30.9.13

Kvöldskokk og eltingaleikur hjá löggunni.

Út eftir kvöldmat og ca. 15 km á dagskrá. Var mjög ferskur og rúllaði létt. Flott veður úti, nokkuð hlýtt og logn, seinustu geislar sólarinnar að hverfa bakvið sjóndeildarhringinn. Hljóp meðfram golfvellinum og niður í Kópavogsdal. Svo þegar ég er að hlaupa upp Digranesveginn heyri ég rosaleg læti í einum bíl sem keyrir upp brekkuna. Hugsa að ökumaðurinn sé nú eitthvað utan við sig að keyra bílinn svona. Hann beygir inn Hlíðarhjallann og kemur svo aftur framhjá mér ofar í brekkunni. Þegar ég kem inn Bröttubrekku mæti ég honum aftur, hann tekur U-beygju og þá veifa ég til hans að stoppa. Hann stoppar talar við mig. Ég benti honum á að dekkið væri sprungið, hann var með útvarpið í botni og vildi ekki lækka það, sagðist ekkert heyra í mér og bauð mér að koma upp í bílinn. Ég afþakkaði pent og hringdi svo í lögregluna þegar hann reykspólaði í burtu á þremur hjólum. Stuttu seinna kom hann á öðru hundraði niður Álfhólsveginn á öfugum vegarhelmingi á móti mér með 4 lögreglubíla á eftir sér. Mér leið eins og ég væri staddur í nýja GTA leiknum, alveg gjörsamlega fáránlegt. Ég hélt svo áfram að hlaupa og fór í gegnum Engihjallann og þaðan inn í Breiðholtið og heim. Einn eftirminnilegasti hlaupatúr sem ég hef farið í, það er alveg á hreinu.
17 km á 1:21 klst.

Hérna er fréttin:
http://visir.is/ok-a-thremur-hjolum-undan-logreglunni/article/2013130939880

28.9.13

35km með 22km tempó

Ákvað aftur að taka daginn snemma og fara út kl. 6:30 á laugardagsmorgni. Vaknaði kl. 6 og fékk mér hafragraut og gerði mig tilbúinn. Það var kalt um morguninn en sólin farin að gægjast upp og hiti um frostmark. Nánast logn og því alveg kjörið hlaupa veður. Fór fyrst austan megin við vatnið og gott að vera á malarstígum svona snemma því allar gangstéttir voru hélaðar og hálar. Hljóp svo meðfram Bugðu og einnig í kringum Rauðavatn áður en ég kom inn í Víðidalinn.
Á dagskrá fyrir daginn var 10km upphitun, 10km @mp (maraþon hraði, kringum 4min/km eða 15km/klst) og svo 1,6 km á T hraða (sem maður getur haldið í ca. 1 klst) og svo aftur 10km á mp. Fór hratt af stað enda mest megnis niður í móti niður Elliðaárdalinn, þar var ekkert mál að halda hraða en fór svo aðeins að vera krefjandi inn út Fossvoginn. Kláraði fyrri 10km mp kaflann rétt hjá HR lúppunni og ákvað að snú við þar. Hefði verið betra að halda áfram á "sléttri braut" með þann kafla. Hljóp því frá HR í átt að Fossvoginum og þar en ein góð niðurímóti brekka en svo tekur við brúin og erfiður kafli í kringum skógræktarsvæðið. Náði því bara 1km á þessum T hraða en afgangur var á það erfiðum kafla að það var ekki sénst að halda honum. Breytti þessu því bara og byrjaði á seinni mp kaflanum. Gekk ágætlega en var aðeins yfir 4 pace-i. Hljóp svo yfir stokkinn og inn í Powarde hringinn og þar tóku við 3 erfiðir km frá Bootcamp að Víðidal. Þá missti ég hraðann niður og var ekkert að hafa áhyggjur af því. Náði mér svo aftur af stað í Víðidalnum og kláaði því þar þennan 22km tempó kafla á 1:27:45 sem er meðal hraði uppá 03:59 mín/km. Fyrri tempó á 0:39:26    og meðalhraði uppá 3:57 mín/km, T hraði var á 3:40 og svo seinni 11 km á 44:39 með meðalhraða uppá: 4:04 mín/km. Kláraði svo upp í 35 km heim og var orðinn nokkuð þreyttur.
Vildi frekar ná þessari æfingu en að fara í Hjartadagshlaupið og ná sér í 10km tíma fyrir árið, það verður að bíða til gamlárshlaupsins. Ótrúlega fallegt veður allan tíma og vindmælar sýndu 0 m/s sem er ansi gott. Maður lenti á einstaka stað í smá spóli útaf hálku en slapp til. Einn besti túr ársins.

Distance    Time    Split dis.    Split time    Pace    Text
1    00:05:13    1.00    00:05:13    00:05:13    Rólegt
2    00:10:20    1.00    00:05:07    00:05:07    Rólegt
3    00:15:29    1.00    00:05:09    00:05:09    Rólegt
4    00:20:29    1.00    00:05:00    00:05:00    Rólegt
5    00:25:13    1.00    00:04:44    00:04:44    Rólegt
6    00:29:56    1.00    00:04:43    00:04:43    Rólegt
7    00:34:40    1.00    00:04:44    00:04:44    Rólegt
8    00:39:19    1.00    00:04:39    00:04:39    Rólegt
9    00:43:51    1.00    00:04:32    00:04:32    Rólegt
10    00:48:38    1.00    00:04:47    00:04:47    Rólegt
11    00:52:35    1.00    00:03:57    00:03:57    Fyrri MP kafli
12    00:56:36    1.00    00:04:01    00:04:01    Fyrri MP kafli
13    01:00:32    1.00    00:03:56    00:03:56    Fyrri MP kafli
14    01:04:29    1.00    00:03:57    00:03:57    Fyrri MP kafli
15    01:08:16    1.00    00:03:47    00:03:47    Fyrri MP kafli
16    01:12:13    1.00    00:03:57    00:03:57    Fyrri MP kafli
17    01:16:12    1.00    00:03:59    00:03:59    Fyrri MP kafli
18    01:20:07    1.00    00:03:55    00:03:55    Fyrri MP kafli
19    01:24:02    1.00    00:03:55    00:03:55    Fyrri MP kafli
20    01:28:04    1.00    00:04:02    00:04:02    Fyrri MP kafli
21    01:31:44    1.00    00:03:40    00:03:40    T kafli
22    01:35:44    1.00    00:04:00    00:04:00    Seinni MP kafli
23    01:39:43    1.00    00:03:59    00:03:59    Seinni MP kafli
24    01:43:40    1.00    00:03:57    00:03:57    Seinni MP kafli
25    01:47:37    1.00    00:03:57    00:03:57    Seinni MP kafli
26    01:52:09    1.00    00:04:32    00:04:32    Seinni MP kafli
27    01:56:21    1.00    00:04:12    00:04:12    Seinni MP kafli
28    02:00:30    1.00    00:04:09    00:04:09    Seinni MP kafli
29    02:04:31    1.00    00:04:01    00:04:01    Seinni MP kafli
30    02:08:27    1.00    00:03:56    00:03:56    Seinni MP kafli
31    02:12:23    1.00    00:03:56    00:03:56    Seinni MP kafli
32    02:16:23    1.00    00:04:00    00:04:00    Seinni MP kafli
33    02:21:09    1.00    00:04:46    00:04:46    Rólegt
34    02:25:48    1.00    00:04:39    00:04:39    Rólegt
35    02:30:17    1.00    00:04:29    00:04:29    Rólegt
35.22    02:31:17    0.22    00:01:00    00:04:33    Rólegt

27.9.13

Létt 6km MP tempó

Var búinn að ákveða að taka þátt í Hjartadagshlaupinu en hélt það væri á laugardegi ekki sunnudegi. Var búinn að taka því rólega á fimmtudegi og ætli að sleppa æfingu í dag en þar sem ég var eitthvað óákveðinn með hvort ég ætti að taka þátt í 10km hlaupinu ákvað ég að fara á æfingu. Fór af stað frá Salalauginni á meðan strákurinn var í fimleikum. Vildi ekki hlaupa inni þar sem það var svo gott veður. Reyndar nokkuð kalt en nánast logn og sól. Var nokkuð ferskur og rúllaði auðveldlega af stað. Datt svo óvænt inní 6km MP tempó hlaup sem var nokkuð létt, hélt svo ca. 4:15-4:20 pace-i eitthvað áfram. Rúllaði í kringum 200 kóp og endaði svo aftur upp í Versölum. 16km á 1:08 klst.

26.9.13

Kvöldskokk

Aftur út eftir kvöldmat og hlaupið eitthvað. Fór að skoða Austurkór og hverfið á Rjúpnahæðinni. Kringum kirkjugarðinn í Salahverfi. Svo inn í Breiðholtið og endaði á smá lúppu meðfram Vatnsendavegi. Logn og fínt haustveður. Eitthvað ekki ferskur þessa dagana, veit ekki orsök.
13km 1:04 klst

25.9.13

Hádegisskokk

Skokk í hádeginu. Fór af stað kl. 11:30. Rok og rigning úti, þó svo ég hafi sloppið við mestu gusurnar. Hiti ca. 8°C. Fór niður í Grafarvog, hringinn í voginum og svo inn í Elliðaárdal meðfram Sævarshöfða. Fínt skjól í botni vogsins og einnig í eyjunni í dalnum. Sunnanmegin upp að Árbæjarlaug og svo tilbaka þaðan niður í vinnu. Fínt og létt skokk, ekkert streð. 11,4km á 52:42 mín.


24.9.13

Kvöldskokk

Fór út eftir kvöldmat. Fínt veður, hlýtt, þurrt og smá vindur. Hljóp niður Elliðaárdalinn og kringum Breiðholtið og aftur inn í Kópavog hjá Salalauginni og þaðan meðfram golfvellinum heim.
Var nú eitthvað voða hægur en var ekkert að þvinga hraðann og rúllaði bara létt áfram. Gott að hlusta á hljóðbók í svona túrum.
14 km á 1:11 klst.

23.9.13

Michigan

Hljóp 4km í ræktina í flottu veðri. Hlýtt og smá ringing en nánast logn. Þar var á dagskrá svokölluð Michigan æfing. Hún samanstendur af 600m@T - 1200m@10K - 1000m @5K - 800m@3K - 400m hratt, "hvíld" milli spretta 1600m@MP.
Hérna eru splitin:
Distance    Time    Split    Split time    Pace    Texti
0.4      00:02:03    0.40    00:02:03    00:05:07    Upphitun
2.0      00:07:57    1.60    00:05:54    00:03:41    1600@T
3.6      00:14:19    1.60    00:06:22    00:03:59    1600@MP
4.8      00:18:37    1.20    00:04:18    00:03:35    1200@10K
6.4      00:25:00    1.60    00:06:23    00:03:59    1600@MP
7.4      00:28:27    1.00    00:03:27    00:03:27    1000@5K
9.0      00:34:50    1.60    00:06:23    00:03:59    1600@MP
9.8      00:37:28    0.80    00:02:38    00:03:18    800@3K
11.4    00:43:50    1.60    00:06:22    00:03:59    1600@MP
11.8    00:45:03    0.40    00:01:13    00:03:02    400 hratt

1600m og 1200m á 16,2km/klst og 1200m á 16,7km/klst gekk fínt svo svo fór þetta að vera virkilega erfitt. Bæði 1000m á 3:27 pace-i og 800m á 3:17 voru virkilega erfitt, náði sem betur fer alltaf að jafna mig á MP paceinu sem var 15km/klst eða 4min/km. En var á bretti og var orðið verulega heitt í lokin. Endaði svo á all out spretti.

Kældi hausinn eftir þetta og tók svo notalegt skokk heim. Endaði daginn í 19km.

22.9.13

Langur laugardagur og vikan

 Vaknaði kl. 6 og fékk mér morgunmat. Sá fram á að það yrði erfitt að koma 2+ klst hlaupa túr inn í daginn þannig að þetta var ákveðið kvöldið áður. Var svo kominn út um kl. 6:30 í fallegt haustveður, byrjað að birta og stefnan strax tekin á Heiðmörk. Fór þar Ríkishringinn 2x og var fyrri umferðin mun erfiðari en sú seinni þar sem ég var ennþá frekar stífur og þungur eftir fimmtudags boltann. Virkilega hægur en það var allt í lagi. Rúllaði þetta bara rólega og var að hlusta á Feigð eftir Stefán Mána.
Kláraði svo smá lykkju upp í 30km og var eitthvað voða þreyttur eftir þetta. Samt vel nærður og tók 2 gel og nóg að drekka. 30km á 2:29 klst.
Ágæt vika, 2 mjög góðar æfingar, 1 löng og svo uppfylling. 5 hlaupaæfingar, 1 fótbolti og frí tvo daga. Var eitthvað smá slappur á mánudaginn og svo hvíld á sunnudaginn og barnaafmæli. Vikan endaði í 86km og 6:34 klst.

20.9.13

Skokk á bretti

Fór á brettið á meðan Kári var í fimleikum. Erfiður gærdagur, fór 10 km tempó í hádeginu og svo var ég plataður í innanhús fótbolta um kvöldið. Það reyndi á einhverja vöðva í fótunum sem ég ef ekki notað mjög lengi og var því frekar stirður þegar maður mætti á brettið. Sá strax eftir því að fara ekki út að hlaupa því mér leiðist svona lull á brettinu, betra að vera úti í því. En tók því annars nokkuð rólega, byrjaði í 12 fór svo í fljótlega upp í 13 var eitthvað voða þreyttur á því og tók 1 km í viðbót rólega. Tók svo km 6-7-8-9 á 14-15-14-13 og kláraði svo rólega upp í 12.

19.9.13

10 km tempó

Ég og Guðni fórum út í hádeginu og ætluðum 10 km tempó hlaup á ca. marathon pace-i. Tókum í upphitun stífluhringinn og byrjuðum svo Við brúnna hjá Árbæjarlaug, niður rafstöðvarbrekkuna og inn Fossvoginn, upp á göngubrú og snúið þar við og endað við Boot Camp í Elliðaárdal.
Þetta endaði miklu nær T-hraða og var því alvöru æfing. Munaði samt að fyrstu 3 km voru meira eða minna niðurávið og það hjálpaði meðalhraðanum. Smá vindur úr austri og smá rigning, flott haustveður.

Distance    Time    Split    Split time    Pace    Texti
1    00:04:35    1.00    00:04:35    00:04:35    Upphitun
2    00:08:56    1.00    00:04:21    00:04:21    Upphitun
2.45    00:10:55    0.45    00:01:59    00:04:24    Upphitun
3.45    00:14:30    1.00    00:03:35    00:03:35    Tempó
4.45    00:18:09    1.00    00:03:39    00:03:39    Tempó
5.45    00:21:45    1.00    00:03:36    00:03:36    Tempó
6.45    00:25:32    1.00    00:03:47    00:03:47    Tempó
7.45    00:29:18    1.00    00:03:46    00:03:46    Tempó
8.45    00:33:02    1.00    00:03:44    00:03:44    Tempó
9.45    00:36:46    1.00    00:03:44    00:03:44    Tempó
10.45    00:40:33    1.00    00:03:47    00:03:47    Tempó
11.45    00:44:17    1.00    00:03:44    00:03:44    Tempó
12.45    00:47:55    1.00    00:03:38    00:03:38    Tempó
13.45    00:52:51    1.00    00:04:56    00:04:56    Rólegt
14.45    00:57:31    1.00    00:04:40    00:04:40    Rólegt
15.02    00:59:40    0.56    00:02:09    00:03:50    Rólegt

18.9.13

Hádegisskokk

Létt skokk í hádeginu. Fór niður í Grafarvog og inn fjörðinn og yfir brúnna, meðfram Sævarhöfða og inn í Elliðaárdal. Upp að Árbæjarlaug og svo tilbaka í vinnuna. Skrokkurinn fínn og bjart og fallegt veður en smá vindur.
11,45 km á 52:33 mín.

4:37    1.00    4:37    1.00    4:37    180
9:16    2.00    4:39    1.00    4:39    158
13:43    3.00    4:27    1.00    4:27    141
18:13    4.00    4:29    1.00    4:30    141
22:37    5.00    4:23    1.00    4:24    138
27:15    6.00    4:38    1.00    4:39    138
31:58    7.00    4:42    1.00    4:43    141
36:56    8.00    4:57    1.00    4:58    145
41:31    9.00    4:34    1.00    4:35    137
45:49    10.00    4:18    1.00    4:18    139
50:29    11.00    4:39    1.00    4:39    141
52:31    11.45    2:01    0.45    4:28    133

17.9.13

3x3000m

Fór í Actic eftir kvöldmat. Hljóp þangað 4 km upphitun, ennþá talsvert rok og hiti um 3°C. Tók svo 400m start á brettinu og fór síðan í 3x300m með 3' í hvíld. Var nokkuð ferskur en ákvað að sleppa þessari æfingu í gær þar sem ég var með þá grillu í haustnum að ég væri að verða veikur.
Var á 16,2 km/klst á brettinu í fyrsta sprett og gekk það fínt, jók svo hraðann í 16,3 í næsta og fann strax fyrir því. Seinasti sprettur tók svo smá á en þá jók ég hraðann aftur upp um 0,1 í 16,4 og svo hraðar seinustu 800m. Tók smá styrktar æfingar en hafði lítinn tíma þar sem ræktin var að loka. Hljóp svo 3km heim í meðvindi.

Time    Split    Split time    Pace    Texti
00:02:05    0.40    00:02:05    00:05:13    Upphitun
00:13:09    3.00    00:11:04    00:03:41    Sprettur #1
00:16:23    0.60    00:03:14    00:05:23    Hvíld
00:27:24    3.00    00:11:01    00:03:40    Sprettur #2
00:30:14    0.50    00:02:50    00:05:40    Hvíld
00:41:00    3.00    00:10:46    00:03:35    Sprettur #3
00:41:35    0.10    00:00:35    00:05:50    Hvíld

Góð æfing og endaði daginn samtals. 17,7 km með upphitun og niðurskokki.

14.9.13

Langt hlaup með tempó kafla

Uppí bústað. Fór niður Svínadalinn og út í Hvalfjörð, hljóp þaðan niður í átt að Þjóðvegi 1. Talsverður mótvindur í byrjun og í átt að Hvalfirðinum en svo datt þetta meira í hliðarvind og lægði einnig eitthvað. Byrjaði svo tempó kaflann að hlaupa inn Hvalfjörðinn. Þessi leið er með lúmskar hæðir og því erfitt að halda jöfnum hraða, hægði því aðeins á mér upp brekkur og gaf í niður þær. Fór 6km á MP-hraða og svo 1,6km á T-hraða og svo aftur 6km á MP-hraða. Vindurinn var ekki að hafa mikil áhrif því hann kom á hlið.
Fór fyrsta tempó kaflann á 3:58 pace-i sem gekk fínt en næsti kafli var mjög erfiður. Var að hugsa um að vera á 3:42 pace-i en kaflinn byrjaði á brekku sem var erfið og svo reyndi maður að gefa aðeins í eftir ca. 800m þegar fór að halla undan fæti. Náði samt að jafna mig á seinasta MP kaflanum en samt vel þreyttur. Tók tvö gel og var með 1. lítra af vatni í bakpokanum. Næg orka og góð æfing.

Distance    Time    Split dis.    Split time    Pace    Text
13.01    01:01:29    13.01    01:01:29    00:04:44    Upphitun
19.02    01:25:19    6.01    00:23:50    00:03:58    6km MP
20.62    01:31:22    1.61    00:06:03    00:03:45    1.6km T
26.63    01:55:09    6.01    00:23:47    00:03:57    6km MP
26.7      01:55:51    0.07    00:00:42    00:10:00    Hvíld
30.39    02:17:12    3.70    00:21:21    00:05:46    Rólegt

Tók því svo rólega á sunnudaginn til að vera ferskur í næstu viku. Endaði því vikuna í 91 km og ca. 6:48 klst á hlaupum. Fínt magn og 3 lykil æfingar og því ein besta vika í nokkra mánuði.

13.9.13

Samgönguhlaup

Hlaupið í vinnuna og hjólað heim. Flott haust veður á leiðinni í vinnuna en komið leiðinda rok á leiðinni heim. Smá þreyta eftir gærdaginn en annars nokkuð góður.
6,3km á 28:32 mín.

12.9.13

10 km tempó

Ég og Guðni fórum úr vinnunni og hlupum niður í Grafarvoginn, þaðan inn í Elliðavog þar sem við byrjuðum svo tempó kafla við stokkinn neðst í dalnum. Fór réttan Powerade hring en byrjuðum á neðsta pkt í brautinni. Rafstöðvarbrekkan var mun auðveldari en venjulega en brekkan upp í Fella hverfið var alveg brútal og það eftir mótvind í Víðidal. Eftir það gat maður rúllað niður eftir en var samt frekar hár í púls. Var nær keppnis hraða í 10km hlaupi heldur en eitthvað annað, enda talsverður vindur og slatti af brekkum. En mjög góð æfing.
Vorum 37.51 með hringinn og mældist hann 10.17 km, deilt í 10km er það 3:47 min/km pace.

Distance    Time    Split dis.    Split time    Pace    Text
1    00:04:14    1.00    00:04:14    00:04:14    Upphitun
2    00:08:37    1.00    00:04:23    00:04:23    Upphitun
3    00:12:58    1.00    00:04:21    00:04:21    Upphitun
3.5    00:15:14    0.50    00:02:16    00:04:32    Upphitun
4.5    00:19:04    1.00    00:03:50    00:03:50    Tempó
5.5    00:22:52    1.00    00:03:48    00:03:48    Tempó
6.5    00:26:40    1.00    00:03:48    00:03:48    Tempó
7.5    00:30:29    1.00    00:03:49    00:03:49    Tempó
8.5    00:34:23    1.00    00:03:54    00:03:54    Tempó
9.5    00:38:04    1.00    00:03:41    00:03:41    Tempó
10.5    00:41:37    1.00    00:03:33    00:03:33    Tempó
11.5    00:45:19    1.00    00:03:42    00:03:42    Tempó
12.5    00:48:52    1.00    00:03:33    00:03:33    Tempó
13.5    00:52:30    1.00    00:03:38    00:03:38    Tempó
13.67    00:53:05    0.17    00:00:35    00:03:26    Tempó
14.67    00:59:04    1.00    00:05:59    00:05:59    Rólegt
15.67    01:03:29    1.00    00:04:25    00:04:25    Rólegt
15.71    01:03:40    0.04    00:00:11    00:04:35    Rólegt

11.9.13

Samgönguhlaup

Hjólaði í vinnuna og svo var hlaupið heim eftir vinnu. Mjög mikið rok og kom einnig rigningar skúr yfir mig. Varð aftur hálf orkulaus seinni hlutann. Þarf greinilega að vera duglegri að borða áður en ég hleyp heim.
6,7 km á 33:24 mín.

9.9.13

6x1600m

Hljóp í ræktina ca. 4 km upphitun. Tók svo 6x1600m með 200m labb hvíld. Átti að vera á svokölluðum T hraða eða ca. sú vegalengd sem maður getur hlaupið á 1 klst. Ég var búinn að reikna með að þetta væri ca. 3:42 pace eða um 16,2 km/klst. Gekk mjög vel fyrstu sprettina og fann lítið fyrir sprettunum og náði að jafna mig vel á 200m hvíldar kaflanum (á ca. 6 km/klst). Jók því hraðann eftir 3 sprett og endaði í talsvert hraðar á seinasta sprettinum þar sem ég hækkaði alltaf eftir 400m.

Langt síðan ég hef hlaupið á bretti og gaman að sjá hvað maður er orðinn miklu betri en þegar ég var að hlaupa á bretti í feb/mars. Skokkaði svo sáttur heim í myrkrinu.
Endaði því í tæpum 18 km á 1:20 klst. Hljóp sprettina á brettinu í Nike Free 3.0 og er gott að hlaupa á bretti í svona léttum skóm.

Time    Split    Split time    Pace    Texti
00:02:06    0.20    00:02:06    00:10:30    Upphitun
00:08:00    1.60    00:05:54    00:03:41    Sprettur #1
00:10:14    0.20    00:02:14    00:11:10    Hvíld
00:16:08    1.60    00:05:54    00:03:41    Sprettur #2
00:17:40    0.20    00:01:32    00:07:40    Hvíld
00:23:34    1.60    00:05:54    00:03:41    Sprettur #3
00:25:13    0.20    00:01:39    00:08:15    Hvíld
00:31:05    1.60    00:05:52    00:03:40    Sprettur #4
00:32:38    0.20    00:01:33    00:07:45    Hvíld
00:38:28    1.60    00:05:50    00:03:39    Sprettur #5
00:40:01    0.20    00:01:33    00:07:45    Hvíld
00:45:40    1.60    00:05:39    00:03:32    Sprettur #6
00:46:11    0.00    00:00:31        Hvíld

8.9.13

Helgafell

Hljóp að heiman út í Guðmundarlund, þaðan inná Hamraneslínu 1 línuveginn framhjá Arnarbæli og Grunnuvötnum og að Vífilstaðahlíð. Þaðan hlaupið í átt að Heiðmörk og svo hestaslóðin í átt að Kaldárseli.
Fór svo uppá Helgafelið og fékk loksins eitthvað útsýni á toppnum. Fór aftur niður og norðan við Valahnúk og í átt að Húsfelli, áttaði mig á því að ég væri löngu fallinn á tíma og væri farið að styttast í matarboð. Fór því þvert yfir í átt að Búrfelli og inn í Búrfellsgjána og þaðan Lönguhlíðina inn í Heiðmörk og heim.
Fínt veður smá vestan átt en þurrt og hlýtt. Var orðinn smá sárfættur í lokin en annars ferskur.
25km á 2:13 klst.

5.9.13

Samgönguhlaup

Hjólað í vinnuna í logni og björtu veðri en smá haust kuldi.
6 km á 16:35 mín.
Hlaupið heim eftir vinnu. Flott veður, bjart og fallegt haustveður. Smá vindur úr vestri. Fór úr vinnunni yfir stífluna og svo upp í hattinn, þaðan norðan og austan við Elliðavatn heim. Seinustu 4 km voru erfiðir þar sem ég strandaði eitthvað í orkuleysi og/eða blóðsykri.
10,8 km á 52:40 mín.

4.9.13

Interval 2-3-4-3-2

Fór út eftir kvöldmat og tók ca. 3 km upphitun. Hljóp um hverfið og endaði svo á grasvellinum í Kórnum. Tók þar sprettæfingu dagsins sem hljóðaði uppá 2-3-4-5-4-3-2 með 1 mín hvíld á milli spretta. Eitthvað klikkaði ég þegar ég setti æfinguna inn í úrið og sleppti því efsta þrepinu og þetta endaði því í 2-3-4-3-2 sem var kannski fínt þar sem ég var búinn að vera lengi með einhverja drullu í mér.
Mjög gott að setja svona æfingu inn í úrið og fara eftir því. Þarf að vera duglegri við þetta.

Time    Distance    Split time    Split distance    Split pace    Avg. HR
15:31,49    3.18    15:31,49                    3.18        4:52,67        135   
17:31,49    3.80    2:00,00        0.62        3:15,10        159   
18:31,49    3.93    1:00,00        0.14        7:23,95        154   
21:31,49    4.81    3:00,00        0.87        3:25,88        162   
22:31,49    4.93    1:00,00        0.12        8:06,82        151   
26:31,49    6.08    4:00,00        1.15        3:29,59        164   
27:31,49    6.22    1:00,00        0.14        7:08,05        156   
30:31,49    7.09    3:00,00        0.88        3:25,24        165   
31:31,49    7.18    1:00,00        0.09        11:18,2        150   
33:31,49    7.79    2:00,00        0.61        3:17,19        161   
34:31,49    7.89    1:00,00        0.10        9:55,18        156   
58:05,17    12.53    23:33,68                    4.63        5:05,03        136

3.9.13

Kvöld skokk

Létt kvöld lull eftir meira en viku af sleni. Fór meðfram vatninu og þaðan inn í Heiðmörk. Fór Heiðmerkurveginn og svo afleggjarann inn að Guðmundarlundi og heim. Orðið frekar dimmt þegar ég kom heim. Nú fara birtan hratt minnkandi á kvöldin.
11,4 km á 54:37 mín.