31.12.04

Bestu erlendu lög ársins 2004

Þá er seinasti dagur ársins og öllum brennum hefur verið frestað. Það verður samt skotið upp í kvöld og er ég með eina stóra köku og eina stóra rakettu til að dúndra upp. Bræður mínir eru vanir að hafa þetta allt mjög flott og vænti ég þess sama þetta árið.

Annars eru hérna bestu lög ársins 2004 að mínu mati. Ég veit vel að ég sé að gleyma einhverjum lögum en þessi lög voru inná tölvunni hjá mér og því auðvelt að finna þau.

1-10
1. The Libertines - Can't Stand Me Now
2. Modest Mouse - Float On
3. The Futureheads - Meantime
4. Interpol - Slow Hands
5. Razorlight - Vice
6. Franz Ferdinand - Take Me Out
7. The Killers - Somebody Told Me
8. The Hives - A Little More for Little You
9. Kings Of Leon - The Bucket
10. Badly Drawn Boy - Four Leaf Clover

11-20
11. Razorlight - Golden Touch
12. Modest Mouse - The View
13. The Thrills - Whatever Happened to Corey Hai
14. Interpol - Evil
15. The Von Bondies - C'mon C'mon
16. The Libertines - What Katie Did
17. The Killers - All These Things That I've Done
18. The Bravery - Honest Mistake
19. Dashboard Confessionals - Vindicated
20. Lost Prophets - Last Train Home

21-30
21. Snow Patrol - Spitting Game
22. Keane - Somewhere Only We Know
23. The Walkmen - The Rat
24. The Hives - Dead Quote Olympics
25. Green Day - Boulevard Of Broken Dreams
26. Eminem - Just Lose It
27. The Killers - Mr Brightside
28. Sparta - Hiss The Villain
29. The Charlatans - Up At The Lake
30. The Vines - Winning Days

Hér kemur svo 31-50 en þetta er nú ekki alveg í réttri röð en svona nokkurn vegin samt.
31. The Used - Take It Away
32. Jimmy Eat World - Pain
33. Razorlight - Rip It Up
34. The Prodigy - Hot Ride
35. Gomez - Catch Me Up
36. Sum 41 - Were All To Blame
37. The Cure - the end of the world
38. Good Charlotte - Predictable
39. Embrace - Gravity
40. Green Day - American Idiot
41. Beastie Boys - Check It Out
42. Los Lonely Boys - Heaven
43. Five For Fighting - 100 Years
44. The Streets - Fit But You Know It
45. Rammstein - Amerika
46. Finn Brothers - Won't Give in
47. The Music - Breakin'
48. Morrissey - First of the Gang to Die
49. Scissor Sisters - Laura
50. The Bees - Horsemen

Þetta er ekki tæmandi listi yfir bestu lögin á árinu 2004. Þessa er alla veganna ‘play-listinn’ minn fyrir bestu lögin 2004.


30.12.04

Bestu erlendu plötur ársins 2004

Þá er árið senn á enda og þá keppast allir við a gera upp árið 2004. Ég ætla nú aðeins að vera með í þess og ætla að koma með erlendu plötur ársins 2004. Þessi listi endurspeglar mínar skoðanir á góðum plötum sem heilstæðum grip ekki bara með 3 helvíti góð lög og afgangurinn skítur sem ekki er hægt að hlusta á.
Hérna kemur listinn.

1. Interpol – Antics
Þetta er önnur plata með piltunum frá New York. Þeir fylgi vel á eftir meistarastykkinu Turn on the Bright Lights með bestu plötu ársins 2004. Þetta er Indie rokk af bestu gerð og í rólegri kantinum. Alveg magnaður heilstæður gripur sem ég hef hlustað mjög mikið á. Bestu lögin eru: Evil, Slow Hands og Next Exit.

2. Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News
Ég sé ennþá eftir að hafa misst af þeim á Airwaves 2003. Þetta er sjötta platan þeirra og alveg furðulegt að maður hefur ekki áttað sig á þeim fyrr. Hef reyndar ekki komist í að hlusta á eldra efni með þeim en þessi plata er hrein snilld. Þetta er einnig Indie Rokk og mjög fjórleg lög inná milli. Bestu lögin eru: The View, Float On, The World at Large o Ocean Breaths Salty.

3. Razorlight - Up All Night
Ég datt inná þessa plötu fyrir svona tveimur mánuðum og hún hefur varla farið úr spilaranum. Þetta er svona Indi rokk svipað og Franz Ferdinand og The Libertines. Útvarpsstöðvarnar eru reyndar nýbyrjaður að spila lög með þessari hljómsveit sem kemur frá London. Þetta er fyrsta platan þeirra og lofar hún mjög góðu fyrir framhaldið. Það er mjög erfitt að velja bestu lögin á þessari plötu því þau eru svo mörg en hér koma nokkur: Golden Touch, Vice, Stumble and Fall og Rip It Up.

4. The Libertines - The Libertines
Veit ekki hvort þetta séu einhver álög á manni. Þegar maður byrjar að fíla einhverja hljómsveit þá hættir hún. Nú eru komnar sögur að þessi snilldar hljómsveit frá London sé hætt en ég las fyrst um hana í mogganum og þá var aðal efnið dópneysla annars söngvarans. Tékkaði á henni og ekkert smá góð þó svo að það séu nokkur ekki nógu góð lög inná milli. Þetta flokkast víst líka undir Indie rokk og því ekki flókið að sjá hvernig tónlist er í uppáhaldi hjá mér þetta árið. Bestu lögin eru: Can’t Stand Me Now, What Katie Did og Music When The Lights Go Out.

5. Badly Drawn Boy - One Plus One Is One
Púff hvað ég er búinn að hlusta á þessa skífu oft í bílnum. Þessi plata er ‘easy listening’ og rennur mjög vel í gegn. Þetta er víst einnig Indie rokk en í rólegri kantinum. Var búinn að heyra tvö lög af plötunni og voru það Four Leaf Clover og Year Of The Rat sem eru með bestu lögum plötunnar en það er mjög erfitt að velja hér lög því þetta rennur svo vel í gegn þannig að ég sleppi því í þetta skiptið.

Þá er alveg ógrynni af plötum sem mér fannst mjög góðar en komast ekki á topp 5. The Franz Ferdinand, The Hives og The Killers voru næst því að sleppa inn en eru ekki eins góðar plötur en með snilldar lögum inná milli. Þá eru aðrar eins Sparta, Snow Patrol, Keane The Thrills, Eminem, Green Day, Rammstein, Scissor Sisters, The Music og The Used.

Þá eru einnig fullt fullt af plötum sem ég hef ekki komist yfir og get því ekki sagt um. En mig langar að tékka á eftirfarandi: The Futureheads, The Walkman, Morrissey og margt margt annað ásamt því að hlusta betur á þær plötur sem komust ekki inná lista eins og Sparta, Snow Patrol, Green Day og Scissor Sisters.

Þá ætla ég að skjóta á að The Futureheads verið 'The next big thing'.


Þannig lýtur þetta út þetta árið. Kannski ég komi með topp 10 lög ársins en það er kannski of erfitt, sjáum til.


22.12.04

Jólin

Þessi jól eru nú ekkert til að hrópa húrra yfir. Persónulega fæ ég 12 tíma frí (þ.e.a.s. tvo föstudaga) útaf jólunum og áramótunum sem er nú ekkert voða mikið. En síðan leit ég á dagatalið 2005 og þá er þetta ennþá verra eða einn frídagur fyrir bæði jólin og áramótin. Ömurlegt, af hverju gat þetta ekki verið svona þegar maður var í skóla, ég bara spyr?

Annars er ég nýlega búinn að horfa á myndina Bad Santa sem Jim Bob mælti með. Þetta er svona “svört komidíu” jólamynd um Billy Bob sem var alltaf voða fullur jólasveinn og dverg sem var alltaf að passa hann. Ætlaði að "starta" því að komast í jólaskap en það gekk ekki alveg þar sem þessi mynd var bara ekki nógu góð. Ekkert meira um það að segja og er maður farinn að efast um kvikmynda smekk Árna Töff.

21.12.04

Ísland í dag.

Stundum skammast maður sín fyrir að vera íslendingur...guð minn góður...
Alltaf verið að kvarta yfir því að enginn kaupir plötur lengur. Held að það þurfi að fara kenna Ömmum á Íslandi að kaupa góða tónlist handa barnabörnunum þeirra.

19.12.04

Rigning?

Eins og hefur komið fram er Rauðskeggur í bænum þessa helgi og af því tilefni bauð hann nokkrum útvöldum í Laut 16. Ef nokkrar öl og hafa horft á Herra Ísland þar sem maður sem leit út fyrir að vera með eina heilasellu vann var farið niður í bæ. Bæjarferðin byrjaði nú ekki vel þar sem fyrsti leigubíllinn fór án nokkurra ástæðna og eitthvað erfiðlega gekk að fá annan en hann kom að lokum og við komumst í bæinn.

Ferðinni var heitið á Ellefuna þar sem Jim Bob ætlaði að fá sér eitthvað voða “töff” að drekka. Ég, Rauðskeggur og Mummi Jájá vorum uppi og voru þeir félagar að bíða eftir að komast inná klósettið. Þegar Mummi Jájá kemur út segir hann að bareigandinn verður nú ekki ánægður þegar næsti maður sturtar niður, því klósettið var nú vel stíflað. Þegar við komum svo niður þá eru Jim Bob og Stefán Veigar á barnum þegar byrjar að rigna svona skemmtilega yfir þá. Þeir sem þekkja til staðhátta er Ellefan í gömlu húsi með trégólfi, þannig að við vissum alveg að þarna var ekkert rigninga vatn á ferð og vorum við fljótir að benda Jim og Stebba að forða sér. Mjög geðslegt að sjá vatn úr drulluskítugu klósett buna yfir barborðið á Ellefunni.
Þá fór enginn upp að skrúfa fyrir innrennslið á klósettið heldur var tuskum troðið upp í rifur á loftinu, mjög gáfað. En við vorum fljótir að forða okkur en það fyndna við það var það virtist enginn annar fatta að þetta væri klósettið uppi sem var að buna þarna niður.

Annars á ég eftir að hugsa mig tvisvar um áður en ég fæ mér bjór á þessum stað aftur.

17.12.04

Vel sveitt rokk á köflum...

Það endaði með því að ég fór á Jólatónleika Xins í gær og var það Herra Nesó sem kom með mér eftir að hafa náð flugi í bæinn.
Maður fékk það á tilfinningunni að maður væri vel yfir meðalaldri þegar maður var staddur í anddyri Austurbæjar í gær en það gerði nú ekkert til því ég var allaveganna yngir en nokkrir þarna þar á meðal Styrmir bróðir sem ég hitti.
Þetta gengur þannig fyrir sig að hver hljómsveit tekur þrjú lög og eitt þeirra er jólalag í þeirra útfærslu. Þá komu svona “dúet” hljómsveitir inná milli á meðan “stóru” hljómsveitirnar voru að hafa sig til og gekk þetta bara nokkuð vel fyrir sig og ekki mikil bið á milli sveita.

Annars eru jú allar hljómsveitir mismunandi og það var einnig í gærkvöldi. Þær sem stóðu sig vel voru:
Brain Police, Mugison, Hoffamn, Manhattan og Dáðadrengir. Þá voru flest “dúet” atriðin fín en bestir voru þeir í Hot Damn en bæði Meistarar Alheimsins (Freysi og Gunni Gír) og The Giant Viking Show (Heiðar í Botnleðju) stóðu sig vel. En þær sveitir sem voru ekki góðar eða brugðust vonum mínum voru: Botnleðja, Jan Mayen, Solid I.V. og Friskó.

Alveg magnað hvað hann Mugison er “inn” þessa dagana. En jújú hann er helvíti góður tónlistamaður en vel súr á köflum eins og lag annað lagið sem hann tók á tónleikunum sem minnti frekar á eitt langt rop frekar en söng en þetta var voða “artistic”

Botnleðja voru bara ekki nógu góðir og ég bara fíla þá ekki nógu vel eftir að þeir fóru yfir í ensku. Þá voru Solid I.V. alveg með ágætis lög en jólalagið var alveg hörmung og guð minn góður hvernig þessir gaurar líta út. Söngvarinn er með sítt vel harpix greitt hár sem hann var með í tagli. Gítarleikarinn var í svo grænni skyrtu að hún hefði sést frá mars og í vesti sem ég held að ég hafi fermst í. Þá var trommuleikarinn svona Mötley Crüe týpa sem er ekki alveg að það sé 2004 en ekki 1984. Þá voru Jan Mayen svo sem ágætir er ég bjóst við þeim betri.

En annars ágætir tónleikar þó svo að þetta hafi verið lélegustu Xmas tónleikar sem ég hef farið á. Held að margir hafi verið sammála mér enda var orðið mikið um tóm sæti þegar tónleikarnir voru búnir.

16.12.04

Xmas

Ég ætlaði svo sannarlega að koma mér í jólaskap í dag með því að fara á hinu árlegu Xmas tónleika Xins. En nei, Mitchelin og Jim Bob nenna ekki að fara og Herra Neskaupsstaður sem ætlaði að koma frá Nesó er fastur þar og nær ekki flugi í bæinn, god dem.

Annars gæti maður tékkað á grundarbræðrum og Mumma jájá en ég held einhver vegin að það sé "lost cause" eins og meistari Beck söng hér um árið.

En ef þú er skemmtilegur og þekkir mig endilega hafa samband og þá nenni ég kannski að fara á tónleikana.



14.12.04

Jesús góður...

Liverpool drasl...

annars er það bara vinna vinna vinna

8.12.04

Liverpool, Liverpool, Liverpool

Var á Players áðan að horfa á Liverpool – Olympiakos. Liverpool miklu betri í fyrri hálfleik og Olympiakos skorar úr fyrsta færinu sínu. 0-1 og Liverpool þurfti að skora 3 mörk til að komast áfram. Ég og Kiddi vorum nú ekkert alltof bjartsýnir í hálfleik en vonin lifði nú alltaf í manni um að Liverpool myndi ná að skora 3 mörk í seinni hálfleik.
Það var eins og við manninn mælt, Flo-Po kom inná, skorar, Mellor kom inná, skorar og svo þessi snilld í lokin frá Gerrard. Ég hef aldrei séð annan eins fögnuð við einu marki. Magnað kvöld og þessi kvöldi gleymi ég seint.
Jæja farinn að hlusta á ‘You’ll Never Walk Alone’.

Spennandi kvöld...

Það er mikil spenna fyrir leik kvöldsins í meistaradeildinni. Liverpool fær Olympiakos í heimsókn á Anfield og verður Liverpool að vinna 1-0 eða með meiri mun en tvö mörk ef Olympiakos nær að skora. Þá er Baros orðinn heill sem ætti að hjálpa Liverpool. Ég og Kid Rock ætlum að kíkja á Players og horfa á leikinn þar. Ef menn vilja koma með endilega láta vita.

Annars var Jim Bob að ganga til liðs við veraldarvefinn og er byrjaður að blogga um það sem er “töff”. Veffangið hjá honum er: http://www.blog.central.is/kaseikallinn þannig að tékkið á því sem er töff í dag...

7.12.04

I'm too old for this shit...

Þetta gengur ekki þegar félagar mínir kveikja á Spaugstofunni í “partýi” á laugardagskvöldi. Fyrst voru þeir að gera grín að Uncle G að hann væri örugglega seinn af því að hann væri að horfa á þáttinn en nei það næsta sem þeir taka uppá er að kveikja á sjónvarpinu og horfa á þessa hörmung og voru svona flestir sammála um að það væri nú svona einn til tveir brandarar í þessum þætti. Seinast þegar ég horfði á þennan þátt var svona 98 og þar á undan var það svona 94 en ég fór þá í verkfall gegn þessum ógeðslega leiðinlega þætti, því þá voru þeir hættir að vera fyndnir, en 10 árum seinna eru þeir ennþá á fullu og menn eins og stuðbræður í V15 eru límdir við skjáinn að horfa á sömu ömurlegu karakerana ár eftir ár eftir ár.

Fyrir utan það að hverjum datt eiginlega í hug að senda þessa menn á launum til útlanda að gera tvo Spaugstofu þætti. Eyða skattpeningunum okkar í að gera “gott grín” með fjölskylduna með sér í “vinnunni” því auðvitað þurfa að vera aukaleikarar líka. Af hverju eyðir RÚV ekki peningum í að reyna að búa til einhverja góða íslenska gaman þætti sem aðrir en V15 bræður og ellilífeyris þegar hafa gaman af.

Ekki nóg með það að maður er í “partýi” að horfa á Spaugstofuna þá er mér fyrirmunað að finnast skemmtilegt í bænum lengur. Þannig að næst þegar ég fer að skemmta mér þá vona ég að það verði í sumarbústað eða bara gott partý því ekki ætla ég í bæinn í bráð.

30.11.04

Samkynhneigð?

Var að horfa á Survivor á Skjá Einum í gær, það væri svo sem ekkert frásögu færandi nema hvað í þessum þætti komu fjölskylda/makar/vinir ættingja í heimsókn.

Í gær voru 7 keppendur eftir. 6 kvenmenn og 1 karl. Í þessari heimsókn frá mökum og ættingjum voru þrjár af konunum sem fengu ‘my life partner’ í heimsókn. Það þýðir að 3 af 6 kvenkyns keppendum eru lessur eða 50%. Ég er samt ekki viss um hana Leann en Ami og Scout eru 100%. Leann fannst mér samt segja orðið ‘i love you’ við ‘vinkonu’ sína ansi oft.

Annars hef ég ekkert á móti samkynhneigð. Fólk má gera það sem það vill. Mér fannst þetta bara fyndið af Bandaríkjamönnum sem passa sig yfirleitt að hafa alla minnihluta hópa í svona keppnum. Einn svartur, einn asískur, ein með gleraugu, einn með fötlun, einn feitan, einn homma, eina lessu....and so on.

28.11.04

Afmæli

Hún Anna mín varð 22 ára á fimmtudaginn 25. nóv. og auðvitað verður maður að koma því til skila. Annars var ég að vinna úti á fimmtu- og föstudag þannig að þá komst þetta ekki til skila þá. 25. nóvember var ekki aðeins merkilegur vegna afmælis Önnu heldur voru þau Kiddi (Önnu bróðir) og Laufey að skíra og heitir stúlkan Hrefna Rán sem er einkar glæsilegt nafn þó svo að Örvína sé mun flottara.



Liverpool
Púff hvað maður var stressaður að horfa á Liverpool – Arsenal spila áðan. Mínir menn voru miklu betri allan leikinn og Steven Gerrard snillingur kominn aftur og dreif sína menn áfram. Markið hjá Neil Mellor þegar 20 sek voru eftir var náttúrulega bara tær snilld og langt síðan að ég skemmti mér svona vel yfir Liverpool leik. Loksins er Liverpool að vinna leiki svona á loka mínútunni.
Ég öfunda tengdó fólk mitt mikið en það var í ferð með Liverpool klúbbnum á þessum leik og voru í stúkunni við hliðina á The Kop þegar Mellor skoraði. Á eftir að heyra í þeim. En þetta er sko leikur til að fara út til að sjá Liverpool.
Áfram Liverpool

24.11.04

Nú er ég búinn að vera á lyfinu Lamisil í tæpa þrjá mánuði og á aðeins eina pillu eftir. Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera með sveppasýkingu í tánöglum undan farin tvö til þrjú ár og til að losna við það verður maður að fara í svona pillumeðferð.
Þeir sem eru í áhættuhóp um að fá svona sveppasýkingu eru samkvæmt doctor.is “Ungt fólk, sérstaklega þeir sem ganga mikið í íþrótta- og gúmmískóm”. Þetta er mjög algengt að fólk fá þetta eftir að hafa verið að labba á rassa kuskinu í almennings sturtuklefum. Þannig að nú er ég eins og gamalmennin kominn í inniskó alltaf þegar ég fer í sund og sturtu eftir bolta.

Fyrsta lagi kostar þriggja mánaða skammtur um 45 þúsund hérna heima en ég keypti skammtinn úti á Mallorca í sumar og var hann því meira en helmingi ódýrara.
Í öðru lagi er aukaverkun á lyfinu “Sjaldgæfar: Breyting á bragðskyni”. Ég man eftir því nefnilega að móðir mín fékk nákvæmlega sömu aukaverkun, þannig að maður var ekkert æstur á að fara á þetta lyf. Þó það séu minna en 1% fólks set tekur lyfið sem fær þessa aukaverkun er ég jú með genin hennar móður minnar þannig að það var alveg við þessu að búast.
Þannig að núna hef ég í um 5-6 vikur “misst” bragðskynið eða verið með breytt bragðskyn. Þetta er alveg að gera mann brjálaðan enda bragðast gómsæt Dominos pítsa eins og skósóli og flest allur matur er hálf bragðlaus og með mjög breyttu bragði. Fyrst hélt ég að vatnið í vinnunni væri eitthvað bilað. Byrjaði á að henda vatnsflöskunni, kotasælunni og álíka aðgerðir en þá fatti ég að þetta væri aukaverkun á lyfinu.

En einn dagur eftir og vonandi fæ ég bragðið einhvern tíman í næstu viku og vonandi verða neglurnar á tánum mínum sveppa lausar. Þannig að gómsætur bragðgóður matur fyrir mig alla næsta viku og inniskór á sundstöðunum það sem eftir er.

23.11.04

Super Size Me

Horfði á Super Size Me á sunnudaginn. Var búinn að horfa á For Your Eye Only svo helvíti oft þannig að það var breytt útaf Bond venjunni. Flott mynd og skemmtilega upp sett. Þessi Super Size stærð í Bandaríkjunum er náttúrulega bara algjört rugl. Maður geri sér reyndar ekki alveg grein fyrir stærðunum á þessu þar sem ég horfi á hana ótextaða og þetta var allt í ‘ounce’ og ‘pound’ og örðu drasli. En Super Size er sko algjör Super Size enda ældi hann eftir að hafa reynt að koma fyrsta Super Size’inu niður.

Fín mynd sem fær **1/2 Örlish!

Annars er Liverpool að fara spila við Monaco í kvöld á útivelli með alla aðal framherjana meidda. Ætli maður verði ekki að horfa á þann leik.

22.11.04

Ísklifur

Ég það var svo sannkallaður hetju dagur á laugardaginn. Þá fór ég í mína fyrstu alvöru ísklifursferð. Fór fyrir tveimur árum með Jón Hauki í súrheysturninn í Grafarvogi en nú var komið að alvörunni. Jón Haukur var með okkur Kidda í hálfgerðri nýliðaferð sem var bara mjög fínt. Lagt var af stað um 8 og stefnan tekin á Hvalfjörðinn, nánar tiltekið Múlafjall í Botnsdal í Hvalfirði. Við vorum komnir upp eftir um 10 og þá var það smá labb upp að klettunum. Við förum leið sem heitir Rísandi og er hún í svona 4 þrepum. Ég, Jón Haukur, Kiddi vorum saman og svo Styrmir og félagi hans Freysi voru saman.
Fyrsti hlutinn var eiginlega erfiðastur. Þá var maður ekki alveg búinn að átta sig á þessu. Ég flækti mig svo við línuna hjá Styrmi og Freysa og fór nokkur mikið af orkunni í að losa þá flækju. Þá hélt Kiddi hann væri að missa puttana af kulda eftir fyrsta hlutann en maður var stundum alveg helvíti kalt á puttunum. Næsta leið var bara lítil og létt og svo næstu tvær kannski álíka erfiðar og fyrsti hlutinn nema að núna kunni maður að beita sér betur og reynslan skein af manni.
En við komumst allir upp í lokin þreyttir og ánægðir og var þetta alveg helvíti gaman.
Þá setti ég myndir inná myndasíðuna mína hérna til hliðar eða bara hér.

Um kvöldið var svo farið í afmæli til Stebba Karls og hélt hann uppá 25 ára afmæli sitt á 11’unni’. Persónulega finnst mér nú alltaf miklu skemmtilegra í heimahúsum en hann kaus að halda þetta á bar. Sjálft afmælið var svo mjög fínt þar sem maður rifjaði upp gamla takta í borðspilinu ‘fúsball’ og annað. Svo fórum ég, Stebbi og Kiddi á Hverfisbarinn þar sem var alveg mökk leiðinlegt. Maður hefði bara átt að fara heim beint eftir afmælið.

15.11.04

Einn bitur

Einn frekar bitur út í fyrrum sambýliskonu sína.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1112163
Alveg ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið barnalegt. 'Ég á parketið...en ég á málinguna á veggjunum, ég keypti sko klósettið fyrir minn pening' :)

12.11.04

Tölvu drasl

Nú lýtur út fyrir að harði diskurinn (120 GB) í tölvunni hjá mér sé ónýtur. Er reyndar með annan 60 GB disk en aðal dótið var inn á hinum disknum eða THE DUDE eins og hann hét nú. Þannig að ég hef tapað öllum ljósmyndunum mínum frá því í ágúst, sem er mesta tjónið, öll tónlistinn sem maður er búinn að vera safna sér í mörg ár er farin og fullt fullt annað sem er mikill missir af.

Djöfull er ég fúll útí þetta tölvudrasl. Af hverju geta þær ekki bara virkað eins og aðrir hlutir. Eftir þetta verð ég duglegri í að eiga ekkert merkilegt bara á tölvunni eða bara draslið eins og þetta ætti nú að heita. Helvítis drasl.

11.11.04

Who the fuck is Steinunn?

Mér finnst þessi nýi borgarstjóri Reykjavíkur eitthvað hálf óspennandi. Steinunn Valdís Óskardóttir, say what? Who the fuck is Steinunn spyr ég bara. Eitthvað voða litlaus og óspennandi kostur, ég held að það hafi sýnt sig að annað hvort þar fólk að vera ‘seriously good looking’ eða vera alvöru karakter. Ekki svo sem að það séu einhverjir betri kostir þarna á ferð en ég held að það sé alveg útilokar að R-listinn hafa hana sem sitt borgarstjóra efni í næstum kosningum. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki borginni í næstu kosningum og Samfylkingin taki landið og þá verður Ingibjörg Sólrún forsætisráðherra.

Föðursystir

Þá er Anna orðinn föðursystir. Kiddi bróðir hennar og Laufey voru að eignast sitt fyrsta barn 2. nóvember. Þau eignuðust stelpu sem var 52 cm og 16,5 merkur. Myndarleg dama þar á ferð. Til hamingju með þetta, aftur.
Ég mæli með nýmóðins nafninu Örvína Kristinsdóttir :)

10.11.04

Ferðasaga

Fimmtudagur
Vorum komin uppá hótel um 18 eftir mikla bið á flugvellinum eftir töskunum okkar. Ítalar eru mjög svo hægvirkir í ölu sem tengist þjónustu Ég, Anna og nokkrir aðrir förum svo að fá okkur að borða á pizzeriu nálægt hótelinu. Eftir það tökum við lestina niður að Piazza Papolo og fórum þaðan að Spænsku tröppunum. Þaðan var svo labbað fram og til baka í hverfinu þar rétt hjá en það gekk mjög erfiðlega að finna stað til að setjast niður á og fá sér bjór og ís. Enda kom það í ljós seinna að við vorum ekki í nógu góðu hverfi til að finna aðal veitingastaðina.

Föstudagur
Þá var farið að skoða Kólosseum, Forum Romanum og Kapitolhæðina. Það var mjög gott veður og frábært að skoða allar þessar forminjar. Það var mjög gaman að sjá loksins Kólosseum og alveg magnað að þetta mannvirki hafi verið byggt 70 e. kr. Frá Kólosseum var labbað í gegnum Forum Romanum sem eru fornminjar af gömlu rómversku byggðinni og er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan var farið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Allt mjög flott. Eftir það var gengið í gegnum Feneyjartorg, farið að skoða Panþeon og Navónatorg .
Bendi áhugasömum um að kíkja á heimsíðuna www.romarvefurinn.is

Loksins var svo fengið sér að borða og svo var tekin ‘hardcore’ búðarráp eftir það. Um kvöldið förum við svo tvö út að borða á Il Cantuccio sem er flottur staður þar sem myndir af frægum gestum staðarins hanga uppá vegg. Ágætis pasta þar á ferð en maturinn í Róm var nú ekki upp á marga fiska.

Laugardagur
Á laugardaginn var svo farið í Vatikansafnið, Sixtínska kapellan og Péturskirkjan. Dagurinn byrjaði á því að standa í klukkustundar langri röð og svo komast maður inn að sjá Vatikanið. Fullt fullt af fróðleik og gaman að sjá öll þessi listaverk og ferðin endaði á Péturskirkju sem var alveg hreint mögnuð. Michelangelo er greinilega mikill snillingur og verkin í Sixtínsku kapellunni voru mögnuð.
Um kvöldið var svo árshátíð Línuhönnunar sem fór fram í gömlum kastala klukkustund frá Róm. Þar var boðið upp á gamlan ítalskan mat og var mjög gaman.

Sunnudagur
Sunnudagurinn fór svo í að labba um götur Rómar enda er þessi borg eitt stórt listaverk, farið í búðir og annað. Ég, Anna, Jón Haukur, Margrét og eitt annað par fórum svo að borða á skemmtilegum ítölskum stað um kvöldið og var setið á þeim stað allt kvöldið.

Mánudagurinn
Það verður alltaf eitthvað hálf lítið úr heimferðar deginum og það var svo sem í þessu tilviki. Fórum yfir Tíber, sem er á sem gengur í gegnum róm, og skoðuðum brýrnar þar yfir og einnig Engilsborg, sem er kastali. Þá eyddi maður restinni af deginum í búðum og öðru þrammi. En mikið af búðum er lokaðar og sunnudögum og mánudögum. Um 16 var svo farið útá flugvöll og var maður kominn heim til gamla góða íslands um 1:30 um nóttina.

Róm er mjög skemmtileg borg og þetta er ein þeirra borga sem allir verða að heimsækja alla veganna einu sinni á ævinni.

7.11.04

ROMA

Bara smà kvedja fra okkur i Rom. Buid ad vera rugl gott vedur, ekki svona heitt i november i 140 ar, en nu er adeins byrjad ad rigna, gerir ekkert til. Buin ad sja allt thad helsta og nu er verid ad skoda i budir.
Tjà

3.11.04

I lettori di mattina buoni

Örvar va alla Rom in 24 ore...

...nauðsynlegt að fara út og tékka á hvaða straumar eru í tískunni til að hjálpa landanum í að vera töff. Á föstudaginn verður farið á slóðir 'Gladiator' og skoðað Kólosseum og einnig Forum Romanum og Capitol hæð. Á laugardaginn verður svo menningin / trúin tekin og þá verður farið að sjá Vatikansafnið og Péturskirkju. Svo um kvöldið verður árshátíð Línuhönnunar. Sem verður örugglega snilld. Svo var spurning hvort maður færi á leik á sunnudeginum en það virðist nú ekki stefna í það, enda ekkert sérlega áhugaverður leikur, Lazio vs. Siena á Stadio Olimpico.
Alla veganna gaman að fara út svona um haust.

Annars lítur út fyrir að Georg Runni sé að vinna þetta í Bandaríkjunum. Alveg magnað hvað kaninn getur verið vitlaust.

Ringraziarla e buono ciao per adesso

2.11.04

Svalur...


Djöfull voru menn svalir 'back in the days'. Ef þessi fer með buxurnar eitthvað hærra nær hann að bróka sjálfan sig yfir haus, og geri aðrir betur...

1.11.04

Róm...

...eftir 72 klst.

Það fer að styttast í Róm og eina sem ég kann í ítölsku er 'Buongiorno, Principessa!' sem mun nú ekki nýtast mér neitt svakalega vel þarna úti, nema kannski hjá Önnu en hún skilur íslensku...

Málarar...

Þá er maður búinn að mála pleisið. Var búinn að undirbúa þetta í vikunni með að pússa veggi, spasla yfir sprungur og pússa veggi aftur og kítta í sprungur og....svo var klárað að mála í gær og var ég búinn að þrífa um kl. 00:00. Ekkert smá ánægður að þetta sé búið og gert. Herbergið verður svo tekið fyrir Jól..

Annars fór ég í heimsókn til Jim Bob á laugardagskvöldið og var spilað RISK með betri helmingunum. Ég var búinn að gleyma því hvað þetta er skemmtilegt spil. Leikar voru mjög spennandi og á einum tímapunkti voru allir heimsálfur í eign einhvers í spilinu. Magnað. Annars endaði þetta með því að Örlið vann, enda mikil herkænska í þeim herbúðum. Náði að vinna Ástralíu, Suður-Ameríku og Evrópu. Þannig að nú þarf maður að fara spila RISK oftar.

29.10.04

If You Wanna Be Happy

Snilldar hrekkur væri að lauma laginu 'If You Wanna Be Happy' með Jimmy Soul á 'Playlista' í brúðkaupi hjá vini sínum. Það myndi vekja miklu lukku...nema kannski hjá Brúðinni

Hérna er eitt erindi úr laginu:
'If you wanna be happy for the rest of your life
Never make a pretty woman your wife
So for my personal point of view
Get an ugly girl to marry you'

Mæli með að menn tékki á þessu lagi. Og Gummi Árna má fara að vara sig :)

21.9.04

Góð helgi

Skemmtileg helgi að baki og komin ný vika, svona ef þið vissuð það ekki og hélduð að það væri ennþá sunnudagur. Horfði á 50 First Dates á föstudaginn og var hún bara nokkuð góð. **1/2 Örlish á hana. Á laugardaginn var það bústaðurinn. Ekkert smá gott að komast í smá smíðavinnu frá inniverunni í vinnunni. Ég og pabbi kláruðum þakið á litla bústaðinum og svo var það bara grill og chill hjá mér og Önnu um kvöldið. Fórum svo einn hring á Þórisstöðum á sunnudeginum. Ég fór á 55 höggum sem er 10 betra en seinast en Anna fór á 70 sem var sama skor og hún náði í Hvammsmótinu. Við spiluðum á rauðum teigum í þetta skiptið. Ég var samt mjög ánægður með leik minn.

Svo var það utandeildin á sunnudagskvöldið. TLC vann Strumpana 5-1 og eru því komnir í undanúrslit á móti Elliða. Við unnum okkar riðil og mætum því liðinu í öðru sæti í hinum riðlinum. Hvíti Riddarinn og CCCP mætast í hinum leiknum. Hvet alla til að mæta og horfa á stórleik í utandeildinni á Ásvöllum kl. 19:30 á morgun.

17.9.04

Utandeildin...

Var að spila í gær með TLC og náði að spila heilan leik. Löppin í fínu lagi og algjör snilld að ná svona í lok tímabilsins. Leikurinn endaði 2-2 og er TLC í góðri stöðu fyrir seinasta leik úrslitariðilsins.

Annars er lítið ákveðið með helgina. Gæti verið að maður fari upp í bústað að vinna og kannski kíki í golf ef veður leyfir.

16.9.04

TLC...LFC

Eitthvað voðalega lélegur að uppfæra þessa dagana, hef svo sem ekkert merkilegt að segja og þá er víst best að þegja en hér kemur svona smá.

Fáni Stef er búinn að skamma mig svo mikið fyrir að nota upphrópunarmerki svo mikið að ég varð að hætta nota það til að forðast líkamsmeiðingar.

Annars er það bara TLC sem er aðal málið um þessar mundir. Erum komnir í úrslitakeppnina í Utandeildinni og ég er búinn að vera duglegur að skrifa þar...þannig að tékkið frekar á þeirri síðu. Stórleikur í kvöld, TLC tekur á móti Hvíta Riddaranum sem eru núverandi meistarar í Utandeildinni. Leikurinn er á Ásvelli í Hafnarfirði og byrjar hann kl. 19:30

Djöfull var Liverpool magnaðir í gær, jeeee

9.9.04

1.000?

Jæja hver verður nr. 1.000 að skoða síðuna? Vegleg verðlaun í boði...

Ken Park

Ég fór að sjá Ken Park á Indí dögum í Háskólabíói á laugardaginn. Þórarinn Þórarinsson skrifaði um myndina í Fréttablaðinu í dag og ég var bara nokkuð sammála kauða þannig að ég ætla að leyfa honum að fjalla um þessa mynd. Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða.

Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndinni þjóni öðrum tilgangi en að ganga fr m af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg.

Mér fannst bara helvíti gaman af þessari mynd, eins og Þórarinn segir þá voru sum atriðin bara til að hneyksla og sum atriðin voru hreint út sagt drep fyndin.
Ken Park fær 3 Örlish!

7.9.04

Intolerable Cruelty

Horfið á Intolerable Cruelty á föstudaginn. Þessi mynd er eftir Coen bræðurnar sem hafa gert snilldar verk eins og Big Lebowski O Brother, Where Art Thou? og Fargo. Þannig að vitandi það að þeir bræður gerðu þessa mynd, stórar stjörnur (George Clooney og Zeta-Jones) léku í henni og með nokkrar snillinga inná milli (Geoffrey Rush og Billy Bob Thornton) þá stóð hún ekki alveg undir væntingum. Ekki alveg nógu ánægður með hana, söguþráðurinn frekar hægur og lítið um að vera.
Intolerable Cruelty fær 2 Örlish!

6.9.04

MSN nöfn

Það er óþolandi að menn geta ekki drullast til að hafa sín réttu nöfn á msn. Ok, allt í lagi að breyta nafninu í eitthvað sniðugt af og til en sumir sem eru með nýtt nafn í hverri viku eða á hverjum degi, sem er náttúrulega bara fuuucked up.
Hérna eru nokkur dæmi um "sniðug" msn nöfn sem eru logguð á msn hjá mér í dag:
Better not fuck with Souness!
SHROONEY
Gylfi Einars
Fann bláan M&M poka og er glaður
The pink lady
I am Sekk - Day tired
F@boy, Estimated time remaining... 6 minutes

Sum nöfnin eru nú samt ok út af þau heita alltaf sama...En hvað finnst ykkur verst! Held að fyrir mitt leyti vinnur Halli með Fann bláan M&M.... Til hamingju með það!

Bara svona smá pirringur dagsins!

Landsleikur og Hvammsmót

Við strákarnir fórum á Ísland - Búlgaría á laugardaginn. Við fórum 15 saman og hittungur var heima hjá Jim Bob og var komin sæmileg stemmning í hópinn fyrir leikinn. John Heynz var að fara sinn fyrsta leik, hélt reyndar að hann var að fara á Ísland - Belgía en það gerir nú ekkert til. Fínt fótboltaveður, logn og rigning og allt stemmdi í góðan dag en hann sú varð nú ekki raunin. Ömurlegur leikur og ekki einusinni fullur völlur.
Þegar KSÍ nær að selja 20.000 manns inná vináttuleik með því að auglýsa og gefa miða endalaust þá hafa þeir miðaverðið á mjög mikilvægan heimaleik 3500 kr. sem er náttúrulega bara brjálæði þegar maður á að horfa á þessa hörmung sem leikurinn var.
Landsleikurinn Ísland - Búlgaría fær * Örlish

Á sunnudaginn var það svo hið árlega Hvammsmót sem er fjölskyldumót sem fjölskyldan í V15 stendur fyrir. Leikið er á Þórisstöðum í Svínadalnum í Hvalfirði og voru vallaraðsætður ekki upp á það besta þar sem skýfall var rétt áður en keppendur hófu leika og var því völlurinn mjög blautur. En alltaf gaman að taka þátt í mótinu þó svo að árangurinn hjá mér hefur nú eitthvað látið á sér standa þessi 3 ár sem ég hef tekið þátt. Ég fór á 65 höggum en Anna hélt uppi heiðri H23 gengisins og lenti nú í öðru sæti.
Hvammsmótið fær ** Örlish

30.8.04

Reunion...

Fór á "Reunion" eða endurfundi hjá 1999 útskriftarárganginum í Versló á föstudaginn. 6-T var mættur heima hjá Ása en það var nú ekkert sérlega góð mæting hjá bekknum, stelpurnar voru með 100% mætingu en hún var mun verri hjá strákanum. Um kl. 22 var svo farið út á Nes og hitt afganginn af liðinu. Alveg magnað hvað lítið hefur breyst á þessum 5 árum síðan maður kláraði menntaskóla. Óli Palli sá um að halda uppi stuðinu þó svo að maður þurfti nú að gefa honum nokkur góð ráð um músík val og auðvitað virkuðu þau! Eftir þetta dróg Siggi mig, Ívar og Stebba í bæinn og inná Hveriz sem var mökk leiðinlegt og svo fórum við þrír heim skömmu seinna!

Maður var svo vakinn kl. 9 um morguninn og dregin upp í sumarbústað að hjálpa þar og var maður ekkert smá duglegur. Náðum að setja upp allan litla kofann en við hættum að vinna um kl. 19 og ætluðum þá í sund á Hlöðum en þá var búið að loka! En það var nú kannski bara gott því Önnu slóg svona rosalega niður og þegar við vorum komin heim um kl. 22 þá var mín með 40 stiga hita takk fyrir!

Annars var það bara Liverpool sem var að skíta á sig. Var búinn að hlakka til alla vikuna að sjá nýju mennina spila og svo var þetta bara einhver fokking Houllier leikur. Alveg brjál. Kannski gerir maður sér bara upp alltof miklar væntingar þegar L'pool á í hlut! Maður þarf nú bara tjilla aðeins og vona að Rafa vinur minn reddi þessu ekki!. Annars átti Liverpool 3 skot sem hittu rammann! Ussss, ekki nógu gott! Annars held ég nýju mennirnir eigi eftir að standa sig!

26.8.04

Touching Evil

Magnaður þáttur sem er byrjaður á Stöð 2. Fjallar um löggu sem slapp naumlega eftir að hafa verið skotinn í hausinn. Hann byrjar aftur að vinna eftir að hafa verið á geðsjúkrahúsi í ár eða svo Hann vinnur hjá FBI í "Organized and Serial Crime Unit". Aðalpersónan er nokkuð lík John Doe, svona skrítinn og gáfaður.
Horfði á fyrsta þáttinn í gær og var hann bara nokkuð góður. Manni vantar góðan spennuþátt eftir 24. Þannig að allir að kíkja á Touching Evil!

25.8.04

Spenntur!

Eftir mat í gær hlammaði ég mér fyrir framan TVið og auðvitað voru Ólympíuleikarnir á dagskrá hjá Ríkissjónvarpinu okkar. Er ekki að fara dissa þetta núna en þetta var bara helvíti spennandi að horfa á Þórey Eddu "okkar" lenda í 5 sæti í stangastökki. Þá var einnig spennandi og gaman að sjá Jelenu Isinbajeva vinna þessa ógeðslegu Svetlana Feofanova. Hef varla séð ómyndarlegri kvennmann í langann tíma og við spáum aðeins í það þá væri hún meira að segja ómyndarlegur karlmaður og er það mikið sagt!

En allavegana finnst mér þessir Ólympíuleikar ekkert svo slæmir. En horfi aðalega þegar ég slysast inná þetta og þá hefur maður alltaf frekar gaman af því. T.d. var maður mjög spenntur yfir fimleikum á slá, veit ekkert hvað það heitir en það var magnað að sjá þessa dverga taka tvöfalt flikk flakk á lenda á 10 cm breiðri slá! Magnað!

Og ekki kom það mér á óvart að Jón Arnar hafi meiðst og klikkað þannig á stórmóti! Ég kannast eitthvað við þessa sögu!

24.8.04

The Weekend...

Helgin var mjög góð...Það var Boy's Night Out á föstudaginn þegar horft var á Eurotrip við mikin fögnuð viðstaddra. Bara nokkuð góð mynd sem var mjög vel heppnuð fyrir svona kvöld.

Á laugardaginn var svo náttúrulega Menningarnótt og hélt Ívar upphitunarpartý. Fórum í bæinn og náðum smá af Egó (í svona 1,5 km fjarlægð) og fórum svo inná Hverfiz þegar flugeldasýningin var hálfnuð og náðum þannig að "cut"a alla röðina. Svona 1 sek. eftir flugeldasýninguna var svo komin 50 m röð fyrir utan! En mjög vel heppnað kvöld!

Á sunnudaginn var það svo Árni Magnússon Invitational golfmótið sem var haldið á Þórisstöðum. Örlið, Íbbó, Michelinmaðurinn, Jim Bob og Uncle G voru mættir til leiks. Svo föru leikar að Michelinmaðurinn vann mótið á 48 höggum, Íbbó fór á 52, Uncle G á 53, Örlið á 64 og Jim Bob á 68. Þetta var mjög skemmtilegt mót og er það á hreinu að þetta á eftir að vera árlegur viðburður. Ég vil koma þökkum til skipuleggjanda þessa móts fyrir óeigingjarna vinnu!

Bið að heilsa!

19.8.04

Ísland 2 - Ítalía 0

Það var alveg ótrúleg tilfinning að vera á Laugardalsvellinum ástamt 20.204 í gærkvöldi og vera vitni af einum besta leik íslenska landsliðsins.
Ég misst reyndar af þessum frábæru "skemmtiatriðum" sem voru á undan leiknum, demm, að missa af Kalla Bjarna, Geiri Ólafs, Nylon og Í svörtum fötum er náttúrulega hryllingur.
En hjúkk náði nú öllum leiknum og þvílík stemmning. Þegar bylgjurnar fóru af stað og gengu 3 til 4 heila hringi var mjög gaman að upplyfa á Laugardalsvellinum. Vanalega er þetta reynt en það er svolítið erfitt þegar að ca. 150 m. eru á milli stúkanna. Drullið ykkur að loka hringnum.
Leikurinn sjálfur var náttúrulega frábær. Markið frá Eiði, markið frá Gylfa, baráttan hjá Heiðari Helgusyni, sambataktar hjá Brynjari Byrni gerðu daginn fullkominn!
Snilld og Íslenska landsliðið fær **** Örlish fyrir frammistöðu sína í þessum leik.

Vonandi að við náum svipuðum leik á móti Búlgaríu 4. september. Það er reyndar vaninn hjá Íslenska landsliðinu að klúðra málunum eftir að þeir hafa gefið þjóðinni einhverja trú á því. Vonandi verður það ekki í þetta skiptið.

Áfram Ísland!

17.8.04

The Shield

Það er margt gott við internetið og eitt af því er að maður getur sankað að sér ýmsu gömlu sjónvarpsefni. Margir þættir sem maður missti af fyrstu þáttunum og nennti ekki að fylgjast með eftir það en nú er hægt að vinna þetta allt upp og byrja frá byrjun.
Eitt af því er The Shield en ég held að 3 serían sé í gangi á Stöð 2. Nú er ég búinn að horfa á fyrstu fjóra þættina og er þetta bara nokkuð gott. The Shield gerist í Los Angeles og fjallar um löggur sem láta lögin ekki vefjast eitthvað fyrir sér til að ná árangri í starfi. Eins og ég segi fínir þættir og allir að tékka á þeim!
Aðrar seríur sem ég á eftir að tékka á eru t.d. Family Guy og Alias.

Hraustur þessi?

Það var ekkert smá gott að loksins geta hreyft sig. Prófaði að fara í ræktina að hjóla og að pumpa smá stáli. Alveg magnað hvað maður er fljótur að vera mikill aumingi! Skil ekki alveg hvers vegna maður er að þessu. Maður tekur sér nokkra mánaða frí og þá er maður kominn á upphafsreit! Fokketí..

Þá fór ég aftur í rönken áðan og var verið að athuga hvernig brotið væri að gróa. Það voru bara góðar fréttir úr því og á maður að geta farið að hlaupa eftir mánaðarmót. Jeee

Þá er stórleikur hjá TLC í kvöld og hvet alla að mæta niður í Laugardal kl. 9 í kvöld! Áfram TLC

16.8.04

Enski byrjaður

Já þá er enska deildin byrjuð og mínir menn gerðu jafntefli við Spurs. Hefðu reyndar átt að fá vítaspyrnu en svona er þetta víst. Þeir spiluðu vel í fyrri hálfleik og illa í þeim seinni. Ljósi pkt. var að Cissé skoraði sitt fyrsta mark.

Þá er Owen farinn til Real Madrid fyrir skít og kanil og er maður með nokkuð blendnar tilfinningar um þetta allt saman. Mér finnst það ekkert hrylliglegt að hann sé farinn en mér finnst það nokkuð slæmt hvað þeir fengu lítið fyrir hann.

Svo var það afmælið hjá Jim Bob um helgina sem var algjör snilld. Hann var búinn að auglýsa það viljandi að honum langaði í golfsett þannig að báðir vinahópar hans gáfu honum sett. Þannig að nú á hann tvö sett. Nokkuð gott það! Annars þakka ég bara fyrir mig. Er Ada ekki hress ;)

Ekki öfunda ég fólkið sem er í haust prófum núna! Fínt að vera vinna og búinn með þetta helvíti. Kid Rock og Íbbó fá alla mína samúð

13.8.04

Wouldn't It Be Nice...

...eins og The Beach Boys voru að syngja árið 1966 ef veðrið væri nú oftar svona sumrin! Maður yrði nú samt að fá sinn skammt af rigningu og roki en væri nú flott að fá svona 3 vikur að svona veðri :)

Í svona veðri á maður að reyna hætta sem fyrst í vinnunni og fara og kaupa sér ís og tjilla í sólinni. Er núna í vinnunni að hlusta á The Beach Boys í góðum fíling og hugsa hvað væri nú gott að vera úti í golfi eða álíka! En ég er fótbrotinn og að vinna inni!

Annars er það Jim Bob sem á 25 ára afmæli í dag, 13. ágúst en það á einmitt Einar Ágúst í Skítamóral líka! Þannig að ég óska þeim báðum til hamingju með afmælið! Til hamingju strákar, þið eruð báðir jafn æðislegir!

3.8.04

Búið

Þá er vel heppnaður Kópur 2004 búinn. Allur hópurinn fór í Paintball á sunnudaginn en ég komst því miður ekki með þar sem maður er nú fatlaður í augnablikinu! Mætti samt og horfði á! Þá var svo grillað hjá Gumma Ingvars um kvöldið og var það helvíti fínt. Fór ekki í bæinn þar sem að löppin hefði farið illa á því. Annnars er ég búinn að setja myndir inná netið af bæði dorginu og grillinu!

Þá er frekar lítill Kópur 2004 lokið og hefst undirbúningur fyrir næstu hátíð í næsta mánuði. Er það ekki?

31.7.04

Dorgmeistari Kóps 2004

Það var þrefaldur sigur í Hlíðarhjalla 23 í gærkvöldi. Menn voru mættir til leiks á Kópavogshöfn kl. 20:00 og hófst þá keppni. Þátttakendur voru: Örvar, Anna, Gúndi Stuð, Kiddi Skáti, GI Joe, Gísli og Atli. Það var allt morandi í áhorfendum og má þar nefna Gumma Árna, Hildur, Gummason, Katrín og fleiri.

Örvar byrjaði keppnina vel og landaði sínu fyrsta fiska snemma móts. Kiddi náði skömmu seinna að jafna Örvar og var þá ljóst að þessir tveir gríðarsterku leikmenn myndu berjast til sigurs. Örvar tók svo foristu en Kiddi kom skammt á eftir með annan fiskinn sinn. Það var svo Kiddi sem tók forustu með að landa sínum þriðja fiski. Örvar kom svo sterkur inn og drö einn svaðalegan upp og er þetta án efa stærsti fiskur sem hefur komið upp úr höfninni. Þannig að Kiddi og Örvar voru jafnir eftir harða keppni en Örvar vann á stærri fisk.

Gummi Sverris landaði tveimur, Anna einum en fleiri fiskar komu ekki, þá náði Gísli að landa nokkuð stórum þara! Keppt var til kl. 21:15 en var það vegna dræmrar þátttöku og einnig vegna veðurs.

Þannig að Örvar vann í hópi fatlaðra (Örvar keppti ristarbrotinn) og einnig í almenna hópnum. Þá vann Anna í hópi kvenna.

Eins og ég segi stórsigur í H23 og var svo verðlauna afhending í V15 um kvöldið. Þar tók Örvar við glæstum bikar. Mættir þar voru: Örvar winner of "the dorg" 2004 og Anna, Gúndi, Kiddi og Atli.

Ég þakka fyrir gott mót!

30.7.04

The Butterfly Effect (2004)

Horfði á The Butterfly Effect í gær. Þetta er svona Sci-Fi/Drama mynd um ungann mann (Ashton Kutcher) sem getur ferðast um í tíma og breytt fortíðinni.
Kom mér nokkuð á óvart að sjá Kuther geta leikið. Hafði nú ekki mikla trú á honum eftir That's 70 Show og Dude Where My Car en hann stóð sig helvíti vel! Bara nokkuð vel skrifuð og vel leikin mynd.
The Butterfly Effect fær **1/2 Örlish!

Hér kemur ein góð setning úr myndinni:
"Wrong answer fuck bag. This is the very moment of your reckoning. In the next 30 seconds you're gonna open 1 of 2 doors. The first door will forever traumatize your own flesh and blood"

Klaufabárður

Þá er maður búinn að fótbrjóta sig í fyrsta skipti! Það hlaut nú að koma að því enda er maður sannkallaður klaufabárður! Fór á slysó í gær og lét taka mynd og svona en það sést á þessari fínu mynd hvar ég er brotinn. Þó svo að þetta sé ekki löppin mín. Ég var samt ekki settur í gifs sem er mjög gott því þá kemst maður í sturtu og annað án þess að vera eins og hálfviti!

Þá er Verslunarmannahelgin komin og ekki get ég öfundað fólk sem er að fara til eyja. Þá er nú bara mun skárra að vera fót/ristarbrotinn heima í Kópavogi. Það verður Dorg í kvöld á Kópavogshöfn þó svo að manni lítist nú ekkert á veðrið úti! En ætli maður verði ekki að láta sig hafa það! Þó ætlaði ég með stráka í göngu á morgun en það verður víst ekkert úr henni og svo missi ég af Paintball á sunnudag :( Helvítis djöfull!

Örvar hoppandi um á annari!


29.7.04

Ekki mikið labb

Fór á æfingu í gær með stórliðinu TLC og náði svona helvíti vel að snúa upp á löppina á mér! Koma heim í gær eftir að hafa keyrt heim í kvölum mínum og reyndi að kæla og svona eins og þegar maður meiðir sig. Ætlaði nú samt að vona að þetta yrði nú skárra þegar ég vakanði en ekki aldeilis því nú get ég varla sett löppina niður! Spuning hvort maður fari uppá slysó á eftir!

Annars horfði Anna á myndina Mona Lisa Smile í gær og vil ég biðja hana um að koma með smá kvikmyndadóm í comment kerfið hérna :) Ég sá seinustu 5 mínúturnar og ég verð að segja að hún virkaði mjög spennandi!

Jæja, vorkennið mér!

28.7.04

Breiðablik

Ég, Uncle G og Michelinmaðurinn fórum á Breiðablik Þrótt í Kópavogsdalnum í gær. Veðrið var fínt en fótboltinn vægast sagt leiðinlegur. Pétur "FH-ingur" var rekinn útaf eftir ca. 20 þegar hann átti að hafa gefið Hans/Jens olbogaskot en þeir félagara voru búnir að vera kítast eitthvað allan leikinn. Þróttur komst svo yfir í fyrri hálfleik en Höddi Bjarna náði að jafna þegar ca. 10 mín voru eftir og þar við sat. Eins og ég sagi áðan var þetta mjög leiðinlegur leikur, miklu skemmtilegra að horfa á utandeildina!

Annars á frændi minn hann Steinar Hákonarson 3 ára afmæli í dag og óska ég honum til hamingju með það! Hægt að sjá mynd af honum hjá Gúnda Stuð frænda!

27.7.04

5-1

Já 5-1 voru tölur gærdagsins. TLC vann Kókóbomburnar 5-1 í gær og þá Liverpool vann Celtic 5-1. Allt annað að sjá til Liverpool liðsins, var vakandi til tvö að horfa á þessa snilld. Biscan bara góður og Cissé með tvö. Verð bara að segja að mér lýst helvíti vel á komandi tímabil. Þó svo ég viti alveg að tölurnar skipta ekki öllu í svona æfingaleik þá var gaman að sjá liðið vera spila vel saman og allir að berjast. Spurning hvað Heskey og Hollier hafa verið að hugsa í gær...

Annars var ég að klára 3. seríu af 24 í gær. Þetta verður hryllingur að horfa á næstu á "week to week bases". Búinn að horfa á fyrstu þrjár seríurnar á ca. tveimur mánuðum og að þurfa að bíða svona eftir 4...hryllingur...

Þá er Breiðablik og Þróttur að fara spila í kvöld og byrjar leikurinn kl. 20:00 á Kópavogsvelli. Ég get tekið þrjá með mér ef það er áhugi fyrir því! Látið mig vita.

Örvar TLC, Breiðablik og Liverpool eru mín lið...

26.7.04

Móskarðshnjúkar

Ég og Anna tókum okkur til og fórum í gönguferð á laugardaginn.  Þetta var gert útaf því að við ætluðum upphaflega í útilegu en spáin var svo slæm að við ákváðum að vera bara hjemma.

Móskarðshnjúkar eru í austast í Esjunni rétt við Skálafell. Þeir eru í kringum 900 m. Við keyrðum að skátaskálanum Þristi og löbbuðum þaðan. Man ekki alveg hvað þetta tók langan tíma en vorum ca. 3-4 tíma upp og niður. Mjög gott veður og góð ferð í alla staði! Mæli með að fólk kíki þarna upp í einhverju góðviðrinu í sumar.

Hérna eru svo myndir af ferðinni.

Þá var ég að setja fullt af myndum inná fotki síðuna mína og setja linka hérna til hliðar.

23.7.04

Kajak

Ég fór á Kajak með Jón Hauki brósa í gær í Ölfusá. Við byrjuðum á að læra að velta sér og gekk það bara ótrúlega vel, þótt ég segi sjálfur frá. Eftir það var svo farið að æfa sig í flúðunum. Þetta var svona hálfgerð æfingaferð þar sem maður er alltaf á mjög litlu svæði að æfa sig. Tókum samt tvær ferðir niður allar flúðirnar og var það mjög gaman. Ég hvoldi þrisvar í heildina en náði í tvö skipti að snúa mér sjálfur við. Einhvern vegin var þetta samt miklu erfiðara en það lítur út fyrir að vera!

Ég tók myndavélina og ætla setja nokkrar myndir inn eftir helgi. Þarf að fara taka mig á í þessum business.

Annars var ég að vinna nýja diskinn með The Hives en hann heitir Tyrannosaurus Hives!

22.7.04

Extraordinay

Horfði á The League of Extraordinary langtnafnmaður Gentlemen á þriðjudaginn. Var búinn að blogga um þetta í gær en helvítis síðan bilaði eitthvað. Fokketí fokk.
Myndin lýsir æfi gamlas manns sem fær heimsókn frá gamalli frænku....nei smá grín. Þessi mynd var svona alveg eins og ég bjóst við. Frekar asnaleg eitthvað og óáhugaverð en til að kunna meta alvöru bíómyndir þarf maður að horfa á sorann líka! Sean Connery var eiginlega of gamall í þetta hlutverk enda er maðurinn orðinn 74! Spurning hvort að hann hafi ekki bara verið tölvuteiknaður ;)
The League of Extraodinary Gentlemen fær *1/2 Örlish!

Það var svo komið af hinu 1/2 árlega niðurfalls þrifi í gær en þá er niðurfallið í sturtuklefanum tekið og hreinsað. Ef þetta er ekki eitt það ógeðslegasta sem ég geri þá veit ég ekki hvað. Þarna fyrst sér maður hvað kemur mikil drulla af manni. Hár+drulla= jamm, ég mæli eindregið með að þið prófið þetta einhverntíman þegar þið eruð byrjuð að vera í fótabaði í sturtuklefanum.


20.7.04

Undirbúningur...

Undirbúningur Kóps 2004 hófst formlega í gærkvöldi þegar ég, Uncle G, Kid Rock og GI Joe komu í heimsókn og var farið yfir hvað þyrfti að gera til þess að hátíðin í ár yrði besta hátíðin til þessa.
Þá var farið í vettvangsferð út á Kópavogshöfn og upp í Skógræktarsvæði Kópavogs Guðmundar Lund. Okkur leyst nokkuð vel á þetta allt saman þó svo að það sé búið að loka höfninni fyrir umferð þannig að það þarf að færa Dorg keppnina yfir á minni höfn hinu megin í Kópavogshöfn.
Ákveðnar voru nefndir og er ég í föstudagsnefndinni með Kid Rock!
En þá er eitt helsta vandamálið sem er að gítarleikarinn Maggi er ekki með í ár þannig að það verða vandræði að redda gítarleikara í brekkusönginn. Sjálfboðaliðar óskast!

Annars er ég að verða snar á því að bíða eftir einhverjum fréttum af Liverpool! Einhvervegin hélt ég að það yrði allt CRAZY í sumar á leikmannamarkaðinum sérstaklega eftir að franska skólastelpan var rekin en ekkert gerst! Á ekkert að fara henda öllum aulunum og koma með einhverja snillinga í staðinn! Maður er í alvarlegum skorti á fótboltafréttum!
 
Þá verður maður bara að fara hlusta á Leoncie til að koma sér í stuð! Spurning um að hafa Ást á Pöbbnum Kópur 2004 lagið!


19.7.04

CSI Iceland

Nei ekki alveg næsti sjónvarpsþátturinn en ég var nú bara spá afhverju það tekur ca. 2 vikur að vinna úr einu DNA sýni! Nú er ennþá verið að bíða eftir DNA niðurstöðum í málinu um hvarfið á konunni en í CSI kemur þetta bara á nokkrum mínútum.
Þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort að CSI séu bara að "feika" þetta eða eru þeir með svona góð tæki eða eru Norðmennirnir með svona léleg tæki eða eru við bara sett aftast í búnkann eftir hjólreiðastuldursmálum! Hvað haldi þið?

Annars var ég bara nokkuð ánægður að Skjár 1 sé kominn með enska boltann, held að það sé alveg metnaður á stöðinni fyrir því að gera þetta vel og koma þessu vel til skila. Þó svo að Markús Örn sé brjálaður yfir því að einhverjir leikir séu á ensku þá verður það bara gaman að heyra inná milli alvöru lýsingu á leik! Veit ekki hvort að íslensku kennarinn hún móðir mín verði ánægð með mig núna!

Þá voru Íbbó og Audda með afmæli/kveðjupartý á laugardaginn og var það bara helvíti vel heppnað. Við stákarnir gáfum Íbbó nýjan síma og auðvitað átti undirritaður hugmyndina af því. Þá er samt alltaf ákveðinn munur í sal-partýi og heima-partýi og finnst mér nú yfirleitt skemmtilegra í heima-partýunum! En þar sem ég var nú að fara vinna á sunnudag þá var nú ekki farið niður í bæ í þetta skiptið enda sá ég ekki eftir því þegar ég heyrði að liðið hafi farið á ógeðisstaðinn Pravda!

16.7.04

Allir að flytja...

Það virðist vera að allir séu að flytja um þessar mundir! Gummi Árna var að flytja til Helvítis (Vesturbærinn), Ívar er að flytja til Rassgats (Norðfjarðar) og Jón Hannes flytur innan Kópavogs (Maður með viti). Þá er maður að lesa að listamaðurinn Uncle G eða G. Sverrisson sé að hugsa sér til brotfarar úr V15. Allt að gerast í Kópavogsklaninu!

Var veikur heima í gær og var eitthvað að sniglast á textavarpinu og þá heyrði maður að John Haynez vera lesa tvö fréttirnar, magnað hvað kallinn er orðinn vanur! Nú getur Logi farið að passa sín!

Annars verður maður rólegur í kvöld að jafna sig af þessari flensu, spurning um að taka gott 24 kvöld en nú er aðeins 12 þættir eftir í 24 maraþoninu okkar Önnu!

Síðan er Íbbó og Audi með Afmælis/kveðjupartý á morgun og þar verður sko fjör!


Kveðja Örlish!

14.7.04

Stórleikur í kvöld...

Jebb TLC og Hvíti Riddarinn eigast við í kvöld á gervigrasinu í Laugardal kl. 19:30. Hvet alla áhugasama að mæta. Þess má geta að Hvíti Riddarinn er núverandi Utandeildarmeistari þannig að um sannkallaðann stórleik er að ræða!

Var að hjálpa Gumma Árna að flytja í gær. Þannig að nú er hann og Hildur flutt úr Kópavoginum og í vesturbæinn, þannig að nú er Gummi búinn að segja sig úr Kópavogs Klaninu en vonandi sjá þau ljósið fljótt og flytja aftur í fagra dalinn!

12.7.04

Breiðablik

Já Breiðablik, stolt Kópavogs, er nú komið í 3 sæti 1. deildar. Þar sem er nú ansi stutt í toppsætið ætla ég að gera allt í mínu valdi til að rífa liðið upp úr þessu öldudal og gera það aftur að stórveldi! Að þessu tilefni ætla ég að taka með mér 1-3 heppna einstaklinga með mér á hvern heimaleik! Eina sem viðkomandi þarf að gera er að senda mér tölvupóst, sms, fax eða bara koma í heimsókn og þá kemst viðkomandi með mér á völlinn. Þeir fyrstu sem koma fá að koma með mér :)

Þannig er nefnilega komið að ég komast yfir tvo Ársmiða á völlinn sem gildir fyrir tvo, sem sagt ég + þrír aðrir! Þetta er allt einum manni að þakka en ég veit ekki alveg hvort maður eigi að vera spred þe vörd þannig að ég læt það bara ógert!

En allavegana áfram Breiðablik og næsti leikur er á föstudaginn kl. 20:00 á Kópavogsvelli!

Svo hlýtur HK að fara skíta á sig!

Spiderman, spiderman

Fór að sjá Spiderman 2 í gær. En eins og nafnið á myndinni gefur til kynna er þetta framhaldið af Spiderman. Var bara nokkuð ánægður með þessa mynd. Þetta er nú alltaf Hollywood stórmynd og maður má ekki fara með öðru hugarfari en þú sért að fara sjá eitthvað show! En ég skil ekki alveg þessa dóma sem myndin er að fá, fékk 5 stjörnur í mogganum og svona. En allavegana var nóg af spennu nokkuð fyndin á köflum en kannski aðeins of mikið að Hollywood Romance!

J.K. Simmons var snilld sem forstjóri blaðsins og átti svona flest fyndnu atriðin þó þau hafi nú verið einhver fyrir utan hann. Þá er hann Tobey Maguire fínn í þessu hlutverki þó svo að hann líti út eins og 13 ára skólastelpa! James France [Harry Osborn] var svalur og Kirsten Dunst [MJ] var sæt.

Þannig að Spiderman 2 fær *** Örlish!

9.7.04

Kominn heim!

Þá er maður kominn heim frá Mallorca eftir mjög skemmtileg frí en auðvitað er alltaf gott að koma heim! Er að spá í að búa til ferðasögu og henda henni inn við tækifæri en það verður þó ekki núna. Þá þarf ég að fara uppfæra myndasíðuna mína einnig!

Vildi bara óska Gumma Árna & Hildi til hamingju með litla strákinn sinn. Ég og Anna kíktum í heimsókn til Hildar í gær en Gummi var of busy að klára íbúðina þeirra :) Eftir miklar vangaveltur held ég að hann sé líkari Hildi, kemur betur í ljós seinna! En hér er linkur inná barnaland síðuna þeirra. Þið verðið að senda Gumma póst ef þið viljið fá passwordið!

Þá ætla ég að reyna hjálpa stráksa aðeins eftir vinnu að parkett leggja og eitthvað annað dútl.

Þá er svo frændi hennar Önnu að fara gifta sig á laugardaginn þannig að ferðinni er heitið þangað það kvöld!

En Breiðablik Haukar eru í kvöld og ef maður verður búinn hjá Gumma þá kíkir maður á völlinn að stiðja sína menn!

Áfram Breiðablik!

25.6.04

Mallorca: Dagur 2

Ola from Spain

Tha erum vid komin til Mallorca og vedrid er buid ad vera frabaert, 30 stiga hita og heidskyrt bada dagana. Buin ad kaupa strand tennis spada og vorum i thvi a strondinni adan. Tha forum vid einnig i venjulegan tennis en gatum ekki verid mjog lengi vegna hita! Skil ekki hvernig er haegt ad spila fotboltaleik i thessu vedri.

Forum i gaer a pizza stad sem var mjog godur! Forum svo ad horfa a Portugal vs. England a einhverjum mesta thjodverja bar i baenum og er nog af theim samt! Ekkert sma stud ad horfa a leikinn med 300 fullum span- og thjodverjum!

Annars bara allt gott ad fretta! Buin ad sola okkur mikid og annad!

Orlish Spanski

22.6.04

Mallorca...

Ég og Anna erum að fara til Mallorca á morgun. Ekki laust við að það sé kominn smá tilhlökkun í mann. Við munum vera í tvær vikur og gista á Fontanelles Park á Playa de Palma ströndinni en það er rétt utan við Palmaborg sem er höfuðborg eyjunnar.

Við leggjum af stað kl. 17 á morgun og lendum um kvöld en svo verður komið heim aðfaranótt 8. júlí kl.00:30.

Ég ætla að reyna að komast á internet kaffi og setja smá dagbókarfærslur um daga í útlandinu!

Þannig að bless bless í bili!

21.6.04

Veður...

Þá á að vera bannað að vera í skrifstofu-/innivinnu í svona góðu veðri! Maður situr hérna fyrir framan tölvuna við glugga sem snýr í suður og er gjörsamlega að kafna úr hita! En fyrir fáfróða þá skín sólin inn um suðurglugga! Það þyrfti að fara redda loftkælingu hérna!

Annars er maður með hugan við Mallorca og væri alveg til í að vera farinn í frí!

Helgin...

Þá er helgin búin en það er allt í góðu því maður er alveg að fara í frí.

Kíkti í útskrift til Gísla en hann var að klára master í Rafmagns- og tölvuverkfræði. Óska honum til hamingju með það. Annars sá ég lokaverkefnið hans og ég get alveg sagt það þetta virtist vera mjög óáhugavert, minnti mig á svona línulega algebra/stæ.greiningar kennslubók og ekki er það gott :). Annars mjög flott verkefni hjá honum, efast ekkert um það!

Þá var það næst Gummi Ingvars sem var að útskrifast. Hann kláraði viðskiptafræðina og óska ég honum til hamingju með það! Kíktum til hans eftir útskriftina hjá Gísla og sátum þar úti og var drukkinn bjór og spjallað fram eftir! Ég nennti svo ekki í bæinn og rölti því bara heim! Enda var stórleikur í utandeildinni í gær!

Þá átti ég afmæli um helgina og var haldin svona afmælisveisla, Part II. Ömmurnar og Afarnir og tengdó og Stymir og Ragnheiður komu í mat og var það bara mjög fínt! Það var setið útí í góða veðrinu og alles!

Þá vann TLC sinn fyrsta leik í Utandeildinni 2004 og var það mjög gaman að spila góða leik á afmælisdaginn. TLC vann FC Mjöð 3-2.

Svo er það bara Mallorca á miðvikudaginn! Geri ekki ráð fyrir að setja nýjar myndir inná myndasíðuna mína fyrr en ég kem heim frá Mallorca!

Örlish! Going on a vacation!

18.6.04

17. júní og útskriftir!

17. júní var fínn! Afmæli lýðveldisins og svona og ég fór í kökuboð til Ömmu og kíkti svo aðeins niðrá Rútstún á Kidda skáta! Vegna 24 fíknar var ekki farið niður í bæ um kvöldið!

Annars er ég að spá að kíkja aðeins í golf í kvöld, þeas bara útá teig og negla nokkrar golfkúlur! Fyrst maður er nú kominn með kerru og nokkrar kylfur þá verður maður að byrja golfsumarið! Ef einhver vill koma þá bara bjalla!

Þá fer laugardaginn í útskriftir. Gummi Ingars aka GI Jane og Gísli aka Computer Gilz eru að útskrifast og svo eru það verkfræði hópurinn sem er einnig að útskrifast og ætla ég að reyna að kíkja á þau líka!

Þannig er það nú!

Afmæli, Part I

25 ára afmæli Örvar, Part I heppnaðist mjög vel. Það var gott veður og var setið bæði inni og úti á palli og drukkinn bjór! Það var góð mæting þó svo að sumir hafa ekki nennt að mæta en nefnum þó ekki nein nöfn (Þó svo að nafnið Stebbi komi upp í hugann).

Gjafirnar voru góðar. Fékk golfkerru frá Uncle G, Kid Rock, John Haynes, Reynz, Computer Gilz und Atla Owngoal. Svo voru það Casa staupglös frá Ingu og DVD + Rauðvín frá Kidda og Laufey! Þá fengu Ívar aka Ken, Stebbi aka Michelin-maðurinn , Árni aka Jim Bob og Gummi I aka GI Jane frest fram til 20. júní til að gefa sína gjöf :) Annars bara takk fyrir gjafirnar! Er ég að gleyma einhverju?

Förum svo í bæinn um 01:30 og enduðum á Sólon. Maður fer að velta því fyrir sér hvort að maður sé að verða of gamall til að mæta á suma staði því meðalaldurinn á nokkrum stöðum bæjarins er eitthvað undir 20 held ég! Kvöldið heppnaðist í alla staði vel og var ég mjög ánægður með þetta allt saman!

Myndir koma svo í næstu viku!

16.6.04

Stórveldi?

Liverpool hefur nú ekki verið mikið stórveldi seinustu 14 ár en nú verður vonandi breyting á. Rafael Benitez er tekin við Liverpool og vonandi eru bjartir tímar framundan!

Djöfull er maður ánægður að loksins sé búið að kynna nýjan stjóra. Maður hefur mjög góða tilfinningu með þessu og nú geta Arsenal og Man Utd og Chelsea farið að vara sig, er það ekki annars!

Verður gaman í sumar að fylgjast með hvaða leikmenn fara út og hvaða drasli hann ætlar að henda, nóg til af því!

ÉG vill segja bless við Babbel, Diouf, Smicer, Diao, Traore, Biscan, Vignal og Cheyrou. Þessa menn má gefa en svo eru það aðrir sem er spurning með, passa þeir inn í nýtt lið og annað. Þannig myndi ég ekkert sjá voðalega eftir Henchoz og Finnan. En þá ætti þetta vera fínt í bili og hægt að nota restina til að byggja gott lið á!

Örlish Football manager!

Í tilefni af afmæli!

Þá er maður bara að verða 25 ára bráðum eða nánar tiltekið 20. júní 2004! Í tilefni þess verður skrúðganga og skemmtun á Rútstúni á morgun 17. júní. Nei ég er að plata ykkur, djö er ég fyndinn maður! En í tilefni af afmæli mínu ætla ég að bjóða heim í kvöld, bjór og læti í H23!

Fór að versla allt nauðsynlegt fyrir afmælið í gær þannig að það verður lítið mál að mixa þetta allt á eftir!

Ég bið velviingar til þess fólks sem er ekki boðið í kvöld, það er bara þannig að íbúðin tekur mjög takmarkað þannig að það var bara að cut"a" einhverstaðar en þeir sem þykjast þekkja mig og finnst óréttlátt að ég bjóði þeim ekki, endalega mætið! Því allir eru velkomnir.

Annars dreymi mig furðulegan draum í nótt um afmælið mitt. Mig dreymdi að mamma og pabbi hefðu gefið mér hrærivél í afmælisgjöf! En eins og gefur að skilja var ég nokkuð óhress með það! Þó svo að maður sé að dreyma asnalega hluti þá er ég allavegana ánægður að maður hafi nú verið óánægður með þetta. Annars hefði þetta verið hryllingur...

Annars verður það bara bjór og botsja í kvöld, ekki amarlegt það ha!

Örlish afmælisbarn!

15.6.04

John Doe

John Doe er nokkuð skemmtilegur þáttur á Skjá I sem ég er ný byrjaður að horfa á. Þar sem ég missti af fyrstu þáttunum þá náði ég í alla fyrstu seríuna og ætla að fara horfa á hana svona inná milli 24 geðveikinnar!

En það er bara eitt slæmt við þessa þætti og það er að ég veit að það var hætt að framleiða þá eftir fyrstu seríu! Þannig að maður kemst ekki að því hvaðan John Doe kom/kemur. Þá er spurningin hvort maður eigi að horfa á þættina og vera pirraður í lokin eða á maður að sleppa því?

Þá er eitthvað svo gott að geta horft á þætti svona alla í röð! Er byrjaður að ná í Alias, Cold Case, Malcolm in the Middle, CSI og eitthvað í viðbóð! Á alveg eftir að tékka á Alias og Cold Case hef allavegana heyrt að Alias séu góðir!

Örlish! TV Mental Patient

14.6.04

Fótbolti er góður

EM byrjað og er það mikið fagnaðarefni. Mér finnst þetta alveg merkilegt mað þessar stórkeppnir hvað fótbolta "special"listar skjótast upp á sjónvarsviðið og fara hamförum í umræðu um fóltbolta.
Bara með því að horfa á einn fótbolta leik eru menn orðnir sérfræðingar! Það mætti stundum halda að þetta lið sæti og horfði á leiki, tæki glósur af því sem íþróttafréttamennirnir segja og mæta svo í vinnuna og sýna snilldar kunnáttu sína um fótboltann!

En allavegana ætla ég að reyna að horfa á sem flesta leiki! Ég er búinn að horfa á alla leikina og haft gaman af, held samt að maður eigi nú eftir að sleppa einhverjum leikjum!

Ég spáði Portúgal sigri í mótinu í veðmáli í vinnunni, ekki alveg að gera góða hlutu þar! Annars er alltaf gaman að horfa á leiki þar sem leikurinn snýst við á örfáum mínútum eins og Englad vs. Frakkland! Þó svo maður hafi nú vorkennt Englendingunum, en það var besti leikurinn um helgina!

Svo verður maður að hætta snemma í vinnunni í dag til að horfa á Danmörk - Ítalía sem ég spái 0-1 fyrir Ítalíu og svo Svíþjóð - Búlgaría sem ég held að endi 1-1.

Annars eru það fastir liðir eins og venjulega, get bara ekki hætt að horfa á 24, er kominn á númer/kl. 20:00 í 2 seríu! Horfið á einhverja 4 þætti í gærkvöldi!

Þetta er bara rúgl
Örlish!

13.6.04

Tónleikadómur!

Starsailor voru algjör snilld! Mjög góðir tónleikar á mjög góðum tónleika stað! Það var góð stemmning og þeir tóka öll bestu lögin, var þó ekki var við neitt nýtt, getur samt verið að það hafi verið eitt nýtt lag eða eitthvað B-hliða lag! Fínt að tónleikarnir voru á góðum tíma og að geta keypt sér bjór og svona!

Þá las ég dóm frá Bigga í Maus um tónleikana en honum fannst þeir lélegir, kemur kannski ekki á óvart þar sem hann fílar ekki tónlistina! Annars talar maðurinn um ekkert annað en hvað öll tónlist á að vera frumleg!!! Hvernig væri þetta ef allir eru að reyna að vera frumlegir og gera eitthvað nýtt, hvað er að því að gera það sem virkar og gera það vel, ég bara spyr! Þá sagði hann einnig að eitt að besta lagið á tónleikunum væri Fall to the Floor en lagið heitir víst Four to the Floor, Biggi að skíta á sig þarna! Hann er alltaf að minnka í áliti hjá mér!

Er á handónýtu lykklaborði hjá tengdó, tala aðeins um gleði og sorgir varðandi EM á morgun!

Bless bless
Örlish!

11.6.04

Starsailor

Það er Starsailor í kvöld á NASA and I'm gonna be there! Þetta er snilldar band sem á marga slagara, t.d.: Alcoholic, Lullaby, Good Souls, Poor Misguided Fool, Silence Is Easy og nýjast nýtt Four to the Floor!

Ég á báða diskana og mæli með þeim og ef þið viljið fá öryggisafrit af diskunum mínum til geymslu þá bjallið þið bara í mig ;) Þetta er algjört britpop svipaðir og David Gray og annað þannig að það verður nú ekkert head banga í kvöld!

11.3.04

Jet...

...er Áströlsk hljómsveit sem var stofnuð í Melbourne rétt eftir aldamótin. Þeir Cameron Muncey (söngur/gítar), Nic Cester (gítar), Chris Cester (trommur) og Mark Wilson (Bassi) eru melimir Jet. Þeir gáfu sjálfir út stuttskífuna Dirty Sweet 2002 og inniheldur hún 4 lög. Svo kom út fyrsta breiðskífa þeirra Get Born 2003. Hún inniheldur öll lögin sem voru áður á stuttskífunni en frægasta lagið af skífunni er án efa lagið Are You Gonna Be My Girl eða Vodafone lagið eins og sumir kalla það því þeir slógu fyrst í gegn þegar það lag fór í spilun í auglýsingu Vodafone.

...Örvar Steingrímsson var að vinna Get Born geisladiskinn á Xinu og er það mjög góð skemmtun! Þannig að fyrsti diskurinn á árinu er kominn í hús, takk takk!

...Örlish addicted!

10.3.04

Þetta er svindl...

...að maður má ekki borða nammi, snakk og drekka gos án þess að blása út eins og einhver tívolíblaðra!

J-Lo rassinn farinn og má ekki koma aftur þess vegna er ég hættur í kvöldsnarlinu og að drekka gos! Er reyndar að spá hvort að kvöldsnarl og gos sé leyfilegt um helgar! Ég er ekki búinn að borða nammi í næstum því tvö ár og um leið og maður byrjar að drekka gos og detta í smá snakk þá byrjar maður að fitna aftur. Þó svo að maður hafi ekki verið duglegur í ræktinni undanfarið þá þýðir það ekki að ég sé ekki að hreyfa mig, því ég er að minnstakosti tvisvar í viku í fótbolta!

Þetta er bara djöfulsins mismunun að sumir geta borðað það sem þeir viljað og ekki hreyft sig baun (Ívar?) og samt verið eins og beinagrind! Ég fer í mál við Guð!

Örlish fitubolla!

9.3.04

nýjar myndir...

...komnar inn. Var að setja myndir fá afmælinu hans Gísla, Útskriftinni minni og svo matarboðinu hjá Kareni & Kalla. Þetta er allt hér! Sumt er undir Örvar annað er undir Fjölskyldan!

...þetta var allt tekið á myndavélina mína og Önnu en það er Canon S400 myndavél, skoðið hana hér!

ekki leiðinlegt..

...þegar svona hljómsveitir koma til Íslands. Fyrst ber að nefna:
Sykurskvísurnar eða Sugababes sem koma 8. apríl
Kraftwerk 3. maí
Pixies 26. maí
Korn 30. og 31. maí
Placebo 7. júlí
Pink 10. ágúst
...þetta er algjör snilld! Reikna með að fara á Pixies, Korn og Placebo, væri svo sem til í að sjá Kraftwerk og Pink en ætli það fái ekki að bíða aðeins!

8.3.04

talað í vindinn...

...gæti Windtalkers heitið á íslensku! Búinn að eiga þessa á tölvunni lengi og horfði loksins á hana í gær. Ekkert sérlega góð mynd, bara svona þessi týpíska hermynd þar sem allt er sprengt í tætlur! John Woo leikstýrir en hann er mjög góður í að leikstýra bardagamyndum enda voru bardaga- og sprengjuatriðin mjög góð en ekki nægilega til að halda myndinni upp. Þá er söguþráðurinn hálf lélegur og svo er náttúrulega Nicolas Cage sem fer með aðalhlutverk en hann hefur farið nett í taugarnar á mér eftir að hann lék í hinni eftirminnilegu Con Air þar sem hann átti eina merkustu setningu kvikmyndasögurnnar eða "Put the bunny back in the box". Hann var samt góður í Adaptation enda var hann þá ekki að reyna að vera hasarmyndaleikari!

...Windtalkers fær *1/2 örlish, innihaldslausa mynd með smá sprengingum!

ekki hundi út sigandi...

...en þurfti víst samt að fara út með hundinn í gær! Þá á að banna þetta, vera með svona ógeðslegt veður í byrjun mars þegar það á að vera snjór en ekki rok og rigning! Það er alveg hætt að koma vetur, skil þetta ekki! Bráðum fer örugglega að hætta að koma sumar líka þannig að eftir stendur bara haust og vor. Væri einnig fínt ef vorið kæmi ekki heldur þannig að það verður bara haust! Rok og rigning allt árið, það væri frábært!

loksins vísó...

...hjá Línuhönnun. Fór loksins í vísó á föstudaginn, það var komin tími til enda var maður ekki búinn að fara í vísó í tæpt ár! Í þetta skiptið var maður hinum megin við borðið því Naglarnir komu í heimsókn til okkar á Línuhönnun! Gaman að fá þau í heimsókn og ekki var verra að fá sér nokkra bjóra eftir vinnu, bara ef þetta væri svona á hverjum föstudegi! Myndir úr ferðinni eru hér, en ég var því miður ekki nægilega fýsilegt myndefni!

...ég og Anna fórum svo í matarboð á Álftarnesi á laugardaginn til Karenar og Kalla og var það bara mjög fínt, góður matur og rauðvín og bjór. Fórum svo heim þegar Kalla var mættur með Ferrari húfana sína og tilbúinn að fara horfa á Formúluna um kl. 3. Set myndir inn á morgun!

5.3.04

Down with Love...

...með Renée Zellweger og Ewan McGregor. Ég bjóst nú við einhverri hörmung en sem betur fer þá var þetta bara ágætis mynd. Oftast er það þannig með Trailer-a að einhver ömurleg mynd er gerð áhugaverð en í þetta skipti er það öfugt! Fannst þessi trailer frekar lélegur og bjóst þess vegna við sleppri mynd en eins og ég sagði áðan var þetta skít sæmileg mynd. Söguþráður góður og góðir og skemmtilegir leikarar. Sem sagt ef þú ert rómantískum gamanmynda hugleiðingum þá er þessi mynd betri en margar aðrar, án þess að nefna einhver dæmi!

...þrátt fyrir ágæta mynd er þetta nú ekkert meistaraverk og er því alveg í miðjunni á örlishunum og fær því Down with Love **örlish!

16.2.04

eitthvað latur...

...að blogga, ætla þess vegna að taka smá frí frá þessu. Byrja aftur í mars.

Kveðja Drekinn :)

10.2.04

æðislegt...

...að komast ekki til Akureyrar á skíði þegar maður var búinn að hlakka til alla vikuna! Annars bara nokkuð skemmtilegur bíltúr hjá mér, Kidda og Önnu upp að Bifröst og til baka! Sem betur fer komumst við ekki yfir Holtavörðuheiðina því þá hefðu við þurft að gista þar!

...þegar var komið í bæin var svo sem ekki mikil stemmning þannig að það var farið á Pizza Hut og chillað yfir USA Ædol, enginn William Hung núna!

...fór á Big Fish á laugardaginn og var hún alveg þrusu góð! Skemmtileg saga og virkaði bara mjög vel á mig! Komst ekki hjá því að hugsa um Hinna þegar ég sá myndina en þið verðið bara að sjá hana til að fatta það!
Big Fish fær ***örlish

6.2.04

Bið að heilsa...

...er að fara eftir ca. 3 tíma norður að hitta Hinna og skella mér á skíði með Önnu og Kidda! Smá hálka á leiðinni en það stoppar ekki neinn! Annars er nóg af snjó og verður fínt veður!

5.2.04

Myndir...

...úr matarklúbbnum hjá Gumma Sverris eru komnar á veraldarvefinn! Þið getið séð þær hér eða bara kíkt í myndir hérna vinstra megin.

...annars bara hress og farinn að hlakka til Akureyrar! Hinni segir að það sé allt fullt af snjó og veður spáin er bara nokkuð góð þó svo að það eigi að vera nokkuð kalt!

4.2.04

Akureyri...

...her komme jeg! I'm talkin' about a place where the beer flows like wine, where the women instinctively flock like the salmon of Capistrano. I'm talkin' about Akureyri. Hmmm, California! Beautiful!

...já stefnan tekin til Hinna á skíði á Akureyri.

120 GB...

...komin í hús og byrjuð að mala! Keypti mér Western Digital 120 GB með 8 MB Buffer fyrir þá sem skilja mig! Það er alveg merkilegt að sama hvað maður er með mikið pláss á tölvunni hjá sér að alltaf nær maður að fylla það! Man fyrst var maður með 2 GB disk á gömlu tölvunni okkar í H23 svo fékk ég leifar af gömlu tölvunni hans Jóns Hauks brósa og þá voru það heil 4 GB en svo kom alvöru stökk þegar ég keypti mér svo 60 GB disk og núna er ég búinn að tvöfalda það og held náttúrulega gamla 60 GB diskinum!

...ekki dæma mig mig langaði bara að deila þessu með ykkur!

...svo er bara tvíhöfði bara mættur aftur! Er það ekki bara fínt? Held að þeim hafi nú bara ekkert veitt af þessari hvíld frá sviðsljósinu!

...svo komst Middlesbrough í úrslit í deildarbikarnum í gær og var það mjög gaman að sjá Arsenal detta út og einnig var gaman að því að nýja stórstjarnan skoraði sjálfsmark í fyrsta leiknum sínum! Ekki slæmt það!

2.2.04

Afmæli...

...Mamma (Guðrún Jónsdóttir) er 53 ára í dag og óska ég henni til hamingju með það! Þá átti Silla 25 ára afmæli á laugardaginn og óska ég henni líka til hamingju með það, þó svo að ég sé búinn að óska þeim til hamingju þá vildi ég nú bara deila þessu með ykkur!

...já annars var maður bara frekar slappur um helgina! Fór samt ásamt nokkrum útvöldum í afmæli til Sillu á laugardaginn og var það bara mjög gaman þó svo maður hafi látið Bakkus vera! Svo var það bara afmæli hjá henni móður minni í gærkvöldi!

...horfið á Dark City á föstudaginn og fannst mér hún helvíti góð. Þessi mynd vakti fyrst áhuga minn þegar The Matrix var líkt við hana, þeas mörgum atriðum og myndtöku og annað. Þessi mynd kom út 1998 og fór frekar lítið fyrir henni þá en þetta er svona Sci-Fi mynd.
Dark City fær *** örlish

...svo er það mál málana í dag! Jibbííííi fyrir sjónvarpsnördin! Survivor All-Stars og CSI er að byrja í kvöld, loksins eitthvað að horfa á Skjá einum, og jú Everybody Loves Raymond byrjaði líka í gær þannig að allt er á uppleið í TV heiminum mínum!

29.1.04

litið sem ekkert...

...að frétta! Búinn að vera gera góða hluti með Q.P.R. í CM03/04 en ég efast nú um að þið viljið heyra frá því! Þá getið þið fylgst með Miðvikudagsboltanum hérna en ég gat ekki blautan í gær!

...þá er ég mikið að spá í að kaupa mér TV kort í tölvuna mína svo maður geti horft á ruglaða dagskrá og svona eða nei það er ólöglegt er það ekki, þá gerir maður það náttúrulega ekki!

...annars er ég bara að drepast úr kvefi, kenni því um hvað ég var lélegur í boltanum í gær! Fínt!

27.1.04

Of hraður of trylltur...

...eða 2 Fast 2 Furious eins og hún heitir á ensku! Hvað á maður að segja um svona snilld! Ekki veit ég hvað handritshöfundurinn var að reykja þegar hann skrifaði handritið af þessari mynd og ég skil það nú mjög vel að Vin Diesel hafi ekki viljað láta kenna sig við þetta!

Maður sér alveg fyrir sér 2 framleiðendur vera tala saman: "Heyrðu, búum til Fast and the Furious 2" "Já góð hugmynd" "Höfum bíla, kellingar og byssur í henni" "Já góð hugmynd" "já við skulum ekki vera eyða neitt voða miklu í handritið á myndinni" "Já góð hugmynd"

Nei ekki góð hugmynd! Svo sem ekki neitt alslæm, það eru bílar, kellingar og byssur í henni :) En annars frekar léleg mynd og kannski hægt að segja það sama um þessa og var sagt um Charlies Angels 2, þ.e.a.s. langt tónlistarmyndband!

2 Fast 2 Furious fær *1/2 örlish

26.1.04

matarklúbburinn...

...var um helgina! Gúndi bauð uppá lambakjöt með kolamolum (kartöflur). Þá varð forrétturinn að meðlæti og sósan fékk að fara í ruslið! Annars bara góður matur, ekkert of flókin og Gúndi fór nokkuð létta leið í þetta skiptið! Annars var Árni mættur með Kvikmyndapunkt og var það algjör snilld þar sem ég var í sigurliðinu! Á eftir var svo farið í útskrift til Guðbjargar (Gumma I systurs) og þaðan í bæinn! Set myndir inn um leið og ég fæ þær í hús!

...og liverpool vann bara Newcastle, svei mér þá, kannski að maður hætti að vera svo neikvæður?

...ég og Anna fórum svo á skíði á laugardaginn og var það helvíti gaman, stólalyftan opnaði reynar ekki fyrr en um kl.1 en það var allt í lagi! Fínt færi og lítið af fólki, gæti ekki verið betra!

23.1.04

byrjaður aftur...

...á kvikmyndagetraun!

Setning dagsins er...:
"Mary... I desperately wanna make love to a school boy"

...þetta er nú mjög auðvelt í þetta skiptið og verðu líklegast áfram!

er maður virkilega...

...bóndi? Jebb Bóndadagurinn er í dag og þá er spurning hvort að konan muni eftir manni? Annars er þetta asnalegt nafn á þessum degi, bóndadagurinn? Ég er sko enginn helvítis bóndi! Konudagurinn heitir konudagurinn og mér finnst að ætti að endurskíra þennan dag Kalladaginn!

...Idol búið eða svona næstum því! Einhver upprifjunar þáttur í kvöld og svo American Idol! Svínasúpan byrjar svo kl. 23:20 sem er nokkuð furðulegur tími!

...annars er það spurning hvort maður fari bara í bíó?

...svo er það mál málana sem er matarklúbburinn á laugardaginn hjá Guðmundi Sverrissyni eða bara Gúnda eins og hann er kallaður í daglegu tali!

...spurning hvort maður horfi á Livepool tapa á móti Newcaslte!

Annars bið ég alla sem sjá stafsetningavillur, málfræðivillur, staðreyndavillur endilega bendið mér á þær svo ég geti reynt að laga þær!

Takk takk og góða helgi!

22.1.04

ég man þá tíð...

...að mér fannst gaman að lesa fótboltasíður á netinu, að mér fannst gaman að horfa á fótbolta, að mér fannst gaman að horfa á Liverpool! Þessi tíð er því miður liðin en mun samt koma aftur, þegar franski skólakennarinn verður rekinn!

...núna sættir maður sig við jafntafli á útivelli á móti Wolves og segir: "jesss, náðum jafntefli á útivelli!". Núna er nóg að kíkja á fyrirsagnirnar á netinu og þá veit maður um hvað greinin er! We lost our nerve - Houllier, Miller´s late strike breaks Reds hearts, We need a bit of luck, We should have won 4-2! Alltaf gaman að lesa svona fyrirsagnir og maður er alveg að springa af tilhlökkun um að fara lesa þessar örugglega frumlegu og skemmtilegu greinar!

...andskotinn!


...annars er ég bara nokkuð hress, styttist í helgina og svona! Ég búinn að setja inn nýtt comment kerfi því hitt var búið að vera bilað svona lengi og það er nú alltaf svo gaman þegar einhver skrifar eitthvað í comment kerfið!

...byrjaði í vikunni að horfa á Band of Brothers og búinn með 3 þætti. Mjög góðir þættir og skil ekki að ég hafi látið þetta fara fram hjá mér þegar þessi þættir voru sýndir á stöð 2, horfti reyndar á 2-3 þætti þá en komst aldrei inní þetta þá! Þannig að nú eru 7 þættir eftir og svo byrjar maður líklegast á 24 sem ég fæ vonandi lánað frá Gumma Árna aka Mumma!

20.1.04

myndasíða...

...komin í loftið. Jebb var að kaupa mér aðgang af myndsíðu þar sem er hægt að geyma allar myndirnar mínar!

...hún er hér og einnig er linkur á hana hérna vinstra megin! Hægt er að setja comment inn við hverja mynd og hvet ég alla til að gera það þegar þeir kíkja inn!

helgin sem leið...

...var bara helvíti góð! Það var haldið bjórsjóðspartý á föstudaginn. Ég sem bjórsjóðsstjóri fór í ríkið og keypti 4 kassa af bjór, 3 lítra af rauðvíni og eina eplasnafs.

...fyrst var smá Idol samkoma heima! Bara nokkuð góð stemmning og svo var farið eftir Svínasúpuna til Óla þar sem var horft á úrslitin í Idol. Kalli vann eins og allir vita en ég bjóst samt við því þannig að ég var nú ekki að kippa mér upp við það! Þó svo að ég hafi haldið með Önnu Katrínu!

...annars var bara mjög gaman og var endað í eftirpartý hjá Sæunni (vinkonu Bjarkar) og svo fékk ég far heim með Halla!

...ég og Anna fórum svo að kíkja á nýju íbúðina hjá Kareni og Kalla en hún er útá Álftanesi rétt hjá Óla Grís! Íbúðin er ekki tilbúinn er var bara nokkuð flott! Rúmgóð og vel skipulög að mér sýndist!

...laugardagskvöldið var svo sem bara mjög rólegt, horft var á friends og American Wedding en Jónki bró kom í heimsókn!

...fórum svo í skírn á sunnudaginn til frænku Önnu. Sem sagt voru þau Svandís og Svenni að skíra dóttur sína og heitir stúlkan Silja Karen. Dagur fór mest allur í að borða kökur og annað þannig...

Fín helgi að baki og vinnuvikan byrjuð!

16.1.04

stjörnuleitin...

...endar í kvöld og spurning hver vinnur? Loksins er bjórsjóðspartý, sjóðurinn er orðinn feitur þannig að það verður nóg af bjór! Æltum að hita upp hjá mér og horfa á Idol! Þannig að bjór + Idol hlýtur að vera gott kvöld!

...annars var ég að spá í að komast til Akureyrar á skíði en það datt uppfyrir! Þannig að spurning hvort maður bregði sér í bláufjöllin okkar höfuðborgarbúa og rennir sér á prikum! Annars bið ég bara heilsa og óskar ykkur góðrar helgar!

13.1.04

loksins loksins loksins...

...er maður búinn með þetta helvíti! Úskrift í feb og þá er maður orðinn B.S. í Umhverfis- og byggingarverkfræði. Útkoman úr seinasta prófinu var vægast sagt athyglisverð, hér er hún.

12.1.04

meistari meistari meistari...

...já TLC er innanhúsmeistari Utandeildarinnar 2004. Unnum alla leikina okkar og það var bara mjög gaman, fengum 2,5 kippur í verðlaun á mann og subway bát! Var fjallað um mótið í helgarsportinu á RÚV og ætla ég að reyna að koma því á stafrænt form! Kíkið svo bara á sport.is og svo TLC.tk til að fræðast meira um þennan sigur!

...annars var náttúrulega Ædol á föstudaginn og var ég bara nokkuð sáttur við úrslitin. Bakraddasöngkonan datt út enda er hún búin að vera flatari en Danmörk í gegnum keppnina! Anna Katrín komst áfram þó svo að það séu brestir í röddinni, en ég held að það lagist allt með æfingu, held að hún sé búinn að ofgera röddinni á þessum tíma. Kalli var góður en samt soldið asnalegur eins og venjulega og Jón var bara góður. Ég kaus bæði Jón og Önnu Katrínu um helgina því mér finnst þau skemmtilegust og væri til í að sjá þau í tónlistarlífi landsmanna frekar en hin tvö!

...fór á Kaldaljós í gærkvöldi. Ætluðum að fara í Sambíóin en þá var hún sýnd í sal 3 þannig að það var brunað út í Hásólabíó og var hún í stóra salnum þar en samt mjög fáir á sýningunni, kom mér á óvart!
Ég las bókin back in the days í versló og fannst mér hún mjög góð þá þannig að ég gerði nokkrar væntingar til myndarinnar. Myndin stóð vel undir væntingum og leikur barna Ingvars er alveg merkilega góður og eitt áhrifamesta atriði sem ég hef séð í bíómynd kemur þarna framm! Annars fannst mér Ingvar vera alltof gamall til að leika Grím og lýsingin nokkuð óraunveruleg í byrjun og svo var eitt atriði þar sem kofi Álfhildar er sýndur. Þetta er svona eldgamall riðgaður bárujárns/torf/steinakofi en með alveg glænýjum nöglum á þakpappanum, nokkuð fyndið. Svo fannst mér leikmyndin milli nú- og þátíðar ekki nógu góð, of lítill munur, tók eftir glænýrri rennu á einu húsinu og svona!
En þrátt fyrir nokkur smáatriði er myndin mjög góð og fær 3,5 örlish af 4 mögulegum!

9.1.04

loksins loksins...

...stundin sem maður er búinn að bíða eftir! Skjár tveir hættir á sunnudaginn og fara gömlu þættirnir yfir á Skjá 1. Þetta var nú bara tímaspursmál og þarf engann helvítis markaðsfræðing til að segja manni að einhver stöð sem nær einungis til 20% landsmanna myndi ekki ganga!

...þetta er góð stund í lífi sjónvarpssjúklings! Hérna er frétt af mbl.is

Fyrsta vinnuvikan 2004...

...alveg að verða búin og alveg að koma helgi! Var aðeins kíkja á tónlist.is og skoða þessa 4 Idol keppendur sem eftir eru! Já hvað á ég að segja! Persónulega held ég að Anna Katrín og Jón yrði bestu "popstjörnunar". Kalli er svona Bubbi, fínn með kassagítar og söng en finnst hann ekki passa alveg í að syngja Greased Lightning. Þá er það loks Ardís Ólöf sem ég held að sé nú bara helvíti góð bakraddasöngkona en engin stjarna. Vantar eitthvað uppá útgeislun eins og Sigga myndi segja!

...svo var Hannes Hólmsteinn í öllum fjölmiðlum landsins að reyna að samfæra fólk um að hann hafi ekkert gert rangt. Alveg magnað hvað maðurinn svara aldrei spurningunni sem hann er spurður! Skil ekki alveg alveg hvaða rosa usla þessi bók gerir, Jónki bróðir kom með ágætis skýringu á þessu... að það væri vegna þess að uber hægri maður væri að troða sér í menninguna sem vinstri menn hafi haft á sínu valdi alla tíð og þess vegna er reynt að lemja þessa bók niður.... veit ekki hvort það sé eitthvað til í því! Annars ætla ég ekki að lesa þessa bók í nánustu framtíð þannig að mér er nokk sama!

8.1.04

nánast lamaður...

texti...af harðsperrum. Þessa daga geng ég um eins og krypplingur því ég get ekki rétt almennilega úr mér útaf harðsperrum! Gengur ekki en ef þið viljið fræðast um harðsperrur kíkið þá hérna!

...svei mér þá, Liverpool kom bara á óvart í gær og vann Chelsea á Stanford Bridge! Aldeilis skemmtilegt það, og langt síðan að ég var svona spenntur yfir fótbolta leik!

7.1.04

allt búið...

...já búinn í jólafríinu og byrjaður að vinna aftur. Alltaf erfitt að byrja á svona heilli vinnuviku eftir frí! Annars maður bara komin í sömu farið fyrir jól: Vinna - Ræktin - TV! Háhugavert! Fjölbreytilegt! Já, alveg magnað! Þannig að smá harðsperrur í dag, fer í bolta í kvöld og losna vonandi við þær þá!

...annars fórum við í HIT að spila og mánudagskvöldið og var gaman að hitta liðið eftir langan tíma! Byrjuðum á partýspilinu og unnu ég og Ingimundur það! Næst var farið í spil sem heitir Mr. & Mrs. og kom það nokkuð á óvart og náði ég og Atli að vinna þar, tapaði reynar fyrri umferðinni í því en þetta spil gengur útá að þekkja meðspilara þinn!

...annars á hún Rut (tengdó) afmæli í dag og vil ég óska henni til hamingju með afmælið! Hún á 48 ára afmæli, eða má maður kannski ekki auglýsa svona á veraldarvefnum?

...svo er Liverpool að fara tapa fyrir Chelsea í kvöld, Hollier er að gera svo góða hlutu að það er alveg yndislegt! Annars er maður farinn að gera þær væntingar að að franski enskukennarinn verði rekinn í vor. Þá er allavegana eitthvað gott við þetta hörmungar tímabil!

textiKvikmyndadómur:
Horfið á Bulletproof Monk í gær! Þarna eru þeir Chow Yun-Fat og Sean William Scott eða bara Stiffler eins og hann er betur þekktur! Þetta er svona bardaga grín spennumynd sem gengur alveg upp ef maður horfir á hana með réttu hugafari. Fat er svona bardagamunkur og Stiffler er vasaþjófur. Vonda fólkið í myndinni var svolítið Matrixlegt og það hefði alveg mátt minnka þessi ýktu bardaga atriði en annars fannst mér þessi mynd bara skít sæmileg og fín þriðjudagsmynd! Sumar svona myndir ganga upp og aðrar ekki, þessi ver sæmilega með þetta!
Bulletproof Monk fær ** örilsh, þó svo að þetta sé sæmileg skemmtun þá er þetta samt bara videóspólumynd!