29.12.03

stimpilhringirnir...

texti...já svei mér þá! Heimir "frændi minn" (maður Systu frænku) er búinn að gefa út disk með Stimpilhringjunum! Algjör snilldar diskur og finnst mér þetta vera svona pönk/rokk svipað og Búdrýgindi eru að gera nema þessir kauðar eru 20 árum eldri! Diskurinn heitir Í botni... og er gefinn út til styrktar Vélhjólaíþróttaklúbbnum. Dr. Gunni er búinn að mæla með disknum og setur hann í 5 sæti yfir bestu íslesnku diska á árinu en því miður er ég ekki búinn að búa til álíka lista en ég mæli líka með honum og mun eflaust detta inná topp 5 hjá mér :)! Hægt að kaupa diskinn hérna! Annars fékk ég leyfi til að setja smá demó á netið en ég ákvað að setja lagið Hafsteinn hestafl!

Til hamingju með gripinn Heimir!

23.12.03

bráðum koma blessuð jólin...

...jæja þá er Þorláksmessa í dag og aðfangadagur á morgun, þið þekkið þetta er það ekki. Ég ætla að kíkja í bæinn í kvöld og skoða mannlífið og komast í jólafíling!

...skemmtilegasti hlutinn við Þorláksmessu er sá að öll fjölskyldan kemur saman og fær sér pulsu á Bæjarins Bestu! Þetta hefur verið gert alveg síðan ég var patti! Veit ekki alveg hvernig þetta byrjaði en það á örugglega eitthvað að gera með jólastressið í bænum og hvað Skata er ögeðslega vond (allavegana lyktina af henni). Hef ekki smakkað hana og mun ekki gera það!

...þannig að þrjár pulsur á mig í kvöld, takk!

....annars vildi ég bara óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, takk fyrir það gamla.


22.12.03

ótrúlega gott...

...að fá almennilegt helgarfrí! Ég, Kiddi og Gummi Ingvars horfðum á Idol og fórum á Ara í Ögra á föstudagskvöldið! Helgi datt út úr Idol og átti hann það bara skilið enda búinn að vera hundlélegur í 2 af 3 skiptum! Bjóst samt við að geljurnar myndi ná að halda honum inn en það var víst ekki! Held að ég haldi með hálslausa lukkutröllinu (eins og JónHannes kallar hana Önnu Kristínu) úr þessu!

...það var ekkert smá gott að sofa út í fyrsta skipti í meira en mánuð! Afrakað nú ekkert miklu nema það að kveikja á tölvunni minni og gera Fulham að stórveldi í CM 03/04! Spurning hvort maður fari nú að koma með CM 03/04 pistla! Væri það gott eða vont?

...annars kom eitthvað af fólki í heimsókn á laugkvöldið og var drukkið bjór, horft á Popppunkt og spjallað! Fórum svo í eitthvað viðskipta/lögfræði partý og svo í bæinn! Frekar döpur bæjarferð þar sem var endalaus röð inná allastaði!

...keypti seinustu jólagjöfina svo í gær! Aldrei áður verið svona snemma í þessu, vanalega er þetta gert á Þorlák og svo pakkað á Aðfangadag, en nú er sko önnur tíð! Fínt að fá frí frá jólastressinu á Þorlák og njóta þess að labba í bænum!

19.12.03

idol í kvöld...

...jæja fyrsta helgarfríið síðan um miðjann nóv þannig að þannig að það verður næs að komast í smá cill! Annars er það Idol í kvöld og verður það Stuðmanna þema. Ég er nú enginn stuðmanna fan en mér sýnist þau vera að velja skástu lögin. Vona að þetta verði flott hjá þeim!

...lögin sem þau taka eru: Helgi með Bíólagið, Ardís með Strax í dag, Kalli með Slá í gegn, Anna Katrín með Ofboðslega frægur, 500 kallinn með Fljúgðu og svo Tinna Marína með Bráðum kemur betri tíð!
Persónulega held ég að velja rétt lag skipti mjög miklu máli núna en það er erfitt að giska hver dettur út núna en ég ætla að giska á Jón!

...annars er allir útlendingarnir og landsbyggðanördin að koma heim um jólin og verður gaman að hitta þau! Hinna kemur á laugardaginn og ætlar að mála bæinn rauðan, spurning um að fara mála?

ekkert smá duglegur....

...já það var sko aldeilis tekið á því í gær! Beint eftir vinnu var farið í jólakaupaleiðangur! Þessi helför stóð frá 17:00 til 22:00 eða 5 tíma búðaráp og er ég ekkert smá stoltur að hafa lifað þetta af! Náði meira að segja að þreyta Önnu í búðarápi og er það ekkert smá afrek!

...kláraði að kaupa flestar jólagjafir og jakkaföt á sjálfan mig! Bankareikningurinn dók skemmtilega dýfu en það er nú í lagi því það eru jólin! Þá er bara mesti hausverkurinn eftir og það er konan!

...annars er BT ömurleg verslun, vorum eitthvað þarna að skoða og sáum þetta æðislega tilboð á DVD myndum og ætlaði ég sko að grípa gæsin og versla mér nokkrar DVD myndir!

á myndunum stóð var lítill miði þar sem stóð "Tilboð 2" og svo stóð 1000 kr. þar skammt frá. Þá var einnig ""Tilboð 1" á 799 og "Tilboð 3" á 1299 eða álíka! Þannig að maður myndi nú halda að þetta væru 2 myndir á 1000. kr. Ég var búinn að ná mér Groundhog Day og Die Hard 2 og kominn í afgreiðsluna, búinn að rétta stelpunni kortið, þegar hún rennir því í gegn og segir í 2000! Ég ekki alveg sáttur þar sem ég hélt ég væri að gera kjarakaup og kaupa 2 DVD á 1000 kr. og vildi hætta við þar sem þessar myndir eru hvort sem er í öllum búðum á landinu á þessu verði! En nei stelpu fíflið vildi það ekki og var bara með leiðindi, á endanum fékk ég 1000 kall til baka og keypti sem sagt Groundhog Day á 1000 kr. Það er svo sem ekkert slæmt að fá þessar mynd á þessu verði en svona fokking fólsku brögð fíla ég ekki!
Enginn að versla í BT fyrir jólin!

Örvar " Neytandi" Steingrímsson!

18.12.03

taka munntóbakið föstum tökum.....

...jæja þetta verður fróðlegt! Stjórn Knattspyrnusambands Íslands æltar að fara taka á munntóbaksnotkun knattspyrnumanna. Þetta kemur fram á mbl.is. Nýjasta umræðan um þetta byrjaði eftir heimildarþátt með Íslenska landsliðinu þar sem margir af leikmönnum liðsins fengu sér í vörina eftir leik! Þetta er náttúrulega bara fáranlegt að þetta sé leyft innan knattspyrnunar! Að leikmenn fái sér smók í hálfleik þykir ansalegt í utandeildinni, hvað þá með íslenska landsliðinu en samt er það liði að menn séu með trantinn á sér fulla af þessu drasli!

Persónulega er ég mjög á móti þessu og finnst að það ætti að banna þetta allt, munntóbak, neftóbak, sígarettur! Munntóbak er reyndar bannað en það virðist ekki stoppa neinn í að nota það! Þyrfti bara að fara sekta fólk sem notar þetta! Eða sýna fleiri myndir af afleiðingum notkunar tóbaks! Hér er smá preview :)

Það er vond lykt af reikingar mönnum og það er einnig vond lykt af munntóbaks mönnum! Hættið þessari vitleysu

kveðja Örvar "Þorgrímur" Steingrímsson

grátur....

...ætlaði sko af hafa það næs í gær kvöldi! Búinn að redda Championship Manager 03/04 og áætlunun var góð, eyða heilli kvöldstund í tölvunni! En Champinn sem ég "keypti mér" var bilaður ("keypti mér" = má ekki segja hvernig ég reddaði honum) Þannig að kvöldstundin var ekki eins góð! Grátur!

...annars á ég eftir að kaupa alltar jólagjafirnar og þarf nú að fara drífa mig í það! Spurning hvort maður fari að verzla í kvöld eða á X-mas tónleika á NASA! Spurning?

...djöfull hlakka ÉG að fara á The Lord of the Rings: The Return of the King, bauðst að kaupa miða í gær en ætla að bíða eftir konunni til að sjá þessa snilld!

3.12.03

rock hard times...

...er að hlusta á Eels og lagið Rock Hard times!

Hér kemur ein auðveld og góð...
..."I never broke the law. I am the law"

...smá kvikmyndagagnrýni, á föstudaginn horfi ég á Identity. Ég var búinn að heyra misjafna dóma um þessa mynd! Hún fær 7,2/10 á IMDB.com sem er nú nokkuð gott!Jón@sykur.is segir:

...myndin á að vera gríðarlegur sálfræðiþriller, með ægilegu plotti. En er það ekki. Mæli ekki með þessari mynd. Þ.e. Plottið var svo ódýrt að allt sem var skemmtilegt varð leiðinlegt. *1/2.

...ég get ekki verið sammála sykur.is þarna því mér fannst þessi mynd bara nokkuð góð! Ég pæli mjög mikið í myndum þegar ég er að horfa á þær og var ég alltaf að reyna að finna einhverja lausn en bara ekkert gekk sem er nú bara mjög gott! Annars fór hún smá í mig á tímabili og veit ég nú ekki ástæðuna fyrir því en líklegast hvað það er erfitt að lesa í gegnum hana! En John Cusak er einn af uppáhalds leikurunum mínum og var bara nokkuð góður!
Þetta er skemmtileg útfærð mynd þó svo að það er mjög ótrúlegt að þetta gerðist "in real life"!
Identity fær ** örlish!

...á laugardaginn var það Hollywood Homicide sem er svona spæjaralöggumynd sem fjallar um tvær löggur sem eru að reyna leysa morðmál! Harrison Ford og Josh Hartnett eru í aðalhlutverkum en ekki veit ég hvað hann Indiana Jones var að spá með því að taka þetta hlutverk að sér því þetta er nú frekar slöpp mynd. Slöpp mynd!
Hollywood Homicide fær *örlish! Skamm Harrison skamm!

2.12.03

latur...

...eitthvað latur við að blogga! Annars horfið ég á tvær myndir um helgina og kemur gagnrýni um þær bráðum en þetta voru þær Hollywood Homicide og Identity!

28.11.03

Írafár á Xinu...

texti...mjög ólíklegt en aldrei að vita! Var að lesa frétt í dag um að nýja lagið með Írafári "Stel frá þér" fær ekki spilun á FM þar sem það er of þungt! Þetta finnst mér mjög fyndið, Írafár og þungt!

...nú er það bara spurning hvort að Írafár fari að heyrast á Xinu? Þó svo að ég sé nú enginn Írafárs snillingur þá tel ég nú vita að þetta er nú mun harðara en áður hefur heyrst með þessu snillingum!

...þið getið heyrt hljóðdæmi af laginu á tónlist.is! Ætla að reyna að búa til beinan link hér!


...annars er íslandsmótið innanhús um helgina og er Breiðablik að spila! Þetta mót er nú ekki tekið neitt voða alvarlega því strákarnir sem taka þátt eru flestir ´84 módel eða 19 ára tappar! Annars verður afgangurinn af hópnum að spila æfingaleik á móti FH og geri ég ráð fyrir að vera nokkuð góður bekkjarhitari ef ég næ því þá! En svona er lífið!

...annars er það bara Idol í kvöld, hlakkar mikið til!

bilað blogg...

...ætlaði að blogga þetta í gær en það virkaði ekki, á einhver ótrúlegan hátt náði ég nú að bjarga þessum texta, þó svo að hann sé nú ekkert voða merkilegur, en hér kemur hann!

...mjög lítið að gerast núna! Annars er ég búinn að vera hlusta á nýja diskinn (Hafið þennan dag) með Heru og svei mér þá þetta er bara fínasti diskur! Ha, hver bjóst við að heyra mig segja þetta (eða skrifa, réttara sagt) Hún tekur tvö lög með Bubba, eitt með KK og svo eitt hvað Megas og svo nokkur frumsamin!
Hera fær **1/2 örlsih!

...annars fór ég á Matrix Revolution á sunnudaginn og var hún bara helvíti góð, lokar sögunni af fylkinu ágætlega! Byrjar frekar rólega og ekkert almennilegt að gerast fyrir hlé en lætin byrja eftir hlé!
Þó svo að fyrsta myndin sé best þá eru þær seinni mjög góðar og fær Revolution *** örlish!

...er svo að fara í BodyPump á eftir í sporthúsinu, æði!

...annars föstudagur á morgun og svo sem ekkert voða gaman með það því nú er það bara próflærdómur, þó svo maður gefi sér tíma í Idolið á morgun!

25.11.03

afmæli...

texti...já Anna á afmæli í dag og er orðin 21 árs eða verður það kl. 22:52 í kvöld! Vildi ég bara láta ykkur vita, annars þarf ég ekki að óska henni til hamingju hér því ég er náttúrulega búinn að því!
Annars verður farið út að borða í kvöld í tilefni dagsins

spaugstofan...

...hvað er þetta með þetta drasl? Ég sem var að hneygslast á honum frænda mínum fyrir að geta ekki talað við mig í símann þar sem spaugstofan var að byrja, SPAUGSTOFAN! En svo kemur út Gallup könnun og þetta drasl er með 65.8% áhorf! Hvað er að landi og þjóð, ég man eftir í gamla daga þegar manni fannst þetta fyndið, já svona ' 89 og ' 90 en 2003 er þetta orðið svolítið þreytt er það ekki!

...ég slysaðist til að sjá 5 min af þessu áður en ég fór út á Laugardaginn og þá var heill Ragnar Reikás þáttur! Hvernig er það hefur komið einhver nýr "karakter" inní þætina undanfarin 10.ár?


24.11.03

meet the folks...

texti...já hitti fólkið á kaffihúsi á laugardaginn. Fórum á Ara í Ögra og fengum okkur nokkra kalda! Annars er nokkuð til í þessu sem Rannsa er að segja um að maður viti allt um alla útaf þessu bloggi!

...þegar ég kom heim var svo meet my folks í TV! Djöfull getur Kaninn verið asnalegur! Nú var einhver algjör steríótýpuameríkani sem var svona íþróttafyllerísháskólagaur eitthvað sem var mjög asnalegur í framan en það var samt eitthvað sem fékk mig til að horfa á þessa vitleysu! 8 stelpur voru að keppast um þennan analega gaur en er það virkilega þess virði? Þú færð einhverjar ferð í vinning og svo koma allar miður skemmtilegar upplýingar um þig fram í sjónvarpinu! Hvaða vitleysingar taka þátt í svona þætti? Ekki nóg með að þetta var einn þáttur heldur er framhald af honum þannig að allir að setjast fyrir framan sjónvarpið á föstudaginn næsta og horfa á Meet my folks í staðinn fyrir Idol, uuuu jee!

föstudagur = idoldagur...

...fór í Idol partý til Gumma Árna og Hildar. Það var svona Mexicó fílingur yfir matnum en allir komu með eitthvað og úr varð þessi fínasti matur! Innkoma dagsins var án efa þegar Hildur (húsfreyjan) kom heim! Hún var að tala við bróðir Gumma þegar hún var að labba inn og heyrðist hún segja að nokkrir vinir hans Gumma ætluðu að koma og horfa á Idol! En þegar hún kom inn brá henni svona helvíti skemmtilega við að sjá troðfulla stofu af fólki.

...annars kaus ég ekki neinn af þessu Idol liði enda var þarna enginn sem ég hefði viljað sjá áfram, hélt að Bóas væri góður en vá hvað einn maður getur verið cool eða bara too cool for school eins og við orðuðum það!

21.11.03

konuleikfimi...

...fór í gær í tíma í Body Pump í Sporthúsinu með Breiðablik. Þetta var fínt þó svo að ég bjóst við meiri hreyfingu í sjálfum tímanum. Var meira svona eins og lyftingar frekar en einhver eróbik tími. Ágætis tilbreyting samt!

...þegar ég kom var allt að fara á stað og ég er eitthvað að drífa mig að ná mér í svona pall og finna einhver lóð til að nota þegar kennarinn í tímanum segir yfir allan salinn "blessaður Örvar" mér bregður svona nett og enda ekki alltaf sem einhver heilsar mann í hátalarakerfi en þá var þetta Ragnheiður sem var með mér í 3. bekk í Versló! ÆÐI

...annars er það Stjörnuleitin í kvöld og verður gaman að sjá hverja maður hefur úr að velja, þó svo að maður viti náttúrulega hver vinnur þetta (sjá neðar)

...ætla svo að reyna að komast á Matrix!

20.11.03

smitandi...

...já skildi bloggið vera smitandi? Nú er kominn einn nýr og er það hann Reynir Bjarni Egilsson eða bara Reynz! Oft er gott að halda kjafti en...
Búinn að setja link hér til hliðar á kallinn!

got it...

texti...svei mér þá, ég er ekki búinn að missa það! Var að vinna nýja Blink 182 diskinn þannig að ég er mjög sáttur! Þurfti að svar hvað hljómsveitin hét fyrst, hvenær fyrsti diskurinn kom út og svo hvaðan þeir koma! Og þetta gat kallinn! MÚHAHA MÚHAHA!

19.11.03

lost it...

...ég held svei mér þá að ég sé búinn að missa það, þeas að vinna dót á Xinu! Nú er Blink 182 vika og ekkert gengur! Í gær var verið að gefa miða á afmælistónleika Xins og ekkert gekk og svo í seinasta fimmtudag var Coldplay dagur og ekkert gekk!

Spurning hvort maður fari ekki bara vinna hluti á Rás 2! Er ekki alltaf plata vikunnar þar, eru verið að gefa eintók þá? Jón "Suger" Hannes hvað segir um það, veistu allt um þau mál!

Skipulagning...

Ein fyndin!
"Just stay out of my way, or you'll pay. Listen to what I say!"
"How 'bout I just go eat some hay? I could make things out of clay and lay by the bay, I just may. What do you say"


...nú er þannig komið að menn eru byrjaðir að skipuleggja kaffihúsaferðir á þriðjudegi! Kiddi er að plana kaffihúsaferð á föstudaginn (held ég) jújú svo sem allt í lagi með það!

...Michael Jackson er kominn í fréttirnar aftur en nú er það 12 ára strákur sem er að kæra hann! Það vita það svo sem allir að kauði er kol geðveikur en spurning hvort að hann er barnaníðingur eða fórnarlamb kæruglaða bandaríkjamanna, spurning?

...var að horfa á Friends í gær og var það bara fínt, ég er kominn á 7 þátt! Hvernig er nú staðan á þessu á Íslandi, er verið að sýna nýju seríuna á Stöð 2 eða er það bara á Stöð 3? Annars vona ég að Skjár 2 fari nú að hætta svo að allir bestu þættirnir fari aftur yfir á Skjá 1. Sakna aðalega Raymond og CSI!

...hann veit ekki hver Sara er!

18.11.03

Púff!

Ennþá þreyttur eftir helgina! Djöfull getur maður verið mikill aumingi! Þreyttur á þriðjudegi er nafnið á laginu í dag!

Annars var þetta fín helgi! Ég og Kiddi horfðum á Idol á föstudaginn og auðvitað komst Njálulónerinn (Dr. Gunni kallar hann það :)) og Tinna Marína áfram! Ekki spurning! Kíkti svo niður í vinnu á Bítlakvöld en það er ekkert sérlega gaman að vera edrú á vinnu djammi!

Þá fór ég í innflutningspartý til Kidda og Laufeyjar (bróðir Önnu, sko Kiddi) og var það mjög gaman. Íbúðin mjög flott og svona en soldið langt í burtu (í Mosó) Leigubíllinn var samt ódýrari en ég hélt! Fórum á Felix og vorum þar allt kvöldið! Hitti meðal annars Sigga Grétar, Gumma Ingvars og Agnar sem allir voru gríðar hressir!

Sunnudagurinn fór í lítið annað en að vera nett "þreyttur" og horfa á hina ömurlegu Charlie's Angels: Full Throttle en það er bara léleg bíómynd! Subwayinn lagaði "þreytuna" aðeins og var ekki mikið gert þennan dag! Horfði svo á Agent Cody Banks en hún var ágæt fyrir ástandið sem maður var í! Þetta er svona barna spæjaramynd fyrir svona 12 ára krakka en Frankie Muniz leikur Cody Banks en hann er þekktari sem Malcolm í Malcolm in the Middle!

Örlishar!
Charlie's Angels: Full Throttle *1/2 Örlish
Agent Cody Banks ** Örlish


Jæja ágætt í bili!



14.11.03

Idol og The Beatles

textiAlveg að koma helgi! Mjög spenntur yfir Idol í kvöld! Sigurvegarinn er í þessum hóp og hann heitir Helgi Rafn en hún Tinna Marína er einnig líkleg til að vinna þessa keppni! Þannig að það verður gaman að heyra þau syngja í kvöld!

Annars er þessi nokkuð svalur!

Annars er Bítlakvöld í vinnunni á eftir og ætla ég að kíkja á það eftir Idol! Spuluð verða Bítlalög og einhverjar getraunir og svona og svo fara allir á Nasa þar sem Bítlavinafélagið spilar! Ég ætla þó ekki á Nasa!

Annars var ég að reyna að vinna Coldplay disk í gær en ekkert gekk, djöfulsins helvítis andskoti! Þetta fokking símkerfi hjá Vodafone er drasl! Náði sambandi og svo slitnaði það alltaf eftir einhverja mínútu!

13.11.03

Rock ´n´ Roll

textiJæja loksins hefur maður eitthvað að segja! Fór á tónleika með Mínus og Brain Police á Gauknum í gærkvöldi!

Ég, Ívar og Gummi Árna ákváðum að skella okkur á 5 ára afmælistónleika þessara hljómsveita! Vorum nokkuð seinir þar sem við vorum í fótbolta til kl. 11 en við vorum komnir svona 11:30! Náðum seinasta laginu með Brain Police og voru þeir bara nokkuð góðir! Samt nokkuð fúlt að missa næstum alveg af þeim!

Næst var komið að Mínus! Þeir voru helvíti flottir það sem Krummi og Bassafanturinn voru í essinu sínu berir á ofan og í einhverjum öðrum heimi en við lifum í! Þetta var nú frekar stutt gigg en samt gaman af því, sérstaklega þegar þeir tóku Nice Boys sem Guns N´ Roses tóku um árið!

Annars var Krummi (söngvari, sonur Bjögga Halldórs) frekar slappur, skyldist lítið af því sem hann söng og sagði á milli laga! En hann bætir það upp með mjög líflegri sviðsframkomu!

Það var nokkuð skondið að Gummi Árna skildi koma með þar sem hann er nú ekki frægur fyrir að hlusta á tónlist í þyngri kantinum en hann talaði um að þetta hefði verið skemmtileg upplifun, eða allavegana upplifun!

Annars er alltaf stuð að fara sofa með skemmtilegt bíííííí í eyrunum!

12.11.03

BUS + Útvarp!

Jæja er nú í þessu að reyna að víkka út tónlistarsjónarhól minn! Er núna byrjaður að hlusta á Rás 2 og Radíó Reykjavík í vinnunni og er það góð tilbreyting frá Xinu! Þetta er allt á netinu og það er nokkuð gott, vonandi kemur Skonrokk bráðum á netið!
Þeir sem þekkja vel til Rás 2 endilega látið mig vita hvaða þættir eru skemmtilegir! Er það ekki annars bara Rokkland og Poppland!

Var að hjálpa Pabba með bílinn á mánudaginn og vitið menn! "klukkan er orðin 10 og Jón Hannes Stefánsson mun flytja fréttir" eitthvað svona og kallinn í útvarpinu! Strákurinn stóð sig bara með prýði!

Annars var ég að hlaupa úti í gær og þegar ég var rétt hjá skiptistöðinni í Kópavogi þá var strætó stopp og ég ætlaði að hlaupa yfir (var á gangbraut) nema hvað að strætó fór af stað í sama augnabliki og ég þurfti að snarstoppa til að ekki færi ílla!
Annars er þetta nú ekkert merkilegt nema hvað að þegar ég er komin góðan spöl niður Digranesveg þá heyri ég flaut! Þá var þetta strætóbílstjórinn sem var næstum búinn að keyra yfir mig, hann kíkti út um gluggann á strætó og baðs afsökunar!
Helvíti góður þessi og fær nokkrar örlisha fyrir þetta! Þannig að ekki eru allir strætóbílsjórar sendiherrar Satans komnir til jarðar til að gera mér lífið leitt!

11.11.03

10/11

Tvær fyrir eina!
"Hey, bird! Did you just see a little Hari Krishna midget, in the tree, floating, or is it me?"

"Ha! I got the knife! Now turn on the Goddamn lights!"


Annars var ég í 10/11 í Lágmúla og bara verð að segja að pasta hlaðborðið hjá þeim er bara helvíti gott, mæli með því fyrir alla sem eiga leið hjá! Kaupa lítið box og fylla það vel og þá verður maður alveg pakk saddur! Mjög gott

Annars var ég frekar ósáttur við úrslitin í survior í gær! Frekar súrt!

10.11.03

3000

Ein mjög góð í dag!
"The royal penis is clean, your highness"

Annars var smábloggarinnGuðmundur Sverrisson númer 3000 og óska ég honum til hamingju með það!
Jæja búinn í vinnunni, farinn heim, Survivour í kvöld og svona!

Fljótt að gerast!

Já þetta er fljótt að gerast! Vaknaði nokkuð þreyttur í morgun eftir að hafa verið að dreyma einhverja tóma þvælu en hvað með það, mættur í vinnuna og kíki aðeins á netið og vitið menn! 2995 hafa komið á Örlish! Þannig að það þýðir bara eitt eða 5 upp í 3000!

Auðvitað verða vegleg verðlaun í boði! Þarf auðvitað viðeigandi sannanir, eins og print screen eða álíka!

9.11.03

Fylkið?

Já það var sko sannkallað videó kvöld í gær! Í tilefni þess að Matrix Revolution sé að koma út þá var ákveðið að horfa á fyrri myndir þessa Trílógíu!
Fyrst var það Fylkið og svo Endurhlaðið fylki (bein þýðing) en þessar myndir eru betur þekktar sem The Matrix og Matrix Reloaded!
Þó svo að þetta væri í svona 10 skipit sem ég sé The Matrix þá er hún alltaf jafn góð og svo finnst mér Reloaded ekkkert mikið síðri!
Þannig að nú er maður alveg tilbúinn til að fara á Rebolution!

Aðeins út í aðra sálma! Var að taka bensín sem væri nú ekki frásögu færandi nema hvað að ég fór allt í einu að spá til hvers í andskotanum þetta skýli er fyrir ofan allar bensínstöðvar! Þetta er mjög sniðugt í útlandinu þar sem rignir lóðrétt en hér á Íslandi er þetta ekkert voða sniðugt því í svona 90% tilvika þá er nánast lárétt rigning! Þannig að það er spurning um að vera með bensín stöð þar sem væri skýli fyrir á hliðunum en ekki í loftinu! Bara hugmynd!

8.11.03

Föstudagurinn

Já eftir vinnu og æfingu var komið að IDOL
Ég ætlaði reyndar að panta Pizzu fyrir mig og Önnu á Dominos þar sem er nú megavika en þar sem það var 2 tíma bið í pizza þá ákváðum við nú bara að panta hjá Pizza höllinni og var hún bara helvíti góð! Ekki eðlilegt hvað þessar megavikur hjá Dominos eru vinsælar!

Íbbó og Audi komu í heimsókn og horfðu á Idol! Miklu betri "riðill!" heldur en var seinast og var ég nokkuð sáttur við þær sem komust áfram þó svo að ég hefði viljað fá strákinn sem söng nr.2! Hann var með góða rödd og svo má þetta ekki verða algjör stelpu keppni þó svo að þessar sem fóru áfram þessa helgi hafi fyllilega átt það skilið, annað en seinustu helgi!

Þar sem ég vann fleiri miða á The Texas Chainsaw Massacre þá komu Íbbó og Audi með á þessa snilld!
Mér fannst hún nokkuð góð þó svo að ég varð fyrir smá vonbrigðum með hversu lítið var sýnt! Í lokinn var hún orðinn smá langdregin en ég hafði gaman af þessu!
The Texas Chainsaw Massacre fær ** örlish!

Svaf svo yfir mig í morgun á æfingu en náði að mæta i tæka tíð þannig að þetta var í góðu lagi!

7.11.03

Leoncie

textiÞetta er náttúrulega bara snilld Icy Spicy Leoncie er komin með nýja plötu og heitir meistaraverkið Radio Rapist-Wrestler og er tileinkað Sigurjóni Kjartassyni!
Ef einhver á geisladisk með þessum snillingi endilega látið mig vita því þetta verður maður að eiga!

Var að skoða heimsíðuna hjá henni, nokkuð góð, klikkið á myndina neðst til hægri og þá kemur æviágripið :)

BÍÓ og IDOL

Hérna kemur ein góð
"Nobody fucks with the Jesus"

textiJá Idol í kvöld og það er búið að vísa einum keppanda frá! Fréttin er hér! Þetta re hann Arnar Þór og far vísað frá vegna brot á fjölmiðla banni!

En ég veit nú ekki alveg hvort að þetta verði eitthvað góður þáttur því maður þekkir nú ekki marga sem eru þarna, þeas hafa ekki verið kynntir áður! En samt ætla ég að horfa og að sjálfsögðu kjósa!

Þá vann ég miða á The Texas Chainsaw Massacre á Xinu og fer líklegast á hana í kvöld!

6.11.03

Nýr sófi!

Ein góð "setning" í kvikmyndagetrauninni í dag!
"My cousin Walter jerked off in public once. True story. He was on a plane to New Mexico when all of a sudden the hydraulics went. The plane started spinning around, going out of control. So, he decides it's all over and whips it out and starts beating it right there. So, all the other passengers take a cue from him and they start whipping it out and beating like mad. So, all the passengers are beating off, plummeting to their certain doom, when all of a sudden the hydraulics kick back in and the plane rights itself. It lands safely and everyone puts their pieces or whatever, you know, away and de-board. Nobody mentions the phenomenon to anyone else"

Annars var ég að fá nýja sófa! Mjög fínn, fékk hann frá Diddu, mömmu Ívars!

Annars er alltat að verða vitlaust í umræðunni um Lundarsvæðið í Kópavoginum! Vinir mínir og sumhverjir íbúar í Fossvoginum eru mjög á móti þessu, endilega tékkið á þessu hér fyrir neðan!

5.11.03

Aldrei má byggja neitt!

Allir í Fossvoginum að verða crazy yfir þessum blokkum sem eiga að koma þarna! Einhverjir hálfvitar að safna undirskriftum til að mómæla þessari byggð og á fullu að skrifa í blöðin.
Hér er frétt í mogganum og kemur fram að það kemur skuggi af þessum háhýsum! Skuggi á hvað? Það er engin hús þarna í nágrenninu sem skuggi myndi falla á og þetta svæði eins og það er í dag er alveg lokað fyrir einhverskonar útivist þannig að með tilkomu byggðar þarna þá myndi opnast fyrir svæði og væri kannski hægt að labba þarna um án þess að taka einhver rosa sveig í kringum þetta skógræktarsvæði í endanum!
Þá er einnig talað um vind í sambandi við háhýsinn þar sem einhver arkitekt var að segja að vindur myndi aukast verulega í kringum byggingarnar! Aldrei hef ég heyrt neinn kvarta yfir vindi í kringum háar byggingar þó svo að það sé nú eitthvað til í þessu þá getur það varla breitt vindi í öllum Fossvoginum!
Þannig hættið að fokking væla yfir þessum fokking svæði og þessum fokking byggingum! Þetta verður fokking fínt að opna þetta fokking svæði aðeins þó svo að það koma einhverjar fokking blokkir þarna! Þá fá fleiri að búa á fokking góðum stað eins og fokking Kópavogurinn er og ekki uppá einhverju fjalli eins og byggðin er að þróast!

Það er gott að búa í fokking Kópavogi!

Jealous?

Kvikmyndagetraunin í dag er algjör SNILLD!
"Disturbing the peace? I got thrown out of a window! What's the fuckin' charge for getting pushed out of a moving car, huh? Jaywalking?"

Jæja þeir á xinu eru aldeilis búnir að vera góðir undafarna daga! Já vitið menn tveir nýjir diskar komnir í hús :) Á föstudaginn var Brain Police dagur og vann ég nýja diskinn þeirra en hann heitir nefnilega Brain Police!
Í gær vann ég svo nýja R.E.M. diskinn sem er best of diskur! Mjög ánægður með það!

Annars er fjölskyldan í Lautasmára 16 (Ívar og Didda) algjörir snillingar því þá ætla að gefa mér gamla sófan þeirra! Takk Didda! Þannig að gamli ljóti má fara á haugana!

Snjórinn farinn sem er nú bara gott því ekki er ég kominn á vetrardekk!

4.11.03

Snjókorn fala

Kvikmyndagetraunin í dag!
My ass may be dumb, but I ain't no dumbass

Þá er kominn vetur og ég er ennþá á sumardekkjunum sléttu! Þarf að fara huga að því að kaupa mér vetrardekk! Annars held ég að vinkona mömmu eigi dekk til að selja mér en það kemur vonandi í ljós! Hvort ætti maður að kaupa með nöglum eða án dagla, spurning?

Annars er ég búinn að mæta á tvær æfingar með Breiðablik og gengur bara ágætlega! Alveg dauður í löppunum eftir að allir og allt eru búnir að sparka í þær! Voru samt frekar margir í gær eða 28 stykki! Frekar mikið og það er alveg á hreinu að þetta á eftir að verða nokkuð erfitt!

30.10.03

You eat pieces of shit for breakfast?

Snildarsetning í dag!
"You're in big trouble, pal. I eat pieces of shit like you for breakfast!"
"You eat pieces of shit for breakfast?"

Algjör snilld úr snilldarmynd!

Var í fótbolta í gær og tíminn byrjar kl. 10 þannig að maður er kominn heim svona 11:30 og ekki fræðilegur að sofna fyrr en svona 1 þannig að maður er svona smá þreyttur núna í vinnunni en það er nú allt í lagi er það ekki!
Annars er ég að fara á fyrstu æfingin með Breiðablik kl.10 á laugardagsmorgun!

Annars er Brain Police dagur á Xinu á morgun þannig að maður verður að hlusta á útvarið þá ;)

29.10.03

blabla

"How the fuck should I know? Number 1 Happy Street!"

Já þess má geta að þessi kvikmyndagetraun er til skemmtunar mér og öðrum og menn eins og Guðmundur Sverrisson eru vinsamlegast beðnir um að hætta að leita af svörum á internetinu til að eyðileggja fyrir mér og öðrum sem vilja taka þátt í þessu!

Annars er ekkert að frétta! Æfingar hjá Breiðabliki byrja á föstudaginn (held ég) og er maður orðinn nokkuð spenntur fyrir að fara! Annars eru DAS FAMILY að fara til Ungverjalands og ég þarf að BABYSITTA hundinn og það vill ekki betur til en að helv*** hundurinn er eitthvað veikur og gerir ekkert annað en að væla þessa dagana þannig að helgin verður örugglega mjög ánægjuleg hjá mér!

28.10.03

Dadaradada!

Kvikmyndagetraun!
What am I gonna say? "I killed the president of Paraguay with a fork. How've you been?"

27.10.03

Mánudagur!

"Your ancestors are niggers. Yeah, and your great-great-great-great grandmother fucked a nigger, yeah, and she had a half nigger kid... Now, if that's a fact, tell me, am I lying? Cause you, you're part eggplant"

Jæja úr hvaða mynd er þetta!

25.10.03

Idol snillingar!

Vorum að horfa á Idol í gær og fengum heimsókn í 3 skiptið í röð, sem sagt til að horfa á Idol! Sigurveig vinkona Önnu kom í heimsókn ásamt kærastanum sínum. Erum við svona leiðinleg að það verður að vera Idol i sjónvarpinu til að fá heimsókn? En annars kaus ég sjóarann og anna kaus sjarmatröllið þannig að við höfðum rétt fyrir okkur þannig að við erum greinilega mjög miklir Idol snillingar!

Annars vaknaði ég kl. 10 í morgun og fer að halda að ég sé orðin algjört gamalmenni því ég get ekki sofið lengur en til 10 um helgar. Anna fór í vinnuna kl. 8 og þá var ég bara glaðvakandi og eldhress! Af hverju er maður ekki þannig þegar maður þarf að vakna til að fara í vinnuna!!!

Annars keypti ég nýjan kassa utan um tölvuna mína og er búinn að dunda mér við það að setja hana saman í allan dag og það tókst af lokum eða aftir ca. 3 tíma! Annars var Liverpool að vinna og Man utd að tapa þannig að það er nú bara helvíti fínt en er að fara í skvass þannig að síja later!

24.10.03

Alveg CRAZYYYYYY

Ein auðveld á föstudegi!
"Come on, all the long distance lines are down? What about satellite? Is it snowing in space? Don't you keep open a line for emergencies or for celebrities? I'm both! I'm a celebrity in an emergency"

textiAnnars hefur fólk mikið verið að dissa mig fyrir að vera soldið "virkur" í að vinna hluti á Xinu! Ég segi að þetta sé bara öfundsíki!

Allavegana var verið að gefa diska og poli í gær! Ég komst fyrst inn en þá þurfti ég að syngja þannig að ég sagði þá "nei takk" og hélt áfram að hlusta!
Seinna um daginn komst ég svo inn og náði að vinna bol með því að svara hversu margir stólar eru inní stúdíóinu á Xinu!!! En ég náði að giska á 4 og svo stuttu seinna þegar ég hélt að þeir væru að gefa diskinn vann ég annan bol og er bróðir minn Styrmir svo heppnin að fá hann að gjöf :)

Seinna um daginn var ég og Anna uppí íbúð hjá Kidda (bróðir Önnu) og þá byrjar lag með Strokes þannig að ég spyr Kidda hvort honum langi nokkuð í bol! Ég hringdi og komst inn og þegar hann spurði um nafn þá sagði ég óvart Örvar (ætlaði að segja Kiddi) þannig þetta var soldið fyndið! Þannig að Matti (útvarpsmaður á Xinu) spurði mig hvort að þetta væri Örvar sem væri búinn að vinna 2 boli í dag og auðvitað var það maðurinn! Hann vildi ekki gefa mér disk þannig að þá var bara málið að leyfa einhverjum öðrum að njóta góðs af!

Þetta er samt farið að verða smá "sickness" hjá mér! Ég verð fúll ef ég vinn ekkert þegar er verið að gefa:) En svona er maður geðveikur!

Annars er ég að spá í að taka CHILL PILL í að versla mér geisladiska! Keypti 2 seinustu helgi en það voru 2 Foo Fighters diskar á 2 fyrir 2200! Langar samt mjög mikið í Travis, Strokes og Darkness!

En annars að frétta að það er kominn DVD skrifari í vinnuna þannig að nú get ég farið og keypt mér tóma DVD diska og vonandi farið að copy"a"

Jæja nóg í bili! síja

23.10.03

Muse til ICELAND?

Það kemur fram í mogganum að muse sé kannski á leiðinn til Íslands í desember! Djöfull væri það nú flott! Ég á nýja diskinn með þeim, Absolution, og mæli ég eindregið með honum! Frábær rokkskífa þar á ferð!
Hérna er greininn!

Strokes dagur ? Xinu!

textiÞað er Strokes dagur á Xinu í dag og var ég búinn að hlakka til að vinna "kannski" mér inn disk eða bol eða eitthvað en neiiiiiii!
Þessir fokking kauðar á Xinu eru að láta fólk syngja Strokes lög til að vinna eitthvað fokking drasl þarna! Þannig að ég þarf þá bara að skella mér á netið og verlsa Room on Fire með Strokes, kannski að ég kaupi mér nýja Travis í leiðinni!
Eins og ég segi er þetta bara fokking fokketi fokking leiðindi hjá þessu fokking fokketi liði þarna á fokking xinu!
Fokketi fokk!

Umferð og fokketi fokk

Kvikmyndagetraunin er svo hljóðandi!
"A hundred million terrorists in the world and I gotta kill one with feet smaller than my sister"

textiÉg fór og sótti Önnu eftir vinnu og lenti í svona helvíti skemmtilegri röð á leiðinn heim! Var 40 mínútur að koma mér heim, ekki skemmtilegt það! Fyndið hvað maður verður fúll þegar maður lendir í röð og kemst ekki heim til sín á 10 mínútum! Þetta er daglegt brauð í öllum öðrum borgum og þegar koma smá raðir verður allt vitlaust og ég þar á meðal! En þessi blessaða röð myndaðist bara útaf því það var verið að lagfæra í kringum 2 ræsi rétt hjá afleggjaranum niður frá Bústaðarveginum að Kringlumýrabraut!

Ekkert annað að gerast nema hvað að Guðmundur Sverrisson er að þykjast ver eitthvað töff á netinu, allt útaf skoðunum mínum á Kill Bill en svona er þetta bara, ég get ekki gert að því þótt að þeir bræður séu með brenglaðann kvikmyndasmekk!

22.10.03

Tv?fara vikurnnar!

textitextiLoksins fattaði ég hvaðan maður kannsast við nýja dúið hans Beckham! Þegar ég var nú að horfa á Magnolia í gær þá fattaði ég að Tom Cruise er með alveg eins hárgreiðslu og David Beckham er með núna!

Annars af Magnolia! Þar sem sumir aðilar voru að tala frekar ílla um þessa mynd seinustu helgi þá ákvað ég að horfa aftur! Ég fer ekki af þeirri skoðun um að þetta sé góð mynd! Þó svo að það hefði alveg mátt klippa Julianne Moore út úr myndinni þar sem hún leikur mjög leiðinlegan karakter! Annars eru þeir Tom Cruise, William H. Macy og Philip Seymour Hoffman mjög góðir! Tom Cruise sem Frank T.J. Mackey er algjör gullmoli í þessari mynd!
"Respect the cock... and tame the cunt!"
Hver kemur með svona setningu! Sem sagt, fín flétta í myndinni, góðir leikarar og tónlistin kemur vel inní myndina! En gallinn er hversu helvíti leiðinleg Moore er í myndinni en svona er þetta bara!
Magnolia fær **1/2 örlish!

ha?

Jæja ég var að horfa á eina mynd í gær og þessi setning er úr henni!

"Respect the cock... and tame the cunt!"

21.10.03

Tired!

textiFór á "æfingu" í gær með Breiðablik en þetta var eiginlega ekki æfing því æfingar eru ekki byrjaðar þannig að við vorum bara með lausan tíma í Fífunni og vorum að bara að spila og svona! Þetta var mjög gaman og allt annað tempó heldur en maður er vanur á æfingum hjá stórveldinu TLC :) Þannig að maður var nokkuð þreyttur eftir þetta allt saman.

Er annars búinn að vera helvíti duglegur í ræktinni/fótbolta! Er búinn að hreyfa mig í 9 daga í röð og ætla í ræktina í kvöld þannig nokkuð gott bara!

Er svo að fara kíkja á tölvukassa á eftir, er að spá í þennan kassa!

Smá fokketi fokk!

Kvikmyndagetraun dagsins!
"No fuckin' way! You fuckin' notice this? I got fuckin' shot in the face! I went and got the fuckin' money! I got shot pickin' it up! I've been up for 36 fuckin' hours! I'm takin' that fuckin' car! That fucker's mine!"

20.10.03

Kvikmyndagetraun!

"Yes, London. You know: fish, chips, cup 'o tea, bad food, worse weather, Mary fucking Poppins...LONDON!"

JEBB ekki má gleyma kvikmyndagetrauninni á mánudegi!

? deiglunni!

textiÞá er kominn mánudagur, enn og aftur og nokkuð sáttur eftir góða helgi! Fór í afmæli til Urðar litlu frænku minnar á föstudaginn var farið heim að horfa á Idol en það endaði í smá Idol partý í Hlíðarhjallanum! Gummi S, Kiddi, Gummi Á og Hildur komu í heimsókn og var horft á Idol drukkinn bjór/rauðvín/hvítvín og svona! Samt mjög rólegt!

Á laugardaginn var svo farið á KILL BILL! Jebb náði að drega Kidda með mér á KILL BILL Vol. 1! Mér fannst hún bara helvíti góð, enda ekki við öðru að búast af snillinginum Quentin Tarantino. Kidda var nú ekki alveg sammála mér og mælir frekar með Jackie Chan myndum! Mjög flott atriði en það var bara eitt sem virkaði ekki nógu vel á mig en það kom svona smá teiknimynda atriði inní myndina og var það aðeins of langt fyrir minn smekk og hefði alveg mátt sleppa því! Annars var fullt af flottum atriðum og fínn söguþráður og verður mjög gaman að sjá Vol. 2!
Kill Bill fær ***1/2 af 4 örlish!
Ég og Kiddi brugðum okkur svo aðeins niður í bæ og tókum smá rölt en nentum hvergi inn vegna mikilla raða!

Annars slæm tíðindi af tölvumálum! Því ég var í góðum fíling heima í gærkvöldi eitthvað að dunda mér fyrir framan tölvuna og þá "búmb" jebb það kom sko B O B A eða BOMBA eins og Bubbi myndi segja það! Þá sprakk eitthvað rafmagnsdrasl inní tölvunni og þarf ég að kaupa mér nýja kassa utan um tölvuna, hann var hvort sem er orðin of lítill fyrir móðurborðið og svona! Vonandi er allt í lagi með allt en svona sprenging getur eyðilegt örgjörvan eða móðurborið! Vona það besta! Síja later!

Svo segi ég bara Áfram Liverpool, frábært lið! Holli fokk er snillingur!

17.10.03

Massa kauðar!

textiÞetta er ógeðslega fyndið!

Er að spá hvort maður eigi að skella sér í bíó í kvöld eða á morgun! Kill Bill kemur sterklega til grein! Þetta er 4 myndin hans Quentin Tarantino en hann er eins og allir vita snillingur!

Síðan er náttúrulega vaxtaræktarmót um helgina! Á ekki að skella sér að sjá þessa útúr steruðu kaura og gellur!

Vikan buin!

Kvikmyndagetraun nr. 4:
"I'm from Miami-fuckin'-Beach and you wanna show me the ocean, huh? And what about sun, does it ever shine around here, or is this smog around all the time?"
Ekkert voða erfitt en aldrei að vita!

Hérna er svo svörin við seinustu kvikmyndagetraunum og auðvitað mæli ég með þessum myndum og þá sérstaklega Clerks!

So I married an axe murderer - Mike Myers
"Would ya look at the size of that kid's head! It's the size of a planetoid and it has it's own weather system! Looks like an orange on a toothpick! "

Clerks - vinur Dantes
"My mom's been fuckin' a dead guy for 30 years. I call him dad."

Pulp Ficiton - Quentin Tarantino
"Well, the thing on my mind right now isn't the good coffee in my cup, it's the dead nigger in my garage"

16.10.03

Iceland Airwaves

textiJebb í dag hefst ICELAND AIRWAVES fyrir alvöru! Er að spá hvort maður eigi að skella sér? Hvernig er það getur maður keypt sig inná eitt kvöld eða þarf maður að kaupa passa fyrir alla helgina! Endilega látið vita!
Annars er ég heitur fyrir föstudagskvöldinu á Gauknum!
Daysleeper, Maus, Brain Police, Prosaics, Tv On The Radio, Captain Comatose, Audio Bullys og Alfons X! Einnig á Nasa er flott dagskrá!
Kimono, Vinyl, Singapore Sling, The Kills, Quarashi og Dáðadrengir!
Á laugardeginum væri ég svo til í að fara á Gaukinn!
Ensími, Ricochets, Botnleðja, Einar Örn, Mínus og Eighties Matchbox B-line Disaster!
Þannig að nóg af góðu stuffi! Endilega bjallið ef þið eruð að spá í að fara á eitthvað af þessu!


Comeback of the ´79

textiComeback of the ´79! Fór á fund með Meistaraflokki Breiðabliks í gær! Hef lengi verið að spá í að taka fram takkaskóna en nú held ég að það sé bara fínn tími til að byrja aftur. Er ekki alveg sure á því hvort maður eigi eitthvað erindi í svona bolta núna eftir svona langt hlé fré "alvöru" bolta en maður en nú búinn að sprikla í utandeildinni þannig að það er aldrei að vita!

Bjarni Jóhannsson var bara mjög fínn og virkaði vel á mann! Hann talaði um líkamlegt ástand leikmanna, áhuga og metnað og þar fram eftir götunum! Æfingar byrja ekki fyrr en eftir 2 vikur en ég væri alveg tilbúinn að byrja strax! Hann talaði einnig um að maður ætti ekki að hafa nein önnur áhugamál nema fótbolta, vinnuna/skólinn og fjölskylduna! Maður hefur 2 vikur til að losna við allt hitt. :)

Þarna voru nokkrir sem maður þekkti! Stjáni, Höddi, Garðar og svo náttúrulega fyrirliðinn Hákon Sverrisson og svo Ívar Sigurjóns! Annars æltar Ernir Kárason og Stebb kannski að byrja aftur þannig að þetta verður örugglega gaman ef maður endist í þessu! Annars er mér bara farið að hlakka mjög mikið til að byrja! En hef nú engar voða væntingar því kannski get ég ekki blautann!

Annars var Liverpool að vinna eitthvað drasl lið frá Sloveníu en ég og Gummi "smá blogger" Sverrisson horfum á leikinn! Djöfull getur Heskey ekki neitt! En gaman að sjá nokkur mörg og svona! Svo var farið í bolta kl.22 og þá getur maður ekki sofnað fyrr en 1 þannig að maður var smá þreyttur í morgun! En svona er rokkið!

Ein létt!

"Would ya look at the size of that kid's head! It's the size of a planetoid and it has it's own weather system! Looks like an orange on a toothpick! "

Ekki svindla! Þetta er nú aðeins gert til gamans!

15.10.03

Norton Antivirus

textiKvikmyndagetraun 2:
"My mom's been fuckin' a dead guy for 30 years. I call him dad."

Þar sem comment kerfið er bilað í dag þá velti þið þessu bara fyrir ykkur og commentið þegar kerfið dettur í lag! Ekkert svindl sko!

Annars er ég bara nokkuð hress! Er að um þessar mundir að reyna að ná vírus út úr tölvunni hennar Önnu! Náði í Norton Antivirus og fann nokkra vírusa og ekkert lagaðist en þá frétti ég að það þarf að ná í einhver removal tools til að taka þá út! Búinn að ná í þetta dót og ætla að mixa þetta í kvöld, voandi virkar þetta!

14.10.03

Kvikmyndagetraun Örlsih!

Kvikmyndagetraun Örlsih fer núna af stað þar sem ekkert nema virðing er í verðlaun!
Ég kem með nokkuð einfaldar setningar úr bíómyndum og þið eigið að giska/vita úr hvaða bíómynd setningin kemur! Farið bara í comment kerfið og segið úr hvaða mynd þið haldið að þetta sé!

Setning nr.1
"Well, the thing on my mind right now isn't the good coffee in my cup, it's the dead nigger in my garage"

Let the games begin

No Sickness

textiVar í þessu skrifuðu orðum að fá inflúensu sprautu þannig að vonandi verð ég ekkert veikur í vetur! Það kom hjúkka upp í vinnu og sprautaði okkur! Vorum ekki nema 14 sem fengum sprautuna af ca. 70 mans sem vinna hjá Línuhönnun! Eru allir hræddir við sprautur eða?? Ekki tók þetta mikin tíma var ca. 30 sek að fá sprautuna!

Nú þegar er komið haust er loksins byrjaðir einhverjir þættir aftur í tv inu! Horfið á Surviour og CSI Maimi í gær en vildi samt að vengjulegi CSI hafi ekki farið yfir á hið ÍLLA Sjár 2!

Alltaf duglegur í ræktinni! Fór í gær, ætla í dag líka, svo er það bolti á morgun og ræktin á fim og fös ef allt gengur vel!

13.10.03

Lucky number 2000

Hver verður númer 2000? Endilega sendið mér screen shout af skjánum! Vegleg verðlaun eru í boði!

ICELAND, SWAT osfrv!

textiJá das weekend búin og maður mættur í vinnuna! Nokkuð róleg helgi, en það var ekkert fyllerí á manni, sem er nú bara ágætt svona stöku sinnum!
Horfið á Ísland vs. Þýskaland á laugardaginn heima hjá Gísla og var fín stemmning á mannskapnum, helvíti skemmtilegar 10 sek þegar Hemmi skoraði! Annars er ég ekkert brjálaður yfir dómaranum, maður veit yfirleitt ekki hver byrjar að toga í hvern en Hemmi var allavegana að toga duglega í gaurinn! En flott mark annars! Þessi draumur úti en þá er það bara næsti og nú er enginn Atli til að eyðileggja ævintýrið!
Ég fór á SWAT um kvöldið og var hún bara helvíti góð! Fór á POWER sýningu en þá er hljóðið aðeins hærra en venjulega! Þetta er svona uber svalir gaurar mynd en mjög góð til að fara á í bíó! Spenna og læti allan tíman og ekkert vælerí!
SWAT fær ***örlish

Kláraði að horfa á Hannibal í gær! Hún er nú helvíti góð og er með eina bestu setningu sem ég hef á ævi minni heyrt í bíómynd! SNILLD!
"On a similar note I must confess to you, I'm giving very serious thought... to eating your wife"

Var aðeins að þvælast á netinu í þessum skrifuðu orðum og ég datt þá inná mynd að The Bachelor og einhverri gellu sem hefur örugglega unnið "keppnina". Hef svona verið að horfa aðeins á þetta rugl en er nú svona nokk sama um þetta! Spurning hvort maður segi Stebba og Íbbó Bachelor fönum! :)

Togson pabbi!

Til hamingju með frumburðinn!



Toggi og Ásta voru að eignast strák 10.10.2003! Hann hefur verið nefndur Óttar Geir Þorgeirsson!
Til hamingju!

10.10.03

blablabla

Er að koma helgi, veit ekki alveg hvað maður gerir um helgina!
Ætla að horfa á German vs. Iceland á morgun og svona! Kannski bíó, kannski bjór!!!!!

Annars var ég í skvassi/ræktinni í gær og var aðeins að hlaupa og gaurinn við hliðina á mér hrasaði eitthvað og skaust af brettinu! Djöfull hefur það verið vont, samt var hann svo skömmustulegur og þóttist ekkert finna fyrir þess!
Maður glotti nú útí annað svona eftir að maður vissi að gaurinn var heill!

Annars er Stebbi "Selur" að redda þessum Portúgölum uppá Kárahnjúkum! Go Stebbi!

9.10.03

A Guy Thing

textiÆii ætlar maður aldrei að læra! Ég settist niður á þriðjudaginn til að horfa á A Guy Thing! Þetta er svona rómantísk gaman mynd, sem eru nú sjaldan gamanmyndir! Jason Lee hefur verið góður leikari hingar til, ég sá hann fyst í Mallrats sem er snilldarmynd en guð minn almáttugur!

Þetta er sem sagt slæm útgáfa af Just Married og álíka myndum! Endalaust af atriðum sem fara í taugarnar á manni í staðin fyrir að vera fyndin! Það endaði með því að Anna hætti að horfa og ég tók seinustu 30 mín svona í hraðspóli! En Julia Stiles er sæt!
A Guy Thing fær 1/2 örlish!

7.10.03

Birthday!

textiJón Hannes Stefánsson og Kristinn Harðarsson (bróðir Önnu) eiga báðir afmæli í dag! Ég vil óska þeim til hamingju með daginn! Þeir eru báðir 24 ára!
Þannig að fer líklegast í góðan mat í kvöld í Kambasel!

Annars horfi ég á fyrstu 2 þættina í seinustu seríunni af Friends og voru þeir bara nokkuð góðir! Anna búinn að gera mann af einhverjum Friends FAN!

6.10.03

Flyerinn

textiGummi Árna er núna búinn að gangast í lið með blogginu! Já Flyerinn svo kallaði er kominn með síðu og verður gaman að heyra sögur frá honum frá UK!

Til hamingju með síðuna!



Das weekend!

textiGummi Ingvars átti 24 ára afmæli á laugardaginn og óska ég honum til hamingju með það! Ég fór sem sagt í afmæli til Gumma og systur hans Guðbjargar! Það var mjög fínt og var svo farið á Hverfisbarinn þar sem maður komst inn eftir endalausa röð! Ég skil bara ekki hvernig maður nennir að standa í þessum röðum alltaf! Af hverju er maður ekki VIP inná staðina! djö!
Ég og Fáni Ste förum svo heim og var leigubílstjórinn hress að vanda :) Skil ekki af hverju þeir vilja ekki spjalla! Annars fínt kvöld!

Vaknaði uber hress og hjólaði í vinnuna! Svo var það bolti og American Style! Djöfulli fínt!

Jebb ég er nú með góða fréttir fyrir TV sjúka! Malcolm verður víst sýndur á ensku en Skjár 1 hætti við eftir mikil mótmæli landans! Jibbí! Ný sería byrjar á fimmtudaginn!

4.10.03

Diskarnir komnir í hús!

Diskarnir sem ég keypti að netinu eru komnir í hús! Gummi Á kom með þá áðan, snilld:) Ekkert smá ánægður! Ég klikkaði aðeins á adressunni en þessi snillingar í póstinum í UK náðu nú að koma vörunni á réttan stað! Gott hjá þeim!
Þá er bara athuga hvað diska maður kaupir næst, held að Travis og Strokes verði næstir, er mikið að spá í Darkness en hún hefur verið mjög vinsæl úti UK!
En svona er þetta!

Keila+Idol

Gummi S, Kiddi og Jón Hannes komu í gær og kíktu á Idol! Snilldar þáttur og alveg magnað að sjá hvað nánast allir brotna niður svona 30 sek eftir að þeir eru komnir út! Það var nú enginn neitt voða góður sem kom í gær en nokkur fyndin atvik!
Ég fór svo í keilu með vinnunni í gær og var það bara nokkuð gaman! Menn voru nú ekki að skora neitt rosalega en ég stóð mig bara nokkuð vel miðað við fólk almennt! Skorið fór að sjálfsögðu stig lækkandi með fjölda bjóra en það var nú bara gaman! Eftir það ætlað liðið á Brimkló á NASA en tja ég var nú ekki alveg á því að fara borga mið 1000 kr. til að sjá Bó var að tjá sig eitthvað þannig að ég kasti inn hvíta handklæðinu og bjallaði í konuna sem var svo góð að koma að ná í kallinn!
Var svo að sjá Liverpool tapa 2-1 fyrir Arsenal eftir að hafa verið miklu betri í fyrri hálfleik gátu þeir ekki neitt í seinni og þetta var niðurstaðan. Rekum Le Boss!

3.10.03

Flöskudagur og allt að vera vitlaust!

Góðan dag! Verð bara að segja frá því að ég var að vinna Ideas Above Our Station með Hundred Reasons! Það er Hundred Reasons dagur í dag á Xinu og þá er bara reyna að ná í miðana á tónleikana! Vona það besta!

Annars er ég að fara í keilu í kvöld með vinnunni og verður það örugglega mjög gaman! Keila + bjór er aldrei leiðinlegt! Spurning hvort að einhvar fari að dansa ber á ofan eins og Robbi gerði á TLC keilumótinu!

Annars sá ég gamlan þátt í gær með Malcolm in the Middle og var hann á ÍSLENSKU. Guð minn almáttugur, hvað erum við að tala um! Þetta var hreinasta hörmung! En ég og Stebbi fórum í Sporthúsið að pumpa stáli. Ekkert merkilegt við það nema hvað að það var einn gaur að lyfta í gallabuxum! Það er eitthvað mikið að svona liði! Svitna í gallabuxum, jammí!
Þannig að ég segi bara góða helgin!
Síja!

2.10.03

30.9.03

Fokketi fokk!

textiÞað er Muse vika á xinu og hvað haldið þið! ha var ég ekki að vinna mér einn disk:) Vann Absolution með Muse en ég var að kaupa mér sama disk í gær! Reyndar var ég að vinna special edition með DVD disk sem var ekki í disknum sem ég keypti! Rokk og ról!

Annars var ég að lesa í fréttablaðinu að Malcolm in the Middle væri að byrja aftur en það væri búið að talsetja þættina á Íslensku! Whatta fooook! Hvaða rugl er þetta! Þetta er ekki barnaefni, erum við að vera eins og þjóðverjarnir! Ekkert smá ömurlegt þar sem þetta var nú uppáhaldsþátturinn minn! Verð bara að ná í þættina á netið! Er kominn með fyrsta Friends þáttin!

Annars er þetta með Skjá 2 alveg glatað líka! Færa marga góða þætti frá Skjá 1 yfir á Skjá 2 ókeypis sjónvarp mæ asss! Láta fólk byrja að horfa á þætti á skjá 1 og svo þegar þeir eru vinsælir þá setja þeir þá bara yfir á skjá 2. Þetta væri kannski ok ef maður gæti nú keypt sér skjá 2 en það er ekki hægt þar sem ég er ekki með breiðbandið! Foooooketi fokkkk!

29.9.03

Kyntröll Mánaðarins

Kyntröll mánaðarins er í þetta skiptið Reynir Georgsson! Hérna er hann í góðum fíling eftir stórkostlega sigra í Unreal!



Til hamingju Kyntröll septembers!

Diska kaup!

textiVar að kaupa Absolution með Muse, Sleeping with Ghosts með Placebo og Silence is Easy með Starsailor!
Þá keypti ég Relationship of Command með At the Drive-In en það er gamall diskur! At the Drive-In er nú tvær snilldar hljómsveitir en þær heita The Mars Volta og Sparta!

Þannig að þetta var ágætis kaup í dag!

Fáranlegur verðmunur á Íslandi og UK! Ég borga samtals 4200 kr. fyrir þetta en þetta myndi kosta 7800 en þá munar næstum því helmingi!!

Svo kaupi ég mér nýja Travis og The Strokes diskana þegar þeir koma út!

Weekend at Bernie's II

textiFöstudagur!
Fór í ræktina og svo beint á Ruby Thusday og keypti mér stærsta hamborgara sem ég hef á séð! Var ca. 15 cm á hæð án gríns og ég náði að klára hann! Þökkum Eurocard 2 fyrir 1 boðið!
Fór svo á Bad Boys II. Will Smith og Martin Lawrance eru þar á ferð í alveg fínni mynd. Nóg af spennu og bröndurum en maður á ekkert að fara í of djúpar pælingar í svona mynd. Hún skemmtir manni á meðan maður er í salnum og ekkert meir!
Bad Boys II fær *** örilsh

Laugardagur!Ég og Anna fórum í skvass! Það var nokkuð gaman en auðvitað rústaði ég henni og leyfði henni að ná í nokkur stig svona svo hún færi ekki í fílu:)
Fórum svo í opnun á nýjum sumar bústaði við Þingvallavatn hjá frænda Önnu! Fínt, góður matur og svona!

Sunnudagur!
Til hamingju með afmælið Styrmir! Jebb Stymma limm átti afmæli í gær og var boðið upp á villibráðaveislu! Mjög gaman. Fengum Hreindýr og Gæs í aðalrétt og svo fengum við að smakka Önd og Lóu (held ég) eitthvað jafn ansalegt :) en allavegana var þetta mjög gaman!

26.9.03

Dominos auglýsingar

textiDjöfull þoli ég ekki að hlusta á og horfa á dominos auglýsingar! Ég/Mig/Mér langar alltaf í pizzu þegar maður sér gómsæta pizzu og annað góðgæti!
Djö maður, það ætti að banna allar auglýsingar!

Ekkert!

Ekkert planað um helgina fyrir utan að horfa á Idol í kvöld! Ég held að áhorfið á þessa þætti eigi eftir að vera alveg "sky high", ef maður talar smá útlensku!

Annars verður bara slappað af um helgina!

Er líka að spá að taka Gummi "smá bloggara" út af linkunum mínum, því hann er ömurlegur bloggari, sé til hvort ég eigi að nenna því!

Óli D. bað mig um að koma með einhver pistil um FH-ÍA en ég nenni því ekki því þetta er drasl leikur, Breiðablik komst ekki einusinni í úrslit en þessi skítaleikur verður á morgun! er það ekki!!!
Annars held ég að Fimleikafélagið vinni og fá því fyrsta bikarmeistaratitilinn í hús! Hvenær ætlar Breiðablik að fara geta eitthvað í fótbolta!
Damm!

25.9.03

Veikur.is

textiJebb ég var bara heima í gær veikur þannig að það var gert lítið annað en að horfa á sjónvarp og vera í CM4! Fór ekki í bíó og fór ekki í fótbolta! En var að horfa á tvær myndir Animal Factory og Office Space!
Animal Factory er svona fangelsismynd sem Steve Buscemi leikstýrir! Svona allt í lagi mynd! Gerist ekkert voða mikið og maður hefur það á tilfinningunni að sé verið að reyna að herma eftir Shawshank Redemption. Animal Factory fær ** örlish!
Office Space er náttúrulega ein mesta snilld sem hefur verið gerð! Hef nú séð hana oft áður og verður hún alltaf betri og betri! Load PC Letter snilld, Paper Jam! SNILLD!
Office Space fær ***1/2 af 4 örlish!

23.9.03

Limp Bizkit vika á xinu!

textiMeð nýrri viku kemur nýr diskur frá Xinu 977! Jebb var að vinna nýja diskinn með Limp Bizkit en hann heitir Results May Vary! Þurfti að svara einni spurningu og diskurinn var minn :)
Snilld!

Spurning hvort maður reyni ekki bara að ná sér í miða í bíó líka!

slappur.is

geðsjúklingarEr með einhverja helvítis drullu í mér! Þannig að ekkert verður úr því að fara í ræktina í dag!

Annars var Survivour í bær og var það bara nokkuðu góður þáttur! Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga ekki um neitt sem gerist í þáttunum svona ef einhverjir skildu ekki vera búnir að horfa á þáttinn og svo blaðrar maður öllu, ekki gaman það!

Arsenal eru geðsjúklingar og svona! Hérna er Keown og hesturinn í góðum fíling!

22.9.03

sjonvarp.is

Loksins loksins er Survivor að fara að byrja! Fyrsti þátturinn af Pearl Islands er í kvöld kl. 20:00! Nú þegar haustið er komið þá koma einnig góðir sjónvarpsþættir með! The Practice er byrjaðir aftur "djö gleymdi honum í gær", Sex in the City og náttúrulega Idol þar sem Jóhannes fer á kostum! Algjör snilldarþáttur á föstudaginn!

Bruce Almighty

Bruce AlmightyHorfði á Bruce Almighty í gærkvöldi. Ég fór nú aldrei á hana í bíó því ég bjóst við svona videó ræmu og hún er svo sem ekkert meira en það. Það er sami leikstjóri og gerði Ace Ventura og Lier Lier en Carrey var nú ekkert að gretta sig voða mikið í þessari mynd. Var búinn að sjá flesta brandarana í trailernum og bjóst alveg við að þetta væru flestir brandararnir þannig að væntingarnar voru nú ekkert rosalegar. Þoli ekki þannig trailera! Byrjar svona hress og svona og svo fer hún soldið úti bandarískta þvælu en allt í lagi samt!

Bruce Almighty fær ** örlish!

Bowling for ?skuhl??

textiNokkuð merkilegt að hafa ekki farið í keilu í svona 5 ár og fara svo tvö kvöld í röð! Ég, Íbbó og Selurinn Stebbi vorum að horfa á Idol og ákváðum að skella okkur í keilu á eftir! Ég skít tapaði og Ívar vann. En það var mjög fyndið þegar ein stelpa á brautinni við hliðina á okkur var að fara "keila" og missti kúluna afturfyrir sig!

Á laugardaginn var hætt við að fara í golfmót TLC vegna veðurs þannig að það var ákveðið að taka keilumót um kvöldið. Eftir nokkra bjóra og skot þá byrjaði keppnin og gekk mér svona lala! Ívar vann með 158 og Stebbi í öðru með 157 en hann klikkaði á seinasta pinnanum til að jafna Íbbó! Held að ég hafi endað í 5 sæti sem er sæmilegur árangur! Einnig var nokkuð skondið þegar Ægir missti kúluna ofaná tánna á Jóa Idol!
Eftir bowling var það: Felix, Vegamót, pulsa/pylsa og svo "spjall" við leigubílstjóra sem leikubílstjórinn var ekkert að fíla! Skil það bara ekki!

19.9.03

My Boss´s Daughter

texti Það var nú ekki bara bolur og geisladiskur sem ég vann í gær heldur fékk ég líka 4 bíómiða á myndina My Boss´s Daughter. Reyndar fékk ég miðana hjá Skífunni í þetta skiptið! Árni og Ada voru svo heppin/óheppin að koma með.

Ashton Kutcher, Tara Reid og Jeffrey Tambor fara með aðalhlutverkin í þessari mynd. Þetta er svona mynd sem fer hálfpartinn í taugarnar á manni fyrir það hvað allt gengur á afturfótunum hjá Tom Stansfield sem Kutcher leikur. Ekki hjálpaði það að meðal aldurinn í salnum var svona 15 ár þannig að var ansi mikið af "sniðugu" fólki í salnum með allskonar brandara!
My Boss´s Daughter fær *örlish!

Annars er Idol að byrja í kvöld og ég ætla sko að horfa á þetta. Var að hlusta á viðtal við Bubba á Xinu og það verður örugglega mjög gaman af þessu. Þó svo ég horfði eignlega aldrei á bandaríska Idolið þá hef ég góða tilfyningu fyrir þessu!

Þá er golfmót TLC á morgun á Flúðum. Mótið byrjar kl. 13:00 og allir aðdáendur mínir eru bent á að vera komnir kl. 12:30 þar sem ég mun veita eiginhandaráritanir. Eftir golfið verður svo grill + bjór + pottur!

18.9.03

Kings of Leon

textiÍ dag er Kings of Leon dagur á Xinu! Ég keypti mér diskinn Youth and Young Manhood fyrir svona mánuði. Þetta er fyrsti diskurinn þeirra en þessi hljómsveit samanstendur af 3 bræðrum og frænda þeirra. Þeir eru samt frá Tennessee en pabbi þeirra var farandsprestur þannig að þeir ólust upp svona á milli Oklahoma og Memphis. Pabbinn heitir Leon Followill þannig að þaðan er nafnið komið.

Þetta er snilldar diskur en ég er búinn að vinna mér inn annað eintak af honum á Xinu og einnig bol! Þetta er snilld! Þá er bara að fara að ná í góssið!

17.9.03

Til hamingju med daginn Stebbi

Stebbi til vinstri og ég til hægriTil hamingju med daginn Stebbi. Stebbi a.k.a Selurinn er 24 ára í dag og ég óska honum því til hamingju með daginn! Er Foo Fighters diskurinn ekki góður ha! Hér eru ég og Stebbi á góðri stundu!

SOCCER

tvÉg og sjónvarpið áttum gott stefnumót í gær! Fór í ræktina eftir vinnu og svo voru það 2 1/2 fótboltaleikur og CM4. Sem sagt mjög gott kvöld. Ég skal sleppa því að segja frá árangri mínum í CM4:) Meistardeildin er snilld!

Annars er ég nokkuð sammála Johnny Nas með IDOL, hlakkar ekkert smá þangað til að þetta byrji! Árni Magg sagðist nú ætla að taka þátt en hann stóð nú ekki við stóru orðin. En það verður örugglega nóg af vitleysingum sem taka þátt!

16.9.03

Sporthusid

SporthúsiðÞá er maður búinn að fjárfesta sér í enn einu árskortinu! Nú var valið Sporthúsið eftir að hafa verið í Nautulus (undir Sundlaug Kópavogs) í nokkur ár. Það var kominn tími á breytingar enda var ég kominn með leið á að lyfta með ellilífeyrisþegum. Ég og Stebbi fórum í gær og keyptum okkur kort og fórum svo að taka á því. Þetta virðist vera nokkuð gott en tekur örugglega smá tíma að koma læra á ný tæki og svona. Svo er Anna líka þar þannig að nóg af fólki til að lyfta með!

Þá vil ég benda á góða grein hjá Jóni Hannesi um stafsetningu! Þannig að þó svo að öll orðin séu vitlaus skrifuð þá skiptir það engu máli!

15.9.03

Hvammsmótið

Öbbi golfari!V15 fjölskyldan hélt golfmót í gær á Þórisstöðum í Svínadal sem er í Hvalfirðinum. Það var mikið rok þannig að það var nú alveg kjör veður í golfspilamennsku! Mér gekk nú ekki vel en markmiðið hjá mér var að vinna pabba en það tókst ekki og það sem verra er að ég tapaði líka fyrir Önnu! En Anna var stolt H23 fjölskyldunar og vann kvennaflokkinn! En Guðmundur Sverrisson vann kallaflokkinn! En svona er þetta bara!

TLC er með mót næstu helgi og ég tek það bara! En Kiddi skáti vann það mót í fyrra þannig að partýbræður eru nú ekki amalegir í golfinu! Nú þarf frændinn bara að taka sig á!

12.9.03

Ennþa a lifi og helgin ad koma

Anna PannaJá ég er ennþá á lífi og var engin hryðjuverk né tölvuvírusar á ferð, púff hvað ég er nú fegin;)
Annars er ég og Anna búin að vera saman í 1 ár á laugardaginn! Takk takk!
Þá er Stebbi einnig að halda upp á afmælið sitt og ætli maður verði nú ekki að kíkja á Selinn og gefa honum smá pakka! Annars á hann ekki afmæli fyrr en 17. sept þannig að þá ælta ég nú bara óska honum til hamingju!
Góða helgi!

Johnny Cash

Johnny í góðum fíling!Johnny Cash bara dáinn! Loksins þegar maður er að fatta hvað þetta er mikill snillingur þá er hann bara dauður! Hérna er frétt um þetta á mbl
Ég spurði Halla (Verk) um Cash en hann er mikill aðdáandi þannig að hér kemur það:

Þú varst að spyrja um lög með Cash. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir:
American III: Solitary Man – Platan eins og hún leggur sig
American IV: The man comes around – Platan eins og hún leggur sig
Síðan eru alltaf lög eins og:
I walk the line
A boy named Sue
If I were a carpenter – Sungið með June Carter Cash, konunni hans.
Folsom prison blues
Sixteen tons
Like a soldier
Thirteen
Ghost riders in the sky
Wayfaring stranger
Ætti að vera nóg í bili.


Þannig að allir að fara á Kaaza og tékk á þessu!

11.9.03

Matarklubber hja Jim Bomb!

Jim Bob á góðri stunduVar að setja myndir úr matarklúbbnum hjá Árna sem var 19. júlí!
Jim Bob er náttúrulega ekkert smá svalur!
Hér eru myndirnar!


911

Ekkert smáÞað eru nú komin 2 ár síðan "Attack on America" var gert af Bin Laden og félögum!
Binni er að fara til Spánar og er verður því í loftinu í dag en Ingvar fór í gær en veit ekki alveg hvort að hann hafi verið í loftinu í nótt! Þetta er eitthvað sem ekki allir myndu þora að gera 11.sept!
Annars óska ég þeim góðrar ferðar!

10.9.03

Changing Lanes

Benni og SammiÉg kláraði að horfa á Chaning Lanes á mánudaginn! Myndin er hæg til að byrja með og lítið áhugavert gerist ég var mikið að spá í að hætta að horfa en maður hélt út og hún skánar aðeins, samt ekkert voðalega!
Þessi mynd var ekkert að virka á mig!

Chaning Lanes fær *1/2 örlish!

Það verður gaman að sjá Ben og J´Lo fara á kostum í næstu mynd sinni sem heitir Gigli en hún er með 2 störnur af 10 mögulegum á IMDB.com og var algjört flopp í USA!

9.9.03

Helgin sem leið!

Jebb það var sko gaman á laugardaginn! Eftir að hafa verið að telja bíla í bílastæðum á Laugarveginum frá 10-16 var mætt til Árna Magg kl. ca. 16:30 og undirbúningur fyrir landsleik Íslands og Þjóðverja hafinn. Við rölltum svo á leikinn sem var bara svona helvíti góður! Eftir það var farið í Pizzu heim til Árna og svo var farið snemma niður í bæ eð a kl. 10 í afmæli til Katrínar á 11. Snilld að komast aftur í fúsbol (ekki hugmynd um hvernig það er skrifað) en Stebbi og ég unnum Ívar og Árna, múhaha!
Svo var farið á Hverfis og verið þar sem eftir var kvölds/nætur!
En skemmtilegasti hluti kvöldsins var leigubílaröðin þar sem við hittum lessu með bláann hanakamb og Loga Ólafsson landsliðsþjálfara! Hann spurði einmitt lessuna hvort það væri verið að mála heima hjá henni. Mjög fyndið!
En svo var það smá vinna, fótbolti og Lord of the Rings TT á sunnudaginn!
Þá vitið þið það!

5.9.03

Iceland vs. German o.s.frv

textiÞá er föstudagur og svona! Lítur ekki út fyrir að ég fái mikið frí um helgina.
Er að fara vinna við að telja bíla í bílastæðum frá 10 - 16 í miðbænum. Ég verð á Barónsstíg og svo á Laugarveginum fyrir framan Landsbankann. Endilega komið og kíkið á mig ef þið eigið ekkert líf! Annars vona ég að hann haldist þurr því ég fer svo á Ísland - Þýskaland kl. 17:30 niður í Laugardal! Eftir það verður farið í smá eftirlandsleikpartý og svo í afmæli til Katrínar (hans Gísla). Þarf svo einnig að vinna eitthvað á sunnudeginum en ekki við að telja bíla!
Þannig að þá viti þið það!

ÁFRAM ÍSLAND!