætlega. Fórum ca. 4 ferðir í barnalyftunni og stóð minn maður ágætlega í lappirnar, honum fannst reyndar skemmtilegast að vera í lyftunni en það er annað mál. Svo fórum við eina ferð alveg uppá topp í barnalyftunni og eftir ca. hálfa ferð niður gafst Kári upp enda búinn að vera mjög duglegur að vera á skíðunum sínum.

Anna, Heiða og Krummi í góðu stuði upp í Vassfjellet (08.03.2008)

Krummi og Heiða komu með okkur uppeftir og það sem eftir var af deginum var notaðir í að skíða, stökkva, detta og hlæja mikið. Dagurinn var nýttur vel enda vorum við upp í fjalli frá ca. 10 til 16:30. Lofa myndum bráðlega þar sem kemur sérlega góð sería af Krumma reyna heljarstökk. Svo er hægt að finna myndir á fésbókinni hennar Heiðu af okkur Krumma reyna að "renna" á "rail-i", gekk ekkert sérlega vel og var mikið hlegið við þessar tilraunir.
Hérna ætti að vera linkur á myndirnar hennar Heiðu (veit ekki hvort að fólk þarf að vera skráð á facebook til að sjá þetta).
http://www.facebook.com/album.php?aid=41687&page=1&id=714490148

Haakon, Kritin, Ola, Anna og Kári ut på tur (09.03.2008)

Á sunnudaginn var svo farið í alvöru norskan "ut på tur" með Haakon, Kristin og Ola (sömu og voru í mat á föstudaginn). Við gegnum upp að einu af vötnunum í Estenstadmarka og þar var svo gerður varðeldur að norskum sið, svo var tekið uppá því að grilla innbakaðar pylsur og banana með súkkulaði. Algjör snilld að prufa að fara í alvöru norskan "ut på tur" og hvað þá að láta norsarana kenna sér fræðin. Aftur var mikið fjör hjá vinunum Ola og Kára og gaman að láta draga sig á snjóþotu og líka að fá að vera í burðarpokum á bakinu á foreldrum sínum, og auðvitað þurftu þeir alltaf að gera eins.
Anna yfirgrillari að grilla innbakaða pylsu í Estenstadmarka (09.03.2008)

Jæja þá er maður mættur í skólann og ætli það sé ekki best að koma sér í lærdóminn. Myndir komnar inná barnaland frá helginni og ég set myndir inn fljótlega, vonandi í kvöld.

6.3.08

Ætlar Hillary bara að stúta öllu liðinu?

Það var umfjöllun í Kastljósi í gær um forkostningar fyrir forsetakostningarnar í Bandaríkjunum. Jóhann sýnir þarna myndband sem á að vera auglýsing Hillarys nema hvað að hún hefur tekið aðeins breytta útgáfu af þessari auglýsingu og haldið að það var upprunalega útgáfan.
Spólið fram að ca. 4 mín.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365627/0

Jóhanna ætlar greinilega að yfirgefa Kastljósið með stæl.

Hérna er svo rétt útgáfan:

Karlmenni?

Í gærkvöldi horfði ég á kvikmyndina Suburban Girl í staðinn fyrir að sitja á pöbb, drekka bjór og horfa á Liverpool rústa lánlausu liði West Ham 4-0. Gerist þetta eitthvað karlmannlegra? En áhuginn á fótbolta er að kvikna hægt og rólega aftur.

Aftur að Suburban Girl. Held að ég ráðleggi fólki frá þessari mynd. Hún fjallar um unga konu sem nælir sér í eldri mann og hvernig samband þeirra þróast. Ég veit ekki hvað kom fyrir mig þegar ég bauð Önnu að horfa á þessa mynd en ég hélt að þetta væri þessi venjulega klisja (maður verður stundum að vera góður við konuna). Fjallar um voðalega lítið einhvern vegin, ekkert í sjálfu sér illa skrifuð en er bara um ekki neitt. En þess má geta að ótrúlegt en satt fór Sarah Michelle Gellar ekki mikið í taugarnar á mér.
Einkunn: Suburban Girl fær 4.